Tónlist

Nýtt lag frá Noise frumsýnt á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega gott lag.
Virkilega gott lag. vísir
Hljómsveitin NOISE gefur í dag út lagið Quiet, sem er fyrsti singúll af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar sem ber heitið ECHOES. Platan er væntanleg í verslanir í mars.

Lag og texti er saminn af Einari Vilberg, söngvara og gítarleikara NOISE. Platan var tekin upp af Einari Vilberg og Stefáni Vilberg í HLJÓÐVERK sem er stúdíó þeirra bræðra. Einar sá jafnframt um pródúseringu, hljóðblöndun og masteringu lagsins.

NOISE hafa undanfarin ár verið í hljóðveri að vinna að nýju plötunni ásamt því að fara í tónleikaferðir til Bretlands og Evrópu við góðar undirtektir. Myndbandið við lagið var unnið af góðu teymi frá Tjarnargötunni, en Baldvin Albertsson leikstýrði og þeir Viktor A. Bogdansky og Skapti Magnús sáu um stjórn kvikmyndatöku.

Forpöntun á ECHOES plötunni er hafin á heimasíðu NOISE, en þeir sem panta eintak geta halað niður „Quiet" laginu samstundis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.