Tónlist

Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Söngkonan Emilíana Torrini.
Söngkonan Emilíana Torrini. vísir/getty
Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. Er þetta í fyrsta skipti sem hún treður upp á hátíðinni en frá þessu er greint á heimasíðunni aldrei.is.

 

Þar er einnig tilkynnt um nokkra aðra tónlistarmenn sem munu koma fram á AFÉS en þar eru meðal eru söngkonan Glowie, hljómsveitin Sykur og rapparinn GKR.

Þá mun raftónlistarmaðurinn Tonik Ensemble einnig skemmta hátíðargestum en áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitir á borð við Risaeðluna, Úlf Úlf, Agent Fresco og Strigaskó nr. 42 muni troða upp á AFÉS.

Hátíðin fer fram um páskana venju samkvæmt og verður því dagana 24.-27. mars. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.