Hrútar hlutu ellefu verðlaun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2016 21:43 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson úti í Cannes. vísir/hanna Kvikmyndin Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í kvöld. Myndin hlaut ellefu verðlaun m.a. annars sem kvikmynd ársins, leikstjórn ársins, leikara í aðal og aukahlutverki. Myndin var tilnefnd alls til þrettán verðlauna en hlaut ekki verðlaun fyrir tónlist ársins og brellur ársins. Fyrrnefndu verðlaunin féllu í skaut Jóhanns Jóhannssonar, Hildar Guðnadóttur og Rutger Hoedemækers fyrir Ófærð en þau síðarnefndu hlutu Sigurjón F. Garðarsson og RVX Studios einnig fyrir Ófærð. Ófærð hlaut næstflest verðalun eða þrjú talsins. Auk verðlaunanna tveggja sem áður hafa verið nefnd var þátturinn valinn leikið sjónvarpsefni ársins. Réttur hlaut tvenn verðlaun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Birna Rún Eiríksdóttir besta leikkona í aukahlutverki. Þá hlaut Ævar vísindamaður tvenn verðlaun, bæði fyrir besta barna- og unglingaefnið og sem lífstílsþáttur ársins. Heiðursverðlaunin að þessu hlaut Ragna Fossberg sem hefur haft hendur í hári og andliti íslenskra leikara í hátt í hálfa öld. Ellefu verðlaun Hrúta þýða að myndin er sú mynd sem hefur hlotið næstflest verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni frá upphafi en metið á Vonarstræti, kvikmynd Baldvins Z, sem fékk tólf verðlaun í fyrra. Kvikmyndirnar Fúsi, í leikstjórn Dags Kára, og Þrestir, eftir Rúnar Rúnarsson, voru tilnefndar til tólf og tíu verðlauna en fóru án verðlauna af hátíðinni. Lista yfir verðlaunahafa kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.Hljóð ársins – Huldar Freyr Arnarson og Björn Viktorss (Hrútar)Leikari í aðalhlutverki – Sigurður Sigurjónsson (Hrútar)Leikari í aukahlutverki – Theódór Júlíusson (Hrútar)Handrit ársins – (Hrútar)Leikstjórn ársins – Grímur Hákonarson (Hrútar)Gervi ársins – Kristín Júlía Kristjánsdóttir (Hrútar) Leikmynd ársins – Bjarni Massi Sigurbjörnsson (Hrútar)Búningar ársins – Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir (Hrútar)Kvikmyndataka ársins – Sturla Brandth Grovlen (Hrútar)Klipping ársins – Kristján Loðmfjörð (Hrútar)Kvikmynd ársins - HrútarLeikkona í aukahlutverki – Birna Rún Eiríksdóttir (Réttur)Leikkona í aðalhluverki – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Réttur)Leikið sjónvarpsefni ársins – Ófærð Brellur ársins – Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX (Ófærð)Tónlist ársins – Jóhann Jóhannson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers (Ófærð)Heimildarmynd ársins – Hvað er svona merkilegt við það (RÚV)Skemmtiþáttur ársins – Árið er (RÚV)Menningarþáttur ársins – Öldin okkar (RÚV)Frétta- eða viðtalsþáttur ársins – Kastljós (RÚV)Sjónvarsmaður ársins – Helgi Seljan (RÚV)Barna- og unglinga efni – Ævar vísindamaðurLífstílsþáttur ársins – Ævar vísindamaðurStuttmynd ársins – Regnbogapartý Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í kvöld. Myndin hlaut ellefu verðlaun m.a. annars sem kvikmynd ársins, leikstjórn ársins, leikara í aðal og aukahlutverki. Myndin var tilnefnd alls til þrettán verðlauna en hlaut ekki verðlaun fyrir tónlist ársins og brellur ársins. Fyrrnefndu verðlaunin féllu í skaut Jóhanns Jóhannssonar, Hildar Guðnadóttur og Rutger Hoedemækers fyrir Ófærð en þau síðarnefndu hlutu Sigurjón F. Garðarsson og RVX Studios einnig fyrir Ófærð. Ófærð hlaut næstflest verðalun eða þrjú talsins. Auk verðlaunanna tveggja sem áður hafa verið nefnd var þátturinn valinn leikið sjónvarpsefni ársins. Réttur hlaut tvenn verðlaun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Birna Rún Eiríksdóttir besta leikkona í aukahlutverki. Þá hlaut Ævar vísindamaður tvenn verðlaun, bæði fyrir besta barna- og unglingaefnið og sem lífstílsþáttur ársins. Heiðursverðlaunin að þessu hlaut Ragna Fossberg sem hefur haft hendur í hári og andliti íslenskra leikara í hátt í hálfa öld. Ellefu verðlaun Hrúta þýða að myndin er sú mynd sem hefur hlotið næstflest verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni frá upphafi en metið á Vonarstræti, kvikmynd Baldvins Z, sem fékk tólf verðlaun í fyrra. Kvikmyndirnar Fúsi, í leikstjórn Dags Kára, og Þrestir, eftir Rúnar Rúnarsson, voru tilnefndar til tólf og tíu verðlauna en fóru án verðlauna af hátíðinni. Lista yfir verðlaunahafa kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.Hljóð ársins – Huldar Freyr Arnarson og Björn Viktorss (Hrútar)Leikari í aðalhlutverki – Sigurður Sigurjónsson (Hrútar)Leikari í aukahlutverki – Theódór Júlíusson (Hrútar)Handrit ársins – (Hrútar)Leikstjórn ársins – Grímur Hákonarson (Hrútar)Gervi ársins – Kristín Júlía Kristjánsdóttir (Hrútar) Leikmynd ársins – Bjarni Massi Sigurbjörnsson (Hrútar)Búningar ársins – Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir (Hrútar)Kvikmyndataka ársins – Sturla Brandth Grovlen (Hrútar)Klipping ársins – Kristján Loðmfjörð (Hrútar)Kvikmynd ársins - HrútarLeikkona í aukahlutverki – Birna Rún Eiríksdóttir (Réttur)Leikkona í aðalhluverki – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Réttur)Leikið sjónvarpsefni ársins – Ófærð Brellur ársins – Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX (Ófærð)Tónlist ársins – Jóhann Jóhannson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers (Ófærð)Heimildarmynd ársins – Hvað er svona merkilegt við það (RÚV)Skemmtiþáttur ársins – Árið er (RÚV)Menningarþáttur ársins – Öldin okkar (RÚV)Frétta- eða viðtalsþáttur ársins – Kastljós (RÚV)Sjónvarsmaður ársins – Helgi Seljan (RÚV)Barna- og unglinga efni – Ævar vísindamaðurLífstílsþáttur ársins – Ævar vísindamaðurStuttmynd ársins – Regnbogapartý
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira