Skemmtilegasta og öflugasta gerð RAV4 Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 09:07 Toyota RAV4 Hybrid. Reynsluakstur – Toyota RAV4 Hybrid Bíllinn sem bjó til jepplingaflokkinn í heiminum, Toyota RAV4 er nú kominn í tvinnútgáfu, eða sem Hybrid-bíll. Það sem meira er, þetta er lang öflugasta útgáfa bílsins og sú langskemmtilegasta sem greinarritari hefur reynt. Toyota RAV4 er sem eðlilegt er mjög söluhár bíll hér á landi sem erlendis, enda hefur hann ávallt verið traustur og góður bíll sem sameinar marga kosti í einu farartæki. Þegar Toyota fyrst kynnti þennan stefnumarkandi bíl var markmiðið að bjóða bíl með mikið rými, háa sætisstöðu, fjórhjóladrif og torfærugetu, fjölbreytt notagildi og litla eyðslu og hann átti ekki að vera á stærð við jeppa. Heimsbyggðin tók slíkum bíl fagnandi og nú eru slíkir bílar þeir allra vinsælustu og allir herma nú eftir og til varð mikil jepplingaflóra. Í fyrra seldust 315.412 eintök af Toyota RAV4 eingöngu í Bandaríkjunum. Þessi bíll er enn af fjórðu kynslóð RAV4 sem kynnt var árið 2013 en hér er komin andlitslyft gerð hans sem er laglegri útlits. Gott afl og reffilegur akstur Það fannst fljótt hveru miklu skemmtilegri í akstri þessi bíll er á fyrstu mínútu reynsluaksturs hans. Hann er mun öflugri en aðrar gerðir hans, enda skráður fyrir 197 hestöflum. Hann er enda með 2,5 lítra bensínvél, auk rafmótora og sparkast því ansi vel áfram og fer sprettinn í 100 á 8,3 sekúndum. Allt afl bensínvélarinnar fer til framhjólanna en afl rafmótoranna til afturhjólanna. Hann er að auki með mun sportlegri hreyfingar en aðrar gerir RAV4 og stífari allur. Akstur þessa bíls tekur mjög fram öðrum gerðum RAV4 og ekki er verra að vita til þess að hann er að auki eyðslugrennri með sitt Hybrid kerfi.Hleður rafmagni frá öllum hjólumVið vélbúnað bílsins er tengd CVT stiglaus sjálfskipting og þrátt fyrir almennt litla hrifningu af slíkum skiptingum er hún alls ekki slæm í þessum bíl, en virkar þó verst þegar tekið er vel á bílnum og hægri fætinum er þrýst vel niður. Þá er eins og aflið skili sér ekki að fullu og átök vélarinnar verður meira áberandi en í rólegum akstri. Þar sem jepplingar eru jú ekki framleiddar sem spyrnukerrur telst þetta ef til vill ekki til mikilla ókosta og CVT skiptingin heldur líka niðri eyðslu bílsins, svo það eru kostir og ókostir við slíkar skiptingar. Hybrid kerfi þessa bíls er frábrugðið flestum Hybrid kerfum að rafhlöðurnar safna hreyfiafli frá báðum öxlum bílsins, en ekki bara öðrum. Því er meira rafmagnsafl yfirleitt til staðar. Hybrid kerfi þessa bíls er það sama og í nýkynntum Lexus NX300h. RAV4 Hybrid er þó eyðslugrennri en Lexus NX300h þar sem hann er ríflega 100 kílóum léttari bíll. Við stífan akstur þar sem tekið er vel á bílnum finnst þó fyrir því að þyngd Hybrid kerfisins, sem bætir 145 kílóum við hann frá grunngerðinni, hamlar honum í akstri og hann er fyrir vikið ekki sem fimleikamaður á vegi, en vissulega er hann sem sannur herramaður ef varlegar er farið og fágaður. Hann hallar svolítið of mikið í beygjum og rásfesta mætti vera meiri.Mikið innanrými og ágætt skottInnrétting þessa bíls tekur fram öðrum RAV4 sem prófaðir hafa verið og þar er ekki slorlegt að litast um. Það sem einn best er við innanrými RAV4 er hve rúmt er allsstaðar og vel fer um hvern farþega, ekki síst í aftursætunum og nægt er bæði fótarými þar sem höfuðrými. Svo er skottrými bílsins yfrið, eða 505 lítrar og því vel hentugur til lengri ferðalaga. Innréttingin er afar smekkleg og vel útfærð þó efnisnotkun sé ekki á pari við lúxusjepplinga, en hefur þó mikið batnað frá fyrstu gerð fjórðu kynslóðarinnar. Allt er þó greinilega vel smíðað sem fyrr í Toyota bíl og gert til að endast. Það er jú einn af stórum kostum Toyota bíla, þeir endast og eru með hátt endursöluverð og bila lítið. Það skýrir mikið út af hverju bílar þeirra seljast svo vel. Einn merkjanlegur kostur við þenna bíl er hversu hljóðlátur hann er að innan og svo virðist sem bætt hafi verið mikið um frá komu fjórðu kynslóðarinnar fyrir 3 árum. Fá má Hybrid útgáfu RAV4 frá 5.940.000 kr. sem er nærri milljón krónum meira en ódýrasta gerð hans, en vel þess virði. Með því fæst bæði mun meira afl, sjálfskipting og meiri búnaður.Kostir: Afl, mikið innanrými, hljóðláturÓkostir: CVT skipting, aksturseiginleikar við stífan akstur 2,5 l. bensínvél og rafmótorar, 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst Verð frá: 5.940.000 kr. Umboð: ToyotaGott aðgengi að farangursrými.Hin laglegasta innrétting og talsverð framför í efnisvali og frágangi.Þrír Toyota Rav4 tilbúnir til afhendingar. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Reynsluakstur – Toyota RAV4 Hybrid Bíllinn sem bjó til jepplingaflokkinn í heiminum, Toyota RAV4 er nú kominn í tvinnútgáfu, eða sem Hybrid-bíll. Það sem meira er, þetta er lang öflugasta útgáfa bílsins og sú langskemmtilegasta sem greinarritari hefur reynt. Toyota RAV4 er sem eðlilegt er mjög söluhár bíll hér á landi sem erlendis, enda hefur hann ávallt verið traustur og góður bíll sem sameinar marga kosti í einu farartæki. Þegar Toyota fyrst kynnti þennan stefnumarkandi bíl var markmiðið að bjóða bíl með mikið rými, háa sætisstöðu, fjórhjóladrif og torfærugetu, fjölbreytt notagildi og litla eyðslu og hann átti ekki að vera á stærð við jeppa. Heimsbyggðin tók slíkum bíl fagnandi og nú eru slíkir bílar þeir allra vinsælustu og allir herma nú eftir og til varð mikil jepplingaflóra. Í fyrra seldust 315.412 eintök af Toyota RAV4 eingöngu í Bandaríkjunum. Þessi bíll er enn af fjórðu kynslóð RAV4 sem kynnt var árið 2013 en hér er komin andlitslyft gerð hans sem er laglegri útlits. Gott afl og reffilegur akstur Það fannst fljótt hveru miklu skemmtilegri í akstri þessi bíll er á fyrstu mínútu reynsluaksturs hans. Hann er mun öflugri en aðrar gerðir hans, enda skráður fyrir 197 hestöflum. Hann er enda með 2,5 lítra bensínvél, auk rafmótora og sparkast því ansi vel áfram og fer sprettinn í 100 á 8,3 sekúndum. Allt afl bensínvélarinnar fer til framhjólanna en afl rafmótoranna til afturhjólanna. Hann er að auki með mun sportlegri hreyfingar en aðrar gerir RAV4 og stífari allur. Akstur þessa bíls tekur mjög fram öðrum gerðum RAV4 og ekki er verra að vita til þess að hann er að auki eyðslugrennri með sitt Hybrid kerfi.Hleður rafmagni frá öllum hjólumVið vélbúnað bílsins er tengd CVT stiglaus sjálfskipting og þrátt fyrir almennt litla hrifningu af slíkum skiptingum er hún alls ekki slæm í þessum bíl, en virkar þó verst þegar tekið er vel á bílnum og hægri fætinum er þrýst vel niður. Þá er eins og aflið skili sér ekki að fullu og átök vélarinnar verður meira áberandi en í rólegum akstri. Þar sem jepplingar eru jú ekki framleiddar sem spyrnukerrur telst þetta ef til vill ekki til mikilla ókosta og CVT skiptingin heldur líka niðri eyðslu bílsins, svo það eru kostir og ókostir við slíkar skiptingar. Hybrid kerfi þessa bíls er frábrugðið flestum Hybrid kerfum að rafhlöðurnar safna hreyfiafli frá báðum öxlum bílsins, en ekki bara öðrum. Því er meira rafmagnsafl yfirleitt til staðar. Hybrid kerfi þessa bíls er það sama og í nýkynntum Lexus NX300h. RAV4 Hybrid er þó eyðslugrennri en Lexus NX300h þar sem hann er ríflega 100 kílóum léttari bíll. Við stífan akstur þar sem tekið er vel á bílnum finnst þó fyrir því að þyngd Hybrid kerfisins, sem bætir 145 kílóum við hann frá grunngerðinni, hamlar honum í akstri og hann er fyrir vikið ekki sem fimleikamaður á vegi, en vissulega er hann sem sannur herramaður ef varlegar er farið og fágaður. Hann hallar svolítið of mikið í beygjum og rásfesta mætti vera meiri.Mikið innanrými og ágætt skottInnrétting þessa bíls tekur fram öðrum RAV4 sem prófaðir hafa verið og þar er ekki slorlegt að litast um. Það sem einn best er við innanrými RAV4 er hve rúmt er allsstaðar og vel fer um hvern farþega, ekki síst í aftursætunum og nægt er bæði fótarými þar sem höfuðrými. Svo er skottrými bílsins yfrið, eða 505 lítrar og því vel hentugur til lengri ferðalaga. Innréttingin er afar smekkleg og vel útfærð þó efnisnotkun sé ekki á pari við lúxusjepplinga, en hefur þó mikið batnað frá fyrstu gerð fjórðu kynslóðarinnar. Allt er þó greinilega vel smíðað sem fyrr í Toyota bíl og gert til að endast. Það er jú einn af stórum kostum Toyota bíla, þeir endast og eru með hátt endursöluverð og bila lítið. Það skýrir mikið út af hverju bílar þeirra seljast svo vel. Einn merkjanlegur kostur við þenna bíl er hversu hljóðlátur hann er að innan og svo virðist sem bætt hafi verið mikið um frá komu fjórðu kynslóðarinnar fyrir 3 árum. Fá má Hybrid útgáfu RAV4 frá 5.940.000 kr. sem er nærri milljón krónum meira en ódýrasta gerð hans, en vel þess virði. Með því fæst bæði mun meira afl, sjálfskipting og meiri búnaður.Kostir: Afl, mikið innanrými, hljóðláturÓkostir: CVT skipting, aksturseiginleikar við stífan akstur 2,5 l. bensínvél og rafmótorar, 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst Verð frá: 5.940.000 kr. Umboð: ToyotaGott aðgengi að farangursrými.Hin laglegasta innrétting og talsverð framför í efnisvali og frágangi.Þrír Toyota Rav4 tilbúnir til afhendingar.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent