Maserati Levante jeppi á markað í vor Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2016 13:45 Maserati Levante. worldcarfans Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent