Keyrt niður miðjuna Sigríður Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 16:30 Uppistandararnir í Mið-Íslandi halda til í Þjóðleikhúskjallaranum. Vísir/Valli Uppistand Mið-Ísland 2016 Þjóðleikhúskjallarinn Uppistandarar: Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Björn Bragi Arnarsson, Halldór Laxness Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson. Þjóðleikhúskjallarinn iðar af lífi um þessar mundir eftir allt of langt hlé og gaman er að sjá rýmið notað fyrir nýtt efni og nýja sýningu frá Mið-Íslandi. Mikill uppgangur hefur verið í íslensku uppistandi síðustu misseri, eftir djúpa lægð, og hafa ungu mennirnir í Mið-Íslandi verið þar í fararbroddi. Síðasta föstudagskvöld kom allur hópurinn aftur saman eftir langt hlé en Bergur Ebbi hefur verið erlendis. Uppistandsformið virðist kannski einfalt við fyrstu sýn: Einstaklingur stendur á sviði, fer með gamanmál og áhorfendur hlæja. Svo er alls ekki. Þetta er flókið fyrirbæri. Bestu grínistarnir taka áhorfendur með í hugmyndafræðilegt ferðalag þar sem hláturinn afhjúpar hversdagslegar raunir, súrrealískar aðstæður og sýnir nýtt sjónarhorn á lífið. Jóhann Alfreð Kristinsson var kynnir kvöldsins og stóð sig með mikilli prýði, hann keyrir dagskrána áfram og hitar upp fyrir hina í hópnum án þess þó að stela senunni. Efnið hans var hnitmiðað, fjölbreytt og beitt. Þar stóð upp úr sérstaklega góð ræða um hvernig kvíðinn hefur áhrif á hans daglega líf. Bergur Ebbi Benediktsson fékk það erfiða verkefni að vera fyrstur á svið. Hann virtist örlítið ryðgaður en fann síðan taktinn eftir frekar hæga byrjun. Úttekt hans á þeim undirliggjandi pirringi sem þjakar íslensku þjóðarsálina var smellin en reiðin varð fljótlega eintóna. Halldór Laxness Halldórsson steig næstur á svið en hann leikur sér með formið, ekki banginn við að leita að nýjum tón. Ritskoðun, rapp, aumingjaleg millinöfn og barnauppeldi liggja öll til grundvallar en skemmtilegast er þó að sjá hvernig Halldór tekur áhorfendur inn, bæði með líkamsbeitingunni og grátbroslegri einlægninni. Eftir hlé tók Ari Eldjárn við stjórnartaumunum með styrkri hendi. Kímnigáfan hans er skörp og eftirherma hans af vinnustaðaskemmtistýrunni hárbeitt. Líkt og hjá Halldóri er líkamleg nálgun hans fantagóð en frásagnastíll hans einkennist af hraða. Hann hreinlega reytir af sér brandarana og gefur áhorfendum varla tíma til að gíra sig upp fyrir næsta umgang. Leiðinlegi og bitri sjoppukarlinn hans birtist áhorfendum ljóslifandi í frábærum bút um deyjandi hluta af íslenskri menningu. Að lokum rak Björn Bragi Arnarsson smiðshöggið á gott grínkvöld. Hann teygir sína anga inn í örlítið dekkri húmor þar sem orðaleikir ráða ríkjum en honum tekst einnig að þræða brandarana saman, eitthvað sem fleiri mættu taka til sín. Lífsráðgjöf frá ónefndum miðli byggt á lækningamætti appelsínuilmsins var, þótt ótrúlega megi virðast, hugmyndafræðilega línan sem hann tók í sínu spaugi og heppnaðist mjög vel. Íslenski markaðurinn er smár og krafan um endurnýjað efni er mikil en að sama skapi er plássið fyrir tilraunastarfsemi lítið. Mið-Ísland hefur verið á mikilli siglingu og sýnir stundum tvisvar sama kvöld fyrir áhorfendur á öllum aldri, slíkt getur heft efnistök. Stundum verður húmorinn hjá hópnum bitlaus þegar þeir reyna að höfða til allra í einu. Það er líka vondur ávani hjá uppistöndurum að ræða hversu mikið eða lítið áhorfendur hlæja að ákveðnum bröndurum. Þeir verða að treysta efninu, ekki taka púlsinn á svo áberandi hátt. Mið-Ísland trónir enn á toppnum í íslensku uppistandi en þess væri óskandi að hópurinn tæki formið í nýjar áttir. Þeir eru bestir þegar þeir taka áhættu og uppskera eftir því.Niðurstaða: Kostulegir kaflar en skortir áhættu. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Uppistand Mið-Ísland 2016 Þjóðleikhúskjallarinn Uppistandarar: Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Björn Bragi Arnarsson, Halldór Laxness Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson. Þjóðleikhúskjallarinn iðar af lífi um þessar mundir eftir allt of langt hlé og gaman er að sjá rýmið notað fyrir nýtt efni og nýja sýningu frá Mið-Íslandi. Mikill uppgangur hefur verið í íslensku uppistandi síðustu misseri, eftir djúpa lægð, og hafa ungu mennirnir í Mið-Íslandi verið þar í fararbroddi. Síðasta föstudagskvöld kom allur hópurinn aftur saman eftir langt hlé en Bergur Ebbi hefur verið erlendis. Uppistandsformið virðist kannski einfalt við fyrstu sýn: Einstaklingur stendur á sviði, fer með gamanmál og áhorfendur hlæja. Svo er alls ekki. Þetta er flókið fyrirbæri. Bestu grínistarnir taka áhorfendur með í hugmyndafræðilegt ferðalag þar sem hláturinn afhjúpar hversdagslegar raunir, súrrealískar aðstæður og sýnir nýtt sjónarhorn á lífið. Jóhann Alfreð Kristinsson var kynnir kvöldsins og stóð sig með mikilli prýði, hann keyrir dagskrána áfram og hitar upp fyrir hina í hópnum án þess þó að stela senunni. Efnið hans var hnitmiðað, fjölbreytt og beitt. Þar stóð upp úr sérstaklega góð ræða um hvernig kvíðinn hefur áhrif á hans daglega líf. Bergur Ebbi Benediktsson fékk það erfiða verkefni að vera fyrstur á svið. Hann virtist örlítið ryðgaður en fann síðan taktinn eftir frekar hæga byrjun. Úttekt hans á þeim undirliggjandi pirringi sem þjakar íslensku þjóðarsálina var smellin en reiðin varð fljótlega eintóna. Halldór Laxness Halldórsson steig næstur á svið en hann leikur sér með formið, ekki banginn við að leita að nýjum tón. Ritskoðun, rapp, aumingjaleg millinöfn og barnauppeldi liggja öll til grundvallar en skemmtilegast er þó að sjá hvernig Halldór tekur áhorfendur inn, bæði með líkamsbeitingunni og grátbroslegri einlægninni. Eftir hlé tók Ari Eldjárn við stjórnartaumunum með styrkri hendi. Kímnigáfan hans er skörp og eftirherma hans af vinnustaðaskemmtistýrunni hárbeitt. Líkt og hjá Halldóri er líkamleg nálgun hans fantagóð en frásagnastíll hans einkennist af hraða. Hann hreinlega reytir af sér brandarana og gefur áhorfendum varla tíma til að gíra sig upp fyrir næsta umgang. Leiðinlegi og bitri sjoppukarlinn hans birtist áhorfendum ljóslifandi í frábærum bút um deyjandi hluta af íslenskri menningu. Að lokum rak Björn Bragi Arnarsson smiðshöggið á gott grínkvöld. Hann teygir sína anga inn í örlítið dekkri húmor þar sem orðaleikir ráða ríkjum en honum tekst einnig að þræða brandarana saman, eitthvað sem fleiri mættu taka til sín. Lífsráðgjöf frá ónefndum miðli byggt á lækningamætti appelsínuilmsins var, þótt ótrúlega megi virðast, hugmyndafræðilega línan sem hann tók í sínu spaugi og heppnaðist mjög vel. Íslenski markaðurinn er smár og krafan um endurnýjað efni er mikil en að sama skapi er plássið fyrir tilraunastarfsemi lítið. Mið-Ísland hefur verið á mikilli siglingu og sýnir stundum tvisvar sama kvöld fyrir áhorfendur á öllum aldri, slíkt getur heft efnistök. Stundum verður húmorinn hjá hópnum bitlaus þegar þeir reyna að höfða til allra í einu. Það er líka vondur ávani hjá uppistöndurum að ræða hversu mikið eða lítið áhorfendur hlæja að ákveðnum bröndurum. Þeir verða að treysta efninu, ekki taka púlsinn á svo áberandi hátt. Mið-Ísland trónir enn á toppnum í íslensku uppistandi en þess væri óskandi að hópurinn tæki formið í nýjar áttir. Þeir eru bestir þegar þeir taka áhættu og uppskera eftir því.Niðurstaða: Kostulegir kaflar en skortir áhættu.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira