Sienna Miller er nýtt andlit Lindex Ritstjórn skrifar 8. mars 2016 10:00 Myndir/Lindex Breska leikkonan Sienna Miller er nýtt andlit vorherferðar sænska verslanarisans Lindex. Vorherferð fataframleiðandans árið 2016, ber heitið Sienna elskar Lindex og er í anda áttunda áratugarins. Hönnunin er að miklu leyti byggð á persónulegum stíl Siennu sem hefur heldur betur sannað sig sem tískufyrirmynd. Útvíðar gallabuxur og hvítar blússur í léttum efnum. „Ég gæti hugsað mér að búa í svona blússu yfir sumartímann. Útvíðu gallabuxurnar eru frábærar, þægilegar og laga sig ótrúlega vel að líkamanum! Hvort tveggja eru þetta flíkur sem eru klassískar, vel sniðnar og fjölbreytilegarm,” segir leikkonan um línuna. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að Sienna Miller sé ekki aðeins þekkt fyrir stíl sinn heldur endurspeglar hún gildi verslanakeðjunnar á ólíkum sviðum. Sienna geislar af jákvæðri orku, kímnigáfu og velvild þar sem hún starfar af áhuga að samfélagsverkefnum. Sem móðir er hún fullkominn fulltrúi Lindex vörumerkisins segir í tilkynningunni. „Það er ákveðið léttlyndi sem fylgir vörumerkinu og mér finnst það raunverulega fagna kvenleikanum, það er hrífandi án þess að vera of alvörugefið. Ég tel að persónuleiki vörumerkisins komi fram í myndatökunni fyrir línuna. Við skemmtum okkur mjög vel og hlógum mikið! Ég held að það sé það sem Lindex snýst um”- sagði Sienna Miller við tökur á nýjustu herferð Lindex. Línan kemur í verslanir Lindex á Íslandi þann 6. apríl - fylgjast má með Lindex á Íslandi hér. Glamour Tíska Mest lesið Heimsókn til Söruh Jessicu Parker Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Stórir eyrnalokkar eru mikilvægustu fylgihlutirnir í vetur Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Regnbogaförðun fyrir Gay Pride Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Emma Stone stutthærð á forsíðu Vogue Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour
Breska leikkonan Sienna Miller er nýtt andlit vorherferðar sænska verslanarisans Lindex. Vorherferð fataframleiðandans árið 2016, ber heitið Sienna elskar Lindex og er í anda áttunda áratugarins. Hönnunin er að miklu leyti byggð á persónulegum stíl Siennu sem hefur heldur betur sannað sig sem tískufyrirmynd. Útvíðar gallabuxur og hvítar blússur í léttum efnum. „Ég gæti hugsað mér að búa í svona blússu yfir sumartímann. Útvíðu gallabuxurnar eru frábærar, þægilegar og laga sig ótrúlega vel að líkamanum! Hvort tveggja eru þetta flíkur sem eru klassískar, vel sniðnar og fjölbreytilegarm,” segir leikkonan um línuna. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að Sienna Miller sé ekki aðeins þekkt fyrir stíl sinn heldur endurspeglar hún gildi verslanakeðjunnar á ólíkum sviðum. Sienna geislar af jákvæðri orku, kímnigáfu og velvild þar sem hún starfar af áhuga að samfélagsverkefnum. Sem móðir er hún fullkominn fulltrúi Lindex vörumerkisins segir í tilkynningunni. „Það er ákveðið léttlyndi sem fylgir vörumerkinu og mér finnst það raunverulega fagna kvenleikanum, það er hrífandi án þess að vera of alvörugefið. Ég tel að persónuleiki vörumerkisins komi fram í myndatökunni fyrir línuna. Við skemmtum okkur mjög vel og hlógum mikið! Ég held að það sé það sem Lindex snýst um”- sagði Sienna Miller við tökur á nýjustu herferð Lindex. Línan kemur í verslanir Lindex á Íslandi þann 6. apríl - fylgjast má með Lindex á Íslandi hér.
Glamour Tíska Mest lesið Heimsókn til Söruh Jessicu Parker Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Stórir eyrnalokkar eru mikilvægustu fylgihlutirnir í vetur Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Regnbogaförðun fyrir Gay Pride Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Emma Stone stutthærð á forsíðu Vogue Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour