Mikil leynd yfir nýju hlutverki Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. janúar 2016 09:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson fær hvert stóra hlutverkið á fætur öðru þessa dagana. Vísir/Vilhelm Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30
Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00