73% aukning í bílasölu á árinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 09:28 Aukningin í febrúar var 65,8%. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent