Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 12:08 Mynd af vef Félags atvinnurekenda. Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995, fyrir tæpu 21 ári.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er Mjólkursamsalan. Samningurinn var undirritaður á föstudaginn en útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári vegna samningsins. Það nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og 2023. Alþingi á enn eftir að greiða atkvæði um samninginn.Í frétt á vef Félags atvinnurekenda segir að tímapunkturinn 1995 sé valinn vegna þess að þá tók samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), öðru nafni GATT-samningurinn, gildi á Íslandi. Fram að því hafði einfaldlega verið bannað að flytja inn ýmsar búvörur en með gildistöku samningsins var ekki lengur heimilt að banna innflutning.Ofurtollar í stað innflutningsbanns „Í stað innflutningsbannsins komu því ofurtollar, nógu háir til að engum manni dytti í hug að reyna að flytja inn viðkomandi búvörur. Jafnframt voru í samningnum ákvæði um að stjórnvöld yrðu að leyfa innflutning á takmörkuðu magni af búvörum á lægri tollum, svo að íslenskur landbúnaður fengi einhverja samkeppni.“ Ólafur útskýrir hvernig ofurtollunum er alla jafna skipt í 30% verðtoll, sem leggst ofan á innflutningsverð vörunnar, og svo magntoll, fasta krónutölu á kíló. Vegna mikillar rýrnunar íslensku krónunnar frá 1995 og tilheyrandi verðbólgu hafi magntollarnir rýrnað að raungildi. „Nú er svo komið að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af að með áframhaldandi rýrnun krónunnar gæti einn daginn farið að borga sig að flytja inn vörur og greiða almennu tollana,“ segir Ólafur. „Þessi breyting er gerð nú til að stoppa í þetta gat sem menn óttast að gæti komið í tollmúrana.“Ólafur spyr hvers vegna neytendur fái ekki sambærilega leiðréttingu, fyrst verið sé að miða við gildistöku WTO-samningsins hér á landi. „Samkvæmt samningnum var leyft að flytja inn allt að 5% innanlandsneyslu á ýmsum búvörum og var þá miðað við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Þetta neysluviðmið hefur ekkert breyst frá því WTO-samningurinn tók gildi – það er enn leyft að flytja inn 5% neyslunnar eins og hún var á þessu tímabili. Ef á að uppreikna tollverndina fyrir innlenda framleiðendur mjólkurvara, er þá ekki sanngjarnt að uppreikna líka innflutningsheimildirnar í þágu neytenda? Það myndi til dæmis þýða að leyfa yrði innflutning á tæplega 300 tonnum af ostum á lægri tollum, miðað við núverandi innanlandsneyslu, í stað rúmlega 100 tonna, sem eru miðuð við neysluna fyrir nærri 30 árum,“ segir Ólafur. Samanburð á innflutningsheimildum, miðað við neyslu í lok níunda áratugarins og í dag má sjá í töflunni hér til hliðar. Búvörusamningar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995, fyrir tæpu 21 ári.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er Mjólkursamsalan. Samningurinn var undirritaður á föstudaginn en útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári vegna samningsins. Það nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og 2023. Alþingi á enn eftir að greiða atkvæði um samninginn.Í frétt á vef Félags atvinnurekenda segir að tímapunkturinn 1995 sé valinn vegna þess að þá tók samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), öðru nafni GATT-samningurinn, gildi á Íslandi. Fram að því hafði einfaldlega verið bannað að flytja inn ýmsar búvörur en með gildistöku samningsins var ekki lengur heimilt að banna innflutning.Ofurtollar í stað innflutningsbanns „Í stað innflutningsbannsins komu því ofurtollar, nógu háir til að engum manni dytti í hug að reyna að flytja inn viðkomandi búvörur. Jafnframt voru í samningnum ákvæði um að stjórnvöld yrðu að leyfa innflutning á takmörkuðu magni af búvörum á lægri tollum, svo að íslenskur landbúnaður fengi einhverja samkeppni.“ Ólafur útskýrir hvernig ofurtollunum er alla jafna skipt í 30% verðtoll, sem leggst ofan á innflutningsverð vörunnar, og svo magntoll, fasta krónutölu á kíló. Vegna mikillar rýrnunar íslensku krónunnar frá 1995 og tilheyrandi verðbólgu hafi magntollarnir rýrnað að raungildi. „Nú er svo komið að hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af að með áframhaldandi rýrnun krónunnar gæti einn daginn farið að borga sig að flytja inn vörur og greiða almennu tollana,“ segir Ólafur. „Þessi breyting er gerð nú til að stoppa í þetta gat sem menn óttast að gæti komið í tollmúrana.“Ólafur spyr hvers vegna neytendur fái ekki sambærilega leiðréttingu, fyrst verið sé að miða við gildistöku WTO-samningsins hér á landi. „Samkvæmt samningnum var leyft að flytja inn allt að 5% innanlandsneyslu á ýmsum búvörum og var þá miðað við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Þetta neysluviðmið hefur ekkert breyst frá því WTO-samningurinn tók gildi – það er enn leyft að flytja inn 5% neyslunnar eins og hún var á þessu tímabili. Ef á að uppreikna tollverndina fyrir innlenda framleiðendur mjólkurvara, er þá ekki sanngjarnt að uppreikna líka innflutningsheimildirnar í þágu neytenda? Það myndi til dæmis þýða að leyfa yrði innflutning á tæplega 300 tonnum af ostum á lægri tollum, miðað við núverandi innanlandsneyslu, í stað rúmlega 100 tonna, sem eru miðuð við neysluna fyrir nærri 30 árum,“ segir Ólafur. Samanburð á innflutningsheimildum, miðað við neyslu í lok níunda áratugarins og í dag má sjá í töflunni hér til hliðar.
Búvörusamningar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira