Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Jakob Bjarnar og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 27. febrúar 2016 13:45 Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en það þegar leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi. Þetta var undir atriði sem rappsveitin Reykjavíkurdætur flutti og framdi. Ágústa Eva hefur tjáð sig um málið, sagt að sér hafi ofboðið atriðið, sér hafi liðið eins og sér hafi verið nauðgað, hún hafi ekki verið ráðin til að taka þátt í lágkúru sem þessari. Nokkuð skiptar skoðanir eru um þessa útgöngu Ágústu Evu. Nokkrir vekja á því athygli á Twitter, undir myllumerkinu „vikan“, að hér sé ekki við hæfi að tala um að sér sé nauðgað – með því sé verið að gera lítið úr glæpi sem þeim. Og svo eru þeir sem skilja hvorki upp né niður í tiltækinu. Og svo er sjálfur þáttastjórnandinn, Gísli Marteinn, sem segir á Twitter: „Það er ekkert gaman nema það séu umdeild atvik.“ Að öðru leyti skiptast menn í tvö horn og má sjá það á samfélagsmiðlum og í athugsemdakerfum fjölmiðlanna. Þarna togast einkum á tvö sjónarmið, annars vegar þau að atriði Reykjavíkurdætra hafi verið fyrir neðan allar hellur og því frábært hjá Ágústu Evu að mótmæla því. Svo eru þeir sem telja Ágústu Evu einhvern ótrúverðugasta gagnrýnanda meintrar lágkúru, verandi sú sem bauð landsmönnum uppá Silvíu Nótt um árið. Reyndar má velta því fyrir sér hvort Ágústa Eva sé ekki einmitt sjálfri sér samkvæm því alteregóið Silvíu Nótt má einmitt túlka sem ádeilu á lágkúru.Við hrópum "sjúgðu á mér tittlinginn" og allir fagna en þegar @RVKdaetur tala um sníp eru kyndlar og heygafflar dregnir fram. Stfu — ÚLFUR ÚLFUR!! (@ulfurulfur) February 27, 2016 En, skoðum hvað menn hafa til málanna að leggja í þessu samhengi. Fljótt á litið, þó erfitt sé að alhæfa um svona nokkuð, virðist sem greina megi flokkspólitískar línur í landslaginu en þar kann að spila inní að fyrir ekki svo löngu vakti Ágústa Eva athygli fyrir djúpstæða aðdáun á Ólafi Ragnari Grímssyni og svo það að Reykjavíkurdætur skilgreina sig sem femínískt fyrirbæri. Húrra Ágústa Eva Hér má sjá fáeinar athugasemdir fólks sem er ákaflega ánægð með mótmæli Ágústu Evu: Jón Magnússon lögmaður segir á Facebooksíðu sinn: „Flott hjá Ágústu Evu að sitja ekki undir verstu tegund af íslenskri lágmenningu sem Gísli Marteinn bauð upp á í fjölskylduþætti sínum á RÚV í gær með því að fá Reykjavíkurdætur í subbulegan gjörning í lok þáttar síns. Ágústa Eva hefur greinilega betri skilning á því hvað er boðlegt en þáttastjórnandinn. Hún á virkilega hrós skilið fyrir að hafa hugrekki til að gera það sem flestum ofbýður en telja sig þurfa að sitja undir. Við þurfum aldrei að láta bjóða okkur subbulega lágmenningu og láta sem ekkert sé. Gott Ágústa Eva.“ Bjarni Dagur Jónsson auglýsingamaður er einnig ánægður og segir á síðu Jóns: „Ágústa Eva; 12 stig ! 12 points.“ Og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson tjáir sig um málið á Facebook: „Þarna er ég sammála Ágústu Evu og einstaklingur hefur alltaf rétt á að ganga út úr óþægilegum aðstæðum.“ Margrét Friðriksdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir einarða afstöðu sína í trúmálum, segir: „Sammála Ágústu, hallærislegasta atriði sem sést hefur lengi og alls ekki barnvænt, vanvirðing og subbulegt með öllu.“ Borgarfulltrúinn Hildur Sverrisdóttir er á óræðum slóðum þegar hún segir: „Til hamingju Ísland. Hneykslunarhringurinn er fullkomnaður.“Tvíbent afstaða Ágústu Evu Svo eru þeir sem vilja velta upp spurningunni hvort Ágústa Eva sé endilega sú rétta til að setja ofaní við listamenn. Og nú bregður svo við að þar eru áberandi menningarinnar menn.Kæra Ágústa Eva. Það er móðgandi og mjög óábyrgt af þér að tala um nauðgun í þessu samhengi. Fleira var það ekki. pic.twitter.com/cJ9vYM8mwl — Ingileif Fridriks (@ingileiff) February 27, 2016Þolum við betur outrageous rappara af karlkyni en kvenkyni? #vikan — Katrín Júlíusdóttir (@katrinjul) February 27, 2016en meikaði samt ekki að hlusta á Reykjavíkurdætur í 1 min í viðbót... #hræsni#vikanpic.twitter.com/apa8v3ZBBB — Dísa ljósálfur (@barathordis) February 27, 2016Sjáiði þetta ekki? Ágústa Eva er komin í nýjan karakter: verndar börnin, dýrkar ÓRG, hatar @RVKdaetur. Næsta stunt er að hún sé zíónisti. — Eydís Blöndal (@eydisblondal) February 27, 2016 Bergsteinn Sigurðsson menningarritstjóri á RÚV segir: „Næst þegar einhver stendur mig að því að vera ekki samkvæmur sjálfum mér (sem gerist oft) segist ég bara vera að standa með sjálfum mér.“ Egill Helgason sjónvarpsmaður tjáir sig á Facebookvegg Harðar Ágústssonar: „Óþægilegur skortur á umburðarlyndi Hordur Agustsson. Og að fólk skuli fagna þessu! Eiginlega njóta þess að hneykslast.“ „Eitthvað random um Reykjavíkurdætur og hvað konur mega gera og mega ekki gera. Hefði ekki verið hægt að komast hjá svona ves‘ með því að láta gesti þáttarins vita hvað var í bígerð? Það er t.d. góð regla að láta alltaf vita áður en maður setur upp strap-on,“ segir Kristrún Heiða á Facebook-síðu sinni en hún starfar hjá Forlaginu. „Nokkrar spurningar: Eru Reykjavíkurdætur ekki örugglega í karakter? Sona svipað og Sylvía Nótt var? Erum við í alvörunni svona prude? Og nei. Ég nenni ekki að réttlæta það í kílómetralöngum þræði af hverju mér fannst þetta atriði í góðu lagi. Fannst það bara,“ skrifar Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar. Og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar stuttan pistil um málið: „Reykjavíkurdætur: eru það ekki litlu stelpurnar sem Ágústa Eva neitaði að hitta á einhverri barnasamkomu hér um árið sem Silvía Nótt en sendi Lollu í staðinn í því hlutverki? Og hafa nú aftur upplifað höfnun af því að þær hafa enn ekki fattað að Silvía Nótt var ekki fyrirmynd heldur skrýmsli skapað úr spegilmynd. Ágústa virkar á mig sem andstæða hins meðvirka einstaklings - eiginlega er hún hinn mótvirki einstaklingur. Hefði verið gaman að sjá hvernig hún hefði tæklað viðtal við Silvíu Nótt á sínum tíma.“ „Ef Reykjavíkurdætur væru Reykjavíkursynir væri enginn að velta því fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið ef kvenkyns flytjendur hefðu komið fram eins og þeir. Við erum vön að spegla konur í karlmönnum - en ekki öfugt,“ ritar Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata.Þá vitum viđ hvernig Ágústa Eva bregst viđ her af Sylvíu Nótt. #vikan — Birgir Ö Steinarsson (@bigital) February 27, 20161. Tala vel um ÓRG í fjölmiðlum 2. Hneykslast á dónalegu femínistunum 3. Fara í framboð fyrir Framsókn Til hamingju Ísland #vikan — Oddur Ástráðsson (@oddura) February 27, 2016Tvístígandi Svo eru þeir sem vita bara ekkert hvað þeim á að finnast um þetta. Einn þeirra er Hörður Ágústsson hjá Macland, sem deilir eftirfarandi athugasemd: „Skil ekkert. Það er allt öfugt og upp er niður. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað var svona hræðilegt? Jón Valur Jensson er nefnilega ekki búinn að blogga.“ Og skemmtikrafturinn Sóli Hólm, sem einmitt var einn gesta Gísla Marteins þegar hið umdeilda atvik kom upp, veit varla í þennan heim né annan. Sóli tjáir sig um málið á Twitter: „Ég hélt fyrst að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með @RVKdaetur og velti fyrir mér að gera það sama. No joke. #vikan“ Breki Logason fyrrverandi fjölmiðlamaður vissi heldur ekki hvaðan á sig stóð veðrið: „Ég beið eftir því að Ágústa Eva myndi ýta á gullhnappinn,“ segir hann á Twitter. Og talsmaður útvegerðarmanna, bókmenntafræðingurinn Karen Kjartansdóttir, veltir fyrir sér póstmódernískum eigindum málsins: „Ágústa Eva vissi að Silvía var ekkert fyrir alla og krafðist þess að ekki að vera meðtekin í öllum hópum. Fólk mátti hneykslast, það var partur af atriðinu. Ég minnist þess meira að segja að hafa heyrt hana snupra foreldra sem töldu Silvíu Nótt fína bjarnastjörnu. Annars fyndið og póstmódernískt að sjá fólk hneykslast yfir því atriði, sem augljóslega á að hneyksla, hneyksli.“ Þetta er pottþétt gjörningur hjá Ágústu Evu..ekki séns að henni sé svona misboðið og vilji vernda börnin #vikanpic.twitter.com/hIGdT7ZxDS — Valgerður Björk (@valgerdurbjork) February 27, 2016Reykjavíkurdætur eru töff concept. Ágústa Eva er töff fyrir að gera það sem hún vill þá og þegar. Annað á ekki að skipta máli.#Vikan — Ragnheiður Inga (@ragnheiduringa) February 27, 2016Ég vil samt benda á það var miklu fyndnara þegar hún var miður sín yfir því að það væri verið að skemma 17. Júní fyrir börnunum með mótmælum — Krummi (@hrafnjonsson) February 27, 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30 Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en það þegar leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi. Þetta var undir atriði sem rappsveitin Reykjavíkurdætur flutti og framdi. Ágústa Eva hefur tjáð sig um málið, sagt að sér hafi ofboðið atriðið, sér hafi liðið eins og sér hafi verið nauðgað, hún hafi ekki verið ráðin til að taka þátt í lágkúru sem þessari. Nokkuð skiptar skoðanir eru um þessa útgöngu Ágústu Evu. Nokkrir vekja á því athygli á Twitter, undir myllumerkinu „vikan“, að hér sé ekki við hæfi að tala um að sér sé nauðgað – með því sé verið að gera lítið úr glæpi sem þeim. Og svo eru þeir sem skilja hvorki upp né niður í tiltækinu. Og svo er sjálfur þáttastjórnandinn, Gísli Marteinn, sem segir á Twitter: „Það er ekkert gaman nema það séu umdeild atvik.“ Að öðru leyti skiptast menn í tvö horn og má sjá það á samfélagsmiðlum og í athugsemdakerfum fjölmiðlanna. Þarna togast einkum á tvö sjónarmið, annars vegar þau að atriði Reykjavíkurdætra hafi verið fyrir neðan allar hellur og því frábært hjá Ágústu Evu að mótmæla því. Svo eru þeir sem telja Ágústu Evu einhvern ótrúverðugasta gagnrýnanda meintrar lágkúru, verandi sú sem bauð landsmönnum uppá Silvíu Nótt um árið. Reyndar má velta því fyrir sér hvort Ágústa Eva sé ekki einmitt sjálfri sér samkvæm því alteregóið Silvíu Nótt má einmitt túlka sem ádeilu á lágkúru.Við hrópum "sjúgðu á mér tittlinginn" og allir fagna en þegar @RVKdaetur tala um sníp eru kyndlar og heygafflar dregnir fram. Stfu — ÚLFUR ÚLFUR!! (@ulfurulfur) February 27, 2016 En, skoðum hvað menn hafa til málanna að leggja í þessu samhengi. Fljótt á litið, þó erfitt sé að alhæfa um svona nokkuð, virðist sem greina megi flokkspólitískar línur í landslaginu en þar kann að spila inní að fyrir ekki svo löngu vakti Ágústa Eva athygli fyrir djúpstæða aðdáun á Ólafi Ragnari Grímssyni og svo það að Reykjavíkurdætur skilgreina sig sem femínískt fyrirbæri. Húrra Ágústa Eva Hér má sjá fáeinar athugasemdir fólks sem er ákaflega ánægð með mótmæli Ágústu Evu: Jón Magnússon lögmaður segir á Facebooksíðu sinn: „Flott hjá Ágústu Evu að sitja ekki undir verstu tegund af íslenskri lágmenningu sem Gísli Marteinn bauð upp á í fjölskylduþætti sínum á RÚV í gær með því að fá Reykjavíkurdætur í subbulegan gjörning í lok þáttar síns. Ágústa Eva hefur greinilega betri skilning á því hvað er boðlegt en þáttastjórnandinn. Hún á virkilega hrós skilið fyrir að hafa hugrekki til að gera það sem flestum ofbýður en telja sig þurfa að sitja undir. Við þurfum aldrei að láta bjóða okkur subbulega lágmenningu og láta sem ekkert sé. Gott Ágústa Eva.“ Bjarni Dagur Jónsson auglýsingamaður er einnig ánægður og segir á síðu Jóns: „Ágústa Eva; 12 stig ! 12 points.“ Og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson tjáir sig um málið á Facebook: „Þarna er ég sammála Ágústu Evu og einstaklingur hefur alltaf rétt á að ganga út úr óþægilegum aðstæðum.“ Margrét Friðriksdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir einarða afstöðu sína í trúmálum, segir: „Sammála Ágústu, hallærislegasta atriði sem sést hefur lengi og alls ekki barnvænt, vanvirðing og subbulegt með öllu.“ Borgarfulltrúinn Hildur Sverrisdóttir er á óræðum slóðum þegar hún segir: „Til hamingju Ísland. Hneykslunarhringurinn er fullkomnaður.“Tvíbent afstaða Ágústu Evu Svo eru þeir sem vilja velta upp spurningunni hvort Ágústa Eva sé endilega sú rétta til að setja ofaní við listamenn. Og nú bregður svo við að þar eru áberandi menningarinnar menn.Kæra Ágústa Eva. Það er móðgandi og mjög óábyrgt af þér að tala um nauðgun í þessu samhengi. Fleira var það ekki. pic.twitter.com/cJ9vYM8mwl — Ingileif Fridriks (@ingileiff) February 27, 2016Þolum við betur outrageous rappara af karlkyni en kvenkyni? #vikan — Katrín Júlíusdóttir (@katrinjul) February 27, 2016en meikaði samt ekki að hlusta á Reykjavíkurdætur í 1 min í viðbót... #hræsni#vikanpic.twitter.com/apa8v3ZBBB — Dísa ljósálfur (@barathordis) February 27, 2016Sjáiði þetta ekki? Ágústa Eva er komin í nýjan karakter: verndar börnin, dýrkar ÓRG, hatar @RVKdaetur. Næsta stunt er að hún sé zíónisti. — Eydís Blöndal (@eydisblondal) February 27, 2016 Bergsteinn Sigurðsson menningarritstjóri á RÚV segir: „Næst þegar einhver stendur mig að því að vera ekki samkvæmur sjálfum mér (sem gerist oft) segist ég bara vera að standa með sjálfum mér.“ Egill Helgason sjónvarpsmaður tjáir sig á Facebookvegg Harðar Ágústssonar: „Óþægilegur skortur á umburðarlyndi Hordur Agustsson. Og að fólk skuli fagna þessu! Eiginlega njóta þess að hneykslast.“ „Eitthvað random um Reykjavíkurdætur og hvað konur mega gera og mega ekki gera. Hefði ekki verið hægt að komast hjá svona ves‘ með því að láta gesti þáttarins vita hvað var í bígerð? Það er t.d. góð regla að láta alltaf vita áður en maður setur upp strap-on,“ segir Kristrún Heiða á Facebook-síðu sinni en hún starfar hjá Forlaginu. „Nokkrar spurningar: Eru Reykjavíkurdætur ekki örugglega í karakter? Sona svipað og Sylvía Nótt var? Erum við í alvörunni svona prude? Og nei. Ég nenni ekki að réttlæta það í kílómetralöngum þræði af hverju mér fannst þetta atriði í góðu lagi. Fannst það bara,“ skrifar Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar. Og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar stuttan pistil um málið: „Reykjavíkurdætur: eru það ekki litlu stelpurnar sem Ágústa Eva neitaði að hitta á einhverri barnasamkomu hér um árið sem Silvía Nótt en sendi Lollu í staðinn í því hlutverki? Og hafa nú aftur upplifað höfnun af því að þær hafa enn ekki fattað að Silvía Nótt var ekki fyrirmynd heldur skrýmsli skapað úr spegilmynd. Ágústa virkar á mig sem andstæða hins meðvirka einstaklings - eiginlega er hún hinn mótvirki einstaklingur. Hefði verið gaman að sjá hvernig hún hefði tæklað viðtal við Silvíu Nótt á sínum tíma.“ „Ef Reykjavíkurdætur væru Reykjavíkursynir væri enginn að velta því fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið ef kvenkyns flytjendur hefðu komið fram eins og þeir. Við erum vön að spegla konur í karlmönnum - en ekki öfugt,“ ritar Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata.Þá vitum viđ hvernig Ágústa Eva bregst viđ her af Sylvíu Nótt. #vikan — Birgir Ö Steinarsson (@bigital) February 27, 20161. Tala vel um ÓRG í fjölmiðlum 2. Hneykslast á dónalegu femínistunum 3. Fara í framboð fyrir Framsókn Til hamingju Ísland #vikan — Oddur Ástráðsson (@oddura) February 27, 2016Tvístígandi Svo eru þeir sem vita bara ekkert hvað þeim á að finnast um þetta. Einn þeirra er Hörður Ágústsson hjá Macland, sem deilir eftirfarandi athugasemd: „Skil ekkert. Það er allt öfugt og upp er niður. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað var svona hræðilegt? Jón Valur Jensson er nefnilega ekki búinn að blogga.“ Og skemmtikrafturinn Sóli Hólm, sem einmitt var einn gesta Gísla Marteins þegar hið umdeilda atvik kom upp, veit varla í þennan heim né annan. Sóli tjáir sig um málið á Twitter: „Ég hélt fyrst að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með @RVKdaetur og velti fyrir mér að gera það sama. No joke. #vikan“ Breki Logason fyrrverandi fjölmiðlamaður vissi heldur ekki hvaðan á sig stóð veðrið: „Ég beið eftir því að Ágústa Eva myndi ýta á gullhnappinn,“ segir hann á Twitter. Og talsmaður útvegerðarmanna, bókmenntafræðingurinn Karen Kjartansdóttir, veltir fyrir sér póstmódernískum eigindum málsins: „Ágústa Eva vissi að Silvía var ekkert fyrir alla og krafðist þess að ekki að vera meðtekin í öllum hópum. Fólk mátti hneykslast, það var partur af atriðinu. Ég minnist þess meira að segja að hafa heyrt hana snupra foreldra sem töldu Silvíu Nótt fína bjarnastjörnu. Annars fyndið og póstmódernískt að sjá fólk hneykslast yfir því atriði, sem augljóslega á að hneyksla, hneyksli.“ Þetta er pottþétt gjörningur hjá Ágústu Evu..ekki séns að henni sé svona misboðið og vilji vernda börnin #vikanpic.twitter.com/hIGdT7ZxDS — Valgerður Björk (@valgerdurbjork) February 27, 2016Reykjavíkurdætur eru töff concept. Ágústa Eva er töff fyrir að gera það sem hún vill þá og þegar. Annað á ekki að skipta máli.#Vikan — Ragnheiður Inga (@ragnheiduringa) February 27, 2016Ég vil samt benda á það var miklu fyndnara þegar hún var miður sín yfir því að það væri verið að skemma 17. Júní fyrir börnunum með mótmælum — Krummi (@hrafnjonsson) February 27, 2016
Tengdar fréttir Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30 Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30
Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35
Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57