Bílar

Hversu freistandi er bílamarkaður Íran?

Finnur Thorlacius skrifar
Bílaumferð í Íran.
Bílaumferð í Íran.
Nú þegar viðskiptaþvingunum hefur verið aflétt á Íran eru margir bílaframleiðendur sem horfa þangað enda er í því fjölmenna landi markaður fyrir sölu á yfir 1,5 milljónum bíla á ári. Í Íran búa 78,2 milljón manns.

Viðræður eru hafnar hjá mörgum bílaframleiðendum við stjórnvöld í Íran og eftir um 6 mánuði munu þau hitta ráðamenn sex helstu iðnríkja heims í Vín í Austurríki vegna milliríkjaviðskipta, meðal annars um viðskipti með bíla.

Ráðamenn í Íran vilja helst að bílar þeir sem seldir verða í Íran sé framleiddir þar að sem mestu leiti og því gæti verið heillavænlegast fyrir bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur þar og tryggja með því atvinnu í landinu, en það er vilji heimamanna.

Íran er einnig heppilegur dreifingarstaður fyrir bíla í nágrannalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna legu landsins. Í Íran er bílafloti landsmanna orðinn æði gamall og mikil endurnýjunarþörf og þar er eldsneytisverð afar lágt.

Í landinu er mikið af ungu og vel menntuðu fólki af millistétt sem eru alla jafna vænlegasti hópur bílkaupenda. Forvitnilegt verður að sjá hvaða bílaframleiðendur hasla sér fyrst völl á þessum stóra og vaxandi markaði fyrir bíla, en víst er að þar eru stór tækifæri.






×