Nei eða já Magnús Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2016 09:45 Vínmenning er forvitnilegt hugtak sem kemur reglulega upp í umræðunni um frjálsa sölu áfengis. Ef við gefum okkur það að hér sá átt við þann hluta menningar sem fellur undir siðmenningu, því tæpast er hér vísað til almenns þroska hugar og handar, þá er vísað til þess sem við sem samfélag gerum að háttum okkar og siðum. Þannig að með hugtakinu vínmenning er líkast til leitast við að siðmennta og siðfága áfengisneyslu þjóðarinnar. Víða í hinum vestræna heimi hefur vínmenning þótt standa íslenskum drykkjusiðum framar. Enda er þar um að ræða samfélög þar sem víndrykkja er rótgróinn hluti af eiginlegri siðmenningu viðkomandi þjóða, venjum þeirra og háttum. En því miður eru vandamálin því tengd með sama hætti umtalsvert fleiri og meiri en hér á landi svo þessi siðmenning er í raun ekki endilega eftirsóknarverð þó svo einhver sjái hana í rósrauðum bjarma. Frumvarp um frjálsa sölu áfengis liggur nú fyrir Alþingi og margir virðast horfa til þess að með auknu frelsi og bættu aðgengi að áfengi megi bæta vínmenningu þjóðarinnar. Ekkert bendir þó til þess að svo sé í raun og veru heldur þvert á móti. Allar rannsóknir og athuganir á þróun samfélaga, til að mynda í nágrannalöndum, benda mun fremur til þess að auknu aðgengi fylgi aukinn áfengisvandi. Því miður og það er engin ástæða til þess að berja hausnum við steininn hvað þetta varðar og um það virðist ekki vera deilt lengur. Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem og aðrir fylgjendur frumvarpsins hafa tilgreint fáar og fremur léttvægar ástæður þess að hér sé á ferðinni þjóðþrifamál. Má þar nefna byggðasjónarmið svo að landsmenn í hinum dreifðari byggðum hafi bætt aðgengi að áfengi. Það skýtur þó skökku við að hafa áhyggjur af þessum þætti í hversdagslífi fólks í hinum dreifðari byggðum þar sem illa gengur að sjá fólki fyrir bankaþjónustu, matvöruverslun, læknisþjónustu og annarri þjónustu sem ætti að teljast sjálfsagðari og mikilvægari en að geta hlaupið út í búð að ná sér í kippu af bjór eða flösku af hvítvíni. Þar sem sem staðhæfingar um siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða virðast halda vatni illa þá stendur í raun aðeins eftir fjárhagslegi þátturinn. Að einkaaðilar geti notið ávinningsins af því að stunda verslun með léttvín og bjór innan sinna verslana. Við skulum gefa okkur þá forsendu að það sé hið besta mál fyrir frjálsa verslun í landinu en hins vegar er hæpið að fullyrða að verðið á viðkomandi varningi lækki við þessa breytingu. Söluálagning Vínbúðanna virðist að minnsta kosti vera umtalsvert lægri en gengur og gerist í smásölu á landinu. Sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þar sem markaðurinn er fámennur. Þingheims bíður því einfalt verkefni þegar kemur að því að greiða atkvæði um áfengisfrumvarpið. Hver um sig getur sagt já og sett hagsmuni frjálsrar smávöruverslunar á oddinn eða greitt atkvæði á forsendum lýðheilsu og minni kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og sagt nei. Flóknara er það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vínmenning er forvitnilegt hugtak sem kemur reglulega upp í umræðunni um frjálsa sölu áfengis. Ef við gefum okkur það að hér sá átt við þann hluta menningar sem fellur undir siðmenningu, því tæpast er hér vísað til almenns þroska hugar og handar, þá er vísað til þess sem við sem samfélag gerum að háttum okkar og siðum. Þannig að með hugtakinu vínmenning er líkast til leitast við að siðmennta og siðfága áfengisneyslu þjóðarinnar. Víða í hinum vestræna heimi hefur vínmenning þótt standa íslenskum drykkjusiðum framar. Enda er þar um að ræða samfélög þar sem víndrykkja er rótgróinn hluti af eiginlegri siðmenningu viðkomandi þjóða, venjum þeirra og háttum. En því miður eru vandamálin því tengd með sama hætti umtalsvert fleiri og meiri en hér á landi svo þessi siðmenning er í raun ekki endilega eftirsóknarverð þó svo einhver sjái hana í rósrauðum bjarma. Frumvarp um frjálsa sölu áfengis liggur nú fyrir Alþingi og margir virðast horfa til þess að með auknu frelsi og bættu aðgengi að áfengi megi bæta vínmenningu þjóðarinnar. Ekkert bendir þó til þess að svo sé í raun og veru heldur þvert á móti. Allar rannsóknir og athuganir á þróun samfélaga, til að mynda í nágrannalöndum, benda mun fremur til þess að auknu aðgengi fylgi aukinn áfengisvandi. Því miður og það er engin ástæða til þess að berja hausnum við steininn hvað þetta varðar og um það virðist ekki vera deilt lengur. Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem og aðrir fylgjendur frumvarpsins hafa tilgreint fáar og fremur léttvægar ástæður þess að hér sé á ferðinni þjóðþrifamál. Má þar nefna byggðasjónarmið svo að landsmenn í hinum dreifðari byggðum hafi bætt aðgengi að áfengi. Það skýtur þó skökku við að hafa áhyggjur af þessum þætti í hversdagslífi fólks í hinum dreifðari byggðum þar sem illa gengur að sjá fólki fyrir bankaþjónustu, matvöruverslun, læknisþjónustu og annarri þjónustu sem ætti að teljast sjálfsagðari og mikilvægari en að geta hlaupið út í búð að ná sér í kippu af bjór eða flösku af hvítvíni. Þar sem sem staðhæfingar um siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða virðast halda vatni illa þá stendur í raun aðeins eftir fjárhagslegi þátturinn. Að einkaaðilar geti notið ávinningsins af því að stunda verslun með léttvín og bjór innan sinna verslana. Við skulum gefa okkur þá forsendu að það sé hið besta mál fyrir frjálsa verslun í landinu en hins vegar er hæpið að fullyrða að verðið á viðkomandi varningi lækki við þessa breytingu. Söluálagning Vínbúðanna virðist að minnsta kosti vera umtalsvert lægri en gengur og gerist í smásölu á landinu. Sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þar sem markaðurinn er fámennur. Þingheims bíður því einfalt verkefni þegar kemur að því að greiða atkvæði um áfengisfrumvarpið. Hver um sig getur sagt já og sett hagsmuni frjálsrar smávöruverslunar á oddinn eða greitt atkvæði á forsendum lýðheilsu og minni kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og sagt nei. Flóknara er það ekki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun