Hátískufatnaður á hársýningu Bpro Kynnir skrifar 11. febrúar 2016 17:00 Giles Deacon Glamour/getty Á laugardag heldur heildsalan Bpro eina stærstu hársýningu sem haldin hefur verið hér heima, í samstarfi við Glamour, Ölgerðina, Labelm, Reykjavík Makeup School, Hárakademíuna og Sign. Sýningin er ætluð fagfólki í hárbransanum þar sem farið verður yfir allt það nýjasta í hártískunni. Teymi frá Toni&Guy mun sjá um hárið, sem spilar stærstan þátt í sýningunni. Um förðun sjá þær Silla og Sara, eigendur Reykjavík Makeup School, ásamt vel völdu teymi útskrifaðra nemenda frá þeim. Fatnaðurinn sem fyrirsæturnar klæðast á sýningunni verða ekki af verri endanum, en það er enginn annar en fatahönnuðurinn Giles Deacon sem lánar þau fyrir tilefnið. Giles Deacon hefur starfað hjá ekki minni tískuhúsum en Bottega Veneta og Gucci, en það var enginn annar en Tom Ford sjálfur sem réði hann til Gucci, þar sem hann starfaði til ársins 2004, en þá sýndi hann í fyrsta sinn línu í eigin nafni á tískuvikunni í London. Árið 2010 tók hann við stöðu creative director hjá franska tískufyrirtækinu Ungaro, ásamt því að sinna eigin merki samhliða því. Að auki hefur hann verið dómari í fyrirsætuþættinum vinsæla Britain's Next Top Model. Það er því mikill heiður að fá fatnað frá svo stóru nafni hingað heim og verður spennandi að sjá útkomuna. Hér fyrir neðan má sjá fatnað af sýningu Giles fyrir spring/summer 2016. Aldrei að vita nema eitthvað af þessu rati á pallana hér heima. Glamour Tíska Mest lesið Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Glamour
Á laugardag heldur heildsalan Bpro eina stærstu hársýningu sem haldin hefur verið hér heima, í samstarfi við Glamour, Ölgerðina, Labelm, Reykjavík Makeup School, Hárakademíuna og Sign. Sýningin er ætluð fagfólki í hárbransanum þar sem farið verður yfir allt það nýjasta í hártískunni. Teymi frá Toni&Guy mun sjá um hárið, sem spilar stærstan þátt í sýningunni. Um förðun sjá þær Silla og Sara, eigendur Reykjavík Makeup School, ásamt vel völdu teymi útskrifaðra nemenda frá þeim. Fatnaðurinn sem fyrirsæturnar klæðast á sýningunni verða ekki af verri endanum, en það er enginn annar en fatahönnuðurinn Giles Deacon sem lánar þau fyrir tilefnið. Giles Deacon hefur starfað hjá ekki minni tískuhúsum en Bottega Veneta og Gucci, en það var enginn annar en Tom Ford sjálfur sem réði hann til Gucci, þar sem hann starfaði til ársins 2004, en þá sýndi hann í fyrsta sinn línu í eigin nafni á tískuvikunni í London. Árið 2010 tók hann við stöðu creative director hjá franska tískufyrirtækinu Ungaro, ásamt því að sinna eigin merki samhliða því. Að auki hefur hann verið dómari í fyrirsætuþættinum vinsæla Britain's Next Top Model. Það er því mikill heiður að fá fatnað frá svo stóru nafni hingað heim og verður spennandi að sjá útkomuna. Hér fyrir neðan má sjá fatnað af sýningu Giles fyrir spring/summer 2016. Aldrei að vita nema eitthvað af þessu rati á pallana hér heima.
Glamour Tíska Mest lesið Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Glamour