Sport

Samkynhneigðir „verri en dýr“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hnefaleikakappinn Manny Pacquaio hefur vakið mikla reiði með því að halda því fram að samkynhneigt fólk sé „verra en dýr“.

Pacquiao er nú að bjóða sig fram til þingstarfa á Filippseyjunum en talið er að hann sé með því að undirbúa forsetaframboð í framtíðinni.

Íþróttaferli hans er þó ekki lokið en hann áætlar að berjast einu sinni enn, í apríl næstkomandi.

Í framboðinu hefur Pacquaio gefið sig út sem afar trúaaðan og kom áðurnefndum skoðunum á framfæri í sjónvarpsþætti.

„Sérðu dýr af sama kyni makast? Dýr eru betri því þau gera greinamun á karldýrum og kvendýrum. Ef karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnnum og konur með öðrum konum eru þau verri en dýr.“

Pacquaio hefur síðan að þessi ummæli birtust beðist afsökunar á Facebook-síðu sinni.

I'm sorry for hurting people by comparing homosexuals to animals. Please forgive me for those I've hurt. I still stand...

Posted by Manny Pacquiao on Tuesday, February 16, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×