Honda og GM sameinast um smíði vetnisbíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 09:52 Honda Clarity Fuel Cell. Það er dýrt að þróa nýja bíla og sérstaklega ef þeir eru búnir nýrri tækni. Því sjást fleiri og fleiri bílaframleiðeiðendur sameinast um þróun nýrra bíla. Nú hafa Honda og General Motors bundist samkomulagi um þróun og smíði íhluta í nýja vetnisbíla fyrirtækjanna. Reyndar teygist samstarf Honda og GM um sameiginlega þróun vetnisbíla til ársins 2013 en nú huga fyrirtækin að sameiginlegri verksmiðju til smíði bílanna. Með því geta þau minnkað kostnað sinn við smíðina og náð forskoti á önnur fyrirtæki, en margir bílaframleiðendur hafa teygt sig yfir á braut vetnisbíla. Honda kynnti Honda Clarity Fuel Cell bílinn sem sést á myndinni hér að ofan á bílasýningu í Japan á síðasta ári og stefna Honda er að hafa sem flesta vetnisbíla á götunum árið 2020, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó. General Motors býr nú þegar að flota vetnisbíla sem ekið hefur verið samtals yfir 5 milljón mílur með góðum árangri. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Það er dýrt að þróa nýja bíla og sérstaklega ef þeir eru búnir nýrri tækni. Því sjást fleiri og fleiri bílaframleiðeiðendur sameinast um þróun nýrra bíla. Nú hafa Honda og General Motors bundist samkomulagi um þróun og smíði íhluta í nýja vetnisbíla fyrirtækjanna. Reyndar teygist samstarf Honda og GM um sameiginlega þróun vetnisbíla til ársins 2013 en nú huga fyrirtækin að sameiginlegri verksmiðju til smíði bílanna. Með því geta þau minnkað kostnað sinn við smíðina og náð forskoti á önnur fyrirtæki, en margir bílaframleiðendur hafa teygt sig yfir á braut vetnisbíla. Honda kynnti Honda Clarity Fuel Cell bílinn sem sést á myndinni hér að ofan á bílasýningu í Japan á síðasta ári og stefna Honda er að hafa sem flesta vetnisbíla á götunum árið 2020, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó. General Motors býr nú þegar að flota vetnisbíla sem ekið hefur verið samtals yfir 5 milljón mílur með góðum árangri.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent