Edda skiptir sér af Brynhildur Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 11:30 Hér reynir Jónína sig við glæpasöguformið og ferst það prýðilega úr hendi. Bækur Konan í blokkinni Jónína Leósdóttir 292 síður Mál og menning 2015 Kápa: Halla Sigga/Forlagið Prentuð í ÍsafoldarprentsmiðjuAð fara á eftirlaun eru ein síðustu stóru tímamótin í lífinu. Þá er fólki sem hefur fram að því mætt í vinnu á hverjum einasta degi síðan það lauk námi gert að hætta að vinna og fara að gera „eitthvað annað“. Það er misjafnt hvernig þessi tímamót leggjast í fólk. Sumir sjá þau í hillingum og skipuleggja líf fullt af kaffihúsaferðum, barnabarnagæslu eða golfhringjum á meðan aðra hryllir við tilhugsuninni um að vakna á morgnana án þess að hafa skilgreind verkefni þann daginn. Aðalpersónan í bók Jónínu Leósdóttur, Konan í blokkinni, sver sig í síðarnefnda hópinn. Edda er glæsileg kona sem finnst grautfúlt þegar hún er skikkuð til að hætta að vinna, langt fyrir aldur fram að því er henni finnst. Hún deyr þó ekki ráðalaus og tekur að sér að leysa ferðamannavandann eins og hann leggur sig, einn túrista í einu, fjölskyldu sinni til mikillar hrellingar. Þegar hún fær bréf frá syni gamallar pennavinkonu sem hefur áhyggjur af afdrifum móður sinnar finnst henni eins og hún hafi himin höndum tekið og tekur strax að grafast fyrir um ferðir þessarar þýsku jafnöldru sinnar en leið hennar virðist hafa legið til Íslands. Á meðan vindur upp á sig hliðarsaga konu sem vaknar nánast minnislaus, bundin og kefluð og veit hvorki hvar hún er né man hún atburðarásina sem varð til þess að hún lenti í þessum skelfilegu aðstæðum. Þessar tvær sögur renna hlið við hlið þar til þær snertast og úr verður hin ágætasta afþreying."Jónína Leósdóttir er einstaklega skemmtilegur rithöfundur sem hefur komið víða við í skrifum sínum," segir í dómnum.Jónína Leósdóttir er einstaklega skemmtilegur rithöfundur sem hefur komið víða við í skrifum sínum. Hún var lengi vel einn ástsælasti pistlahöfundur landsins, skrifaði unglingabækur sem tóku á viðkvæmum málefnum af alúð og virðingu og svo liggja eftir hana nokkrar skáldsögur fyrir fullorðna sem eru ríkar af höfundareinkennum Jónínu, efnistökin hlý og persónuleg og frásagnarhátturinn skemmtilegur og litríkur. Hér reynir Jónína sig við glæpasöguformið og ferst það prýðilega úr hendi. Edda er áhugaverð aðalpersóna sem þrátt fyrir að vera komin á eftirlaun, eða kannski einmitt þessvegna, tekur þátt í lífinu og lætur sér koma ýmislegt við. Aðrar persónur eru einnig skýrt dregnar. Má þar nefna persónu Steinunnar sem við kynnumst á annan hátt en hinum þar sem við fylgjumst með henni í fyrstu persónu ef svo má segja. Sagan er raunsærri en margar systur hennar úr glæpaheimum hérlendis, atburðirnir eru hæfilega hversdagslegir til að þeir gætu vel hafa gerst með þeim hætti sem lýst er. Bókin vekur lesandann einnig til umhugsunar um fjarlægðina milli fólks, milli nágranna og jafnvel innan fjölskyldna, þar sem fólk sem ætti að vera náið veit ekkert hvað er á seyði hjá þeim sem búa hinum megin við ganginn, og dyggðina sem virðist felast í því að skipta sér ekki af, alveg sama hvað á gengur. Edda gefur þau fyrirheit í þessari bók að hún ætli ekki að láta sér neitt mannlegt óviðkomandi. Það er ljóst af forsíðu bókarinnar að hún á eftir að leysa fleiri ráðgátur og ég verð að segja að ég hlakka til að lesa um fleiri Eddumál. Samantekt: Spennandi og vel skrifuð afþreying sem gefur fyrirheit um skemmtilegt lesefni til framtíðar. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Konan í blokkinni Jónína Leósdóttir 292 síður Mál og menning 2015 Kápa: Halla Sigga/Forlagið Prentuð í ÍsafoldarprentsmiðjuAð fara á eftirlaun eru ein síðustu stóru tímamótin í lífinu. Þá er fólki sem hefur fram að því mætt í vinnu á hverjum einasta degi síðan það lauk námi gert að hætta að vinna og fara að gera „eitthvað annað“. Það er misjafnt hvernig þessi tímamót leggjast í fólk. Sumir sjá þau í hillingum og skipuleggja líf fullt af kaffihúsaferðum, barnabarnagæslu eða golfhringjum á meðan aðra hryllir við tilhugsuninni um að vakna á morgnana án þess að hafa skilgreind verkefni þann daginn. Aðalpersónan í bók Jónínu Leósdóttur, Konan í blokkinni, sver sig í síðarnefnda hópinn. Edda er glæsileg kona sem finnst grautfúlt þegar hún er skikkuð til að hætta að vinna, langt fyrir aldur fram að því er henni finnst. Hún deyr þó ekki ráðalaus og tekur að sér að leysa ferðamannavandann eins og hann leggur sig, einn túrista í einu, fjölskyldu sinni til mikillar hrellingar. Þegar hún fær bréf frá syni gamallar pennavinkonu sem hefur áhyggjur af afdrifum móður sinnar finnst henni eins og hún hafi himin höndum tekið og tekur strax að grafast fyrir um ferðir þessarar þýsku jafnöldru sinnar en leið hennar virðist hafa legið til Íslands. Á meðan vindur upp á sig hliðarsaga konu sem vaknar nánast minnislaus, bundin og kefluð og veit hvorki hvar hún er né man hún atburðarásina sem varð til þess að hún lenti í þessum skelfilegu aðstæðum. Þessar tvær sögur renna hlið við hlið þar til þær snertast og úr verður hin ágætasta afþreying."Jónína Leósdóttir er einstaklega skemmtilegur rithöfundur sem hefur komið víða við í skrifum sínum," segir í dómnum.Jónína Leósdóttir er einstaklega skemmtilegur rithöfundur sem hefur komið víða við í skrifum sínum. Hún var lengi vel einn ástsælasti pistlahöfundur landsins, skrifaði unglingabækur sem tóku á viðkvæmum málefnum af alúð og virðingu og svo liggja eftir hana nokkrar skáldsögur fyrir fullorðna sem eru ríkar af höfundareinkennum Jónínu, efnistökin hlý og persónuleg og frásagnarhátturinn skemmtilegur og litríkur. Hér reynir Jónína sig við glæpasöguformið og ferst það prýðilega úr hendi. Edda er áhugaverð aðalpersóna sem þrátt fyrir að vera komin á eftirlaun, eða kannski einmitt þessvegna, tekur þátt í lífinu og lætur sér koma ýmislegt við. Aðrar persónur eru einnig skýrt dregnar. Má þar nefna persónu Steinunnar sem við kynnumst á annan hátt en hinum þar sem við fylgjumst með henni í fyrstu persónu ef svo má segja. Sagan er raunsærri en margar systur hennar úr glæpaheimum hérlendis, atburðirnir eru hæfilega hversdagslegir til að þeir gætu vel hafa gerst með þeim hætti sem lýst er. Bókin vekur lesandann einnig til umhugsunar um fjarlægðina milli fólks, milli nágranna og jafnvel innan fjölskyldna, þar sem fólk sem ætti að vera náið veit ekkert hvað er á seyði hjá þeim sem búa hinum megin við ganginn, og dyggðina sem virðist felast í því að skipta sér ekki af, alveg sama hvað á gengur. Edda gefur þau fyrirheit í þessari bók að hún ætli ekki að láta sér neitt mannlegt óviðkomandi. Það er ljóst af forsíðu bókarinnar að hún á eftir að leysa fleiri ráðgátur og ég verð að segja að ég hlakka til að lesa um fleiri Eddumál. Samantekt: Spennandi og vel skrifuð afþreying sem gefur fyrirheit um skemmtilegt lesefni til framtíðar.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira