Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Frosti Logason skrifar 22. janúar 2016 17:41 Helgi Hrafn Gunnarsson, pírati, segir ekki endilega vera samasemmerki á milli þess að vera á móti hugmyndafræði íslam og þess að styðja mismunun og kúgun. Þetta kom fram í máli þingmannsins í útvarpsþættinum Harmageddon þegar til umræðu voru skoðanaskipti hans og nokkurra af hörðustu gagnrýnendum pírata á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar sagði Helgi: „...það að ég styðji ekki Íslam og sé hugmyndafræðilegur andstæðingur Íslams, þá þýðir það ekki að ég fari að styðja útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot. Múslimar hafa kolranga sýn á heiminn og ég skal glaður rökræða við hvern þeirra fram á rauða nótt, en það réttlætir ekki útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot gegn þeim.“ Helgi tekur einnig fram að besta leiðin til þess að berjast gegn því sem heita má fordómafullt afturhald í hugmyndum trúarbragðana sé einfaldlega að beita góðum rökum í opinni umræðu. Þetta segist Helgi reyndar hafa gert með góðum árangri. Í nokkrum tilfella hafi viðkomandi jafnvel breytt um lífskoðun eftir rökræður við Helga. „Ég hef aldrei lofað Íslam. Ég hef gagnrýnt Islam mjög víða og reyndar fengið allmarga múslima til að endurhugsa afstöðu sína og jafnvel yfirgefa trúna, með tileyrandi erfiðleikum fyrir viðkomandi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Helga hér að ofan. Harmageddon Mest lesið Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Big-bang eða Big-hole? Harmageddon Samkynhneigðir Aríar taka höndum saman Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon
Helgi Hrafn Gunnarsson, pírati, segir ekki endilega vera samasemmerki á milli þess að vera á móti hugmyndafræði íslam og þess að styðja mismunun og kúgun. Þetta kom fram í máli þingmannsins í útvarpsþættinum Harmageddon þegar til umræðu voru skoðanaskipti hans og nokkurra af hörðustu gagnrýnendum pírata á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar sagði Helgi: „...það að ég styðji ekki Íslam og sé hugmyndafræðilegur andstæðingur Íslams, þá þýðir það ekki að ég fari að styðja útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot. Múslimar hafa kolranga sýn á heiminn og ég skal glaður rökræða við hvern þeirra fram á rauða nótt, en það réttlætir ekki útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot gegn þeim.“ Helgi tekur einnig fram að besta leiðin til þess að berjast gegn því sem heita má fordómafullt afturhald í hugmyndum trúarbragðana sé einfaldlega að beita góðum rökum í opinni umræðu. Þetta segist Helgi reyndar hafa gert með góðum árangri. Í nokkrum tilfella hafi viðkomandi jafnvel breytt um lífskoðun eftir rökræður við Helga. „Ég hef aldrei lofað Íslam. Ég hef gagnrýnt Islam mjög víða og reyndar fengið allmarga múslima til að endurhugsa afstöðu sína og jafnvel yfirgefa trúna, með tileyrandi erfiðleikum fyrir viðkomandi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Helga hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Big-bang eða Big-hole? Harmageddon Samkynhneigðir Aríar taka höndum saman Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon