Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 64-74 | Snæfell í bikarúrslit í þriðja sinn Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 24. janúar 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í leiknum í kvöld. vísir/anton Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira