Kjarni heimsins Sigríður Jónsdóttir skrifar 7. mars 2016 10:00 Tereza Hof, leikkona fer með öll hlutverkin í sýningunni Skugga-Baldur í Hafnarhúsinu. Visir/Ernir Leiklist Skugga-Baldur Studio Hrdinu og Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhús) Handrit: Kamila Polívková og Tera Hof Höfundur sögu: Sjón Leikstjórn: Kamila Polívková Leikur: Tera Hof Sviðsmynd: Antonín Silar Búningar: Zuzana Formánková Tónlist: Ryan van Kriedt og Jón Sæmundur Auðarson Vídeo og grafík: Jón Sæmundur Auðarsson og Antonin Silar Sýningin er á ensku Um niðdimma nótt leggur grasalæknir unga konu í ómerkta gröf. Á snævi þakinni heiði læðist byssumaður á eftir tófu sem lítur út eins og steinn. Tékkneski sviðslistahópurinn Studio Hrdinu frumsýndi sína útgáfu af Skugga-Baldri eftir Sjón í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu síðastliðinn föstudag. Sjón er eitt okkar allra besta skáld. Sem skáldsaga er Skugga-Baldur knöpp í formi en sagan um séra Baldur, grasalækninn Friðrik og Abba ristir djúpt. Í dulargervi rómantíkurinnar fjallar skáldið um áleitnar siðferðislegar spurningar og skoðar samband mannsins við náttúruna. Hér er ort um líf og dauða, alheiminn og nærsveitir, líkama og sál. Úrvinnsla Studio Hrdinu á texta Sjóns er á mörkum frásagnar og sviðsetningar en handritið er í höndum leikstjóra og leikkonunnar. Það verkefni vinna þær nokkuð vel og leggja áherslu á kjarna sögunnar frekar en smáatriði. Tera Hof er eins konar sögumaður og leikur einnig öll hlutverkin. Hennar helsti styrkur er raddbeytingin sem er skýr og spennandi en hún er líka lipur á sviði. Hún skilar persónunum ágætlega en hér fer mikill tími í það að skipta um búninga, þoka framvindu atburða yfir í næstu atriði og gæta þess að tæknin virki. Teru tekst best upp þegar hún fær tækifæri til að rýna í persónurnar og þar nýtur persóna séra Baldurs sín best. Feigðarför hans á eftir tófunni er nefnilega ferðalag hans inn í sjálfan sig og sú saga öðlast líf í þessari sviðsetningu. Leikstjórnin er í höndum Kamilu Polívková og á hana verða að skrifast ótalin búningaskipti sem slæva framvinduna og drepa niður spennu. Sýninguna skortir skýrari hraðabreytingar og þéttari framvinda. Aftur á móti eru lítil en áhrifarík augnablik víða að finna í sýningunni; snjókorn falla ljúflega til jarðar, grasaseiði er bruggað og þögnin blómstrar. Sviðsmyndin er stílhrein en stór rammi svífur yfir sviðinu og í einu horninu stendur trékassi sem geymir ýmsa leyndardóma. Fagurfræði Antonín Silar er skýr og sómir sér vel í því rými sem gallerí Hafnarhússins hefur að bjóða. Lýsingin sömuleiðis en enginn er skráður fyrir þeirri hönnun. Búningar Zuzanu Formánková byggja frekar á táknmyndum heldur en natúralísma og stundum heppnast vel til, þá sérstaklega með stóru loðkápunum. Tæknivinnslan skapar dýpt í sýningunni og leiðir áhorfendur í óvænt ferðalög um stræti Reykjavíkur. Tæknilegir örðugleikar þjökuðu flutninginn í byrjun en vandamálið var leyst faglega og rösklega. Jón Sæmundur Auðarsson og Antonin Silar sjá um myndvinnslu og grafík sem er bæði falleg og frumleg og lyftir mjög anda sýningarinnar. Tónlistina sömdu Ryan van Kriedt og Jón Sæmundur Auðarson en þrátt fyrir góða og kraftmikla spretti þá hefði hún mátt vera meira afgerandi. Í lokaatriðinu er slegin tónn sem hefði átt að hljóma alla sýninguna. Tera í gervi Baldurs kastar af sér hinu mannlega eðli og klæðir sig í hið dýrslega, mannveran og náttúran verða eitt. Ópið nísti inn að beini. Skugga-Baldur er áhugaverð tilraun til að færa magnað skáldverk í nýjan og sviðsvænan búning. Tilraunin heppnast misjafnlega vel en lítil einstök augnablik og myndvinnslan sitja eftir í minninu, líkt og litla bréfið sem fylgdi með heimleiðis í vasanum.Niðurstaða: Tilraunina skortir skýrari ramma og sprengikraft. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist Skugga-Baldur Studio Hrdinu og Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhús) Handrit: Kamila Polívková og Tera Hof Höfundur sögu: Sjón Leikstjórn: Kamila Polívková Leikur: Tera Hof Sviðsmynd: Antonín Silar Búningar: Zuzana Formánková Tónlist: Ryan van Kriedt og Jón Sæmundur Auðarson Vídeo og grafík: Jón Sæmundur Auðarsson og Antonin Silar Sýningin er á ensku Um niðdimma nótt leggur grasalæknir unga konu í ómerkta gröf. Á snævi þakinni heiði læðist byssumaður á eftir tófu sem lítur út eins og steinn. Tékkneski sviðslistahópurinn Studio Hrdinu frumsýndi sína útgáfu af Skugga-Baldri eftir Sjón í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu síðastliðinn föstudag. Sjón er eitt okkar allra besta skáld. Sem skáldsaga er Skugga-Baldur knöpp í formi en sagan um séra Baldur, grasalækninn Friðrik og Abba ristir djúpt. Í dulargervi rómantíkurinnar fjallar skáldið um áleitnar siðferðislegar spurningar og skoðar samband mannsins við náttúruna. Hér er ort um líf og dauða, alheiminn og nærsveitir, líkama og sál. Úrvinnsla Studio Hrdinu á texta Sjóns er á mörkum frásagnar og sviðsetningar en handritið er í höndum leikstjóra og leikkonunnar. Það verkefni vinna þær nokkuð vel og leggja áherslu á kjarna sögunnar frekar en smáatriði. Tera Hof er eins konar sögumaður og leikur einnig öll hlutverkin. Hennar helsti styrkur er raddbeytingin sem er skýr og spennandi en hún er líka lipur á sviði. Hún skilar persónunum ágætlega en hér fer mikill tími í það að skipta um búninga, þoka framvindu atburða yfir í næstu atriði og gæta þess að tæknin virki. Teru tekst best upp þegar hún fær tækifæri til að rýna í persónurnar og þar nýtur persóna séra Baldurs sín best. Feigðarför hans á eftir tófunni er nefnilega ferðalag hans inn í sjálfan sig og sú saga öðlast líf í þessari sviðsetningu. Leikstjórnin er í höndum Kamilu Polívková og á hana verða að skrifast ótalin búningaskipti sem slæva framvinduna og drepa niður spennu. Sýninguna skortir skýrari hraðabreytingar og þéttari framvinda. Aftur á móti eru lítil en áhrifarík augnablik víða að finna í sýningunni; snjókorn falla ljúflega til jarðar, grasaseiði er bruggað og þögnin blómstrar. Sviðsmyndin er stílhrein en stór rammi svífur yfir sviðinu og í einu horninu stendur trékassi sem geymir ýmsa leyndardóma. Fagurfræði Antonín Silar er skýr og sómir sér vel í því rými sem gallerí Hafnarhússins hefur að bjóða. Lýsingin sömuleiðis en enginn er skráður fyrir þeirri hönnun. Búningar Zuzanu Formánková byggja frekar á táknmyndum heldur en natúralísma og stundum heppnast vel til, þá sérstaklega með stóru loðkápunum. Tæknivinnslan skapar dýpt í sýningunni og leiðir áhorfendur í óvænt ferðalög um stræti Reykjavíkur. Tæknilegir örðugleikar þjökuðu flutninginn í byrjun en vandamálið var leyst faglega og rösklega. Jón Sæmundur Auðarsson og Antonin Silar sjá um myndvinnslu og grafík sem er bæði falleg og frumleg og lyftir mjög anda sýningarinnar. Tónlistina sömdu Ryan van Kriedt og Jón Sæmundur Auðarson en þrátt fyrir góða og kraftmikla spretti þá hefði hún mátt vera meira afgerandi. Í lokaatriðinu er slegin tónn sem hefði átt að hljóma alla sýninguna. Tera í gervi Baldurs kastar af sér hinu mannlega eðli og klæðir sig í hið dýrslega, mannveran og náttúran verða eitt. Ópið nísti inn að beini. Skugga-Baldur er áhugaverð tilraun til að færa magnað skáldverk í nýjan og sviðsvænan búning. Tilraunin heppnast misjafnlega vel en lítil einstök augnablik og myndvinnslan sitja eftir í minninu, líkt og litla bréfið sem fylgdi með heimleiðis í vasanum.Niðurstaða: Tilraunina skortir skýrari ramma og sprengikraft.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira