Lífið

Ísland Got Talent: Ung stúlknasveit bræddi doktorinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Atkvæðagreiðsla var óþörf um atriði stúlknanna í hljómsveitinni Kyrrð sem steig á stokk í Ísland Got Talent í kvöld.

Sveitin, sem er skipuð 15 ára stelpum, flutti frumsamda lagið Án þín. Að sögn forsprakka sveitarinnar kynntust þær á námskeiðinu Stelpur rokka þar sem þeim var rottað saman.

Að námskeiðinu loknu vildu þær halda áfram að spila saman og sáu sér leik á borði og skráðu sig til leiks í Ísland Got Talent.

Angurvær söngurinn og taktföst hrynjandin féllu í kramið hjá dómurunum. „Ég fékk gæsahúð upp úr öllu,“ sagði Ágústa Eva Erlendsdóttir til að mynda. Enginn heillaðist þó meira en Dr. Gunni sem ýtti á hinn eftirsótta gyllta hnapp og sendi atriðið beint áfram í undanúrslit.

Flutning Kyrrðar á Án þín má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×