Lífið

Hlust­enda­verð­­launin: Hvaða lag er það besta á árinu?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Full af góðum lögum árið 2015.
Full af góðum lögum árið 2015.
Hlustendaverðlaunin 2016 verða haldin í Háskólabíói þann 29. janúar og má búast við frábæru kvöldi en þau verða í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Næstu daga mun Lífið á Vísi kynna til leiks þá sem tilnefndir eru í hverjum flokki fyrir sig. Í flokknum Lag ársins eru sex lög tilnefnd.

Skál fyrir þér - Friðrik Dór
Friðrik Dór sendi frá sér lagið 'Skál fyrir þér' síðla árs 2015 en lagið samdi hann til kærustu sinnar, Lísu Hafliðadóttur.


Hailslide - Júníus Meyvant
Júníus Meyvant sendi frá sér lagið Hailslide snemmsumars 2015 en lagið var að finna á 4 laga þröngskífu sem vestmanneyingurinn sendi frá sér á síðasta ári.


Ást sem endist - Páll Óskar
Páll Óskar sendi frá sér þrjú ný lög á síðasta ári en lagið Ást sem endist var það fyrsta sem hann gaf út og er eitt vinsælasta lag siðasta árs.


See Hell - Agent Fresco
See Hell er að finna á annarri breiðskífu Agent Fresco, Destrier, sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um allan heim.


Crystals - Of Monsters and Men
Crystals var fyrsta lagið sem Of Monsters and Men sendu frá sér af plötunni Beneath The Skin sem að aðdáendur sveitarinnar höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu.


No More - Glowie feat. Stony
No More er fyrsta lagið sem söngkonan Glowie sendi frá sér ásamt Stony en það sló allrækilega í gegn á síðasta ári. Lagið er unnið í samvinnu við upptökuteymið StopWaitGo.
 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×