Bílstjórar dyggustu viðskiptavinirnir Vera Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:00 Þegar Stefán og fjölskylda tóku við rekstrinum var það með þeim formerkjum að þau myndu rífa staðinn upp. "Við lögðum upp með að hafa þetta á þjóðlegum nótum og bjóða upp á kjötsúpu og annað í þeim dúr.“ MYND/ERNIR Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott. Hann segir atvinnubílstjóra meðal dyggustu viðskiptavina alla tíð. „Mér skilst á eigendunum Olís að margir hafi sýnt því áhuga að taka við og ég skila keflinu um leið og búið er að finna rétta fólkið,“ segir Stefán kátur í bragði. Þegar Stefán og fjölskylda tóku við rekstrinum var það gert með þeim formerkjum að þau myndu rífa staðinn upp en hann hafði þá verið í nokkurri niðurníðslu um tíma. „Við lögðum upp með að hafa þetta á þjóðlegum nótum og bjóða upp á kjötsúpu og annað í þeim dúr. Það féll vel í kramið enda hefur Litla kaffistofan oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið valin vinsælasti áningarstaðurinn við þjóðveg 1.„Þegar ég lít til baka eru það skemmtilegir viðskiptavinir sem setji svip á daginn með fjörugum samræðum og hnyttnum orðatiltækjum sem standa upp úr.“Atvinnubílstjórar hafa að sögn Stefáns verið á meðal dyggustu viðskiptavina Litlu kaffistofunnar alla tíð. „Hér áður fyrr héldu þeir greiðasölustöðum við þjóðveg 1 uppi og út frá því myndaðist ákveðinn kjarni,“ segir Stefán sem kallar Litlu kaffistofuna öðru nafni Alþingi þjóðvegarins. „Hér eru menn ófeimnir við að skiptast á skoðunum og alltaf veit annar meira en hinn. Mér þykir gaman að taka þátt í umræðunum og þykist ekkert minni spekingur en hinir,“ segir hann og hlær. „Þegar ég lít til baka eru það einmitt skemmtilegir viðskiptavinir sem setja svip á daginn með fjörugum samræðum og hnyttnum orðatiltækjum sem standa upp úr.“ Stefán telur líklegt að fólk sem líti við á Litlu kaffistofunni sæki, auk veitinganna, í þennan félagsskap. „Það eru auðvitað ekki nema átján til nítján kílómetrar hingað úr Árbænum en menn sem á annað borð byrja að venja komur sínar hingað koma aftur og aftur.“ Aðspurður segir Stefán þetta aðallega vera hinar vinnandi stéttir en líka fólkið á götunni sem er að fara í sumarbústað og annað í þeim dúr. „Hin síðari ár höfum við auk þess notið góðs af hinum mikla fjölda erlendra ferðamanna sem sækir landið heim.“ Stefán lítur björtum augum fram á veginn. „Það er helst að ég hafi áhyggjur af knattspyrnuúrklippunum sem eru hér uppi um alla veggi,“ segir Stefán en hann hefur klippt út knappspyrnuumfjallanir í dagblöðum í sextíu ár og spanna þær stóran hluta knattspyrnusögunnar á Íslandi. „Ég vona að þær fái að hanga uppi eða fái í það minnsta góðan samastað því ég ætla ekki að taka þær með mér í gröfina.“ Stefán er sjálfur gallharður ÍA-maður þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Vík í Mýrdal. „Ég heillaðist svo af búningum Skagamanna sem lítill pjakkur og hef haldið með þeim síðan,“ segir Stefán sem missir helst aldrei af ÍA-leik. Hann og fjölskyldan hafa líka verið seig að mæta í vinnuna. „Það kemur yfir mann smávegis karlagrobb með aldrinum og ég hef gaman af því að segja frá því að í öll þessi 24 ár höfum við alltaf haft opið þá daga sem á að vera opið. Við lokum 2-3 frídaga á ári en aðra daga höfum við opnað óháð veðri og vindum. Stundum höfum við verið fjóra tíma á leiðinni og fjóra tíma til baka en alltaf höfum við opnað.“Stefán hefur safnað knattspyrnuúrklippum í sextíu ár og eru þær upp um alla veggi. Hann vonar að þær fái að hanga uppi um ókomin ár.. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott. Hann segir atvinnubílstjóra meðal dyggustu viðskiptavina alla tíð. „Mér skilst á eigendunum Olís að margir hafi sýnt því áhuga að taka við og ég skila keflinu um leið og búið er að finna rétta fólkið,“ segir Stefán kátur í bragði. Þegar Stefán og fjölskylda tóku við rekstrinum var það gert með þeim formerkjum að þau myndu rífa staðinn upp en hann hafði þá verið í nokkurri niðurníðslu um tíma. „Við lögðum upp með að hafa þetta á þjóðlegum nótum og bjóða upp á kjötsúpu og annað í þeim dúr. Það féll vel í kramið enda hefur Litla kaffistofan oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið valin vinsælasti áningarstaðurinn við þjóðveg 1.„Þegar ég lít til baka eru það skemmtilegir viðskiptavinir sem setji svip á daginn með fjörugum samræðum og hnyttnum orðatiltækjum sem standa upp úr.“Atvinnubílstjórar hafa að sögn Stefáns verið á meðal dyggustu viðskiptavina Litlu kaffistofunnar alla tíð. „Hér áður fyrr héldu þeir greiðasölustöðum við þjóðveg 1 uppi og út frá því myndaðist ákveðinn kjarni,“ segir Stefán sem kallar Litlu kaffistofuna öðru nafni Alþingi þjóðvegarins. „Hér eru menn ófeimnir við að skiptast á skoðunum og alltaf veit annar meira en hinn. Mér þykir gaman að taka þátt í umræðunum og þykist ekkert minni spekingur en hinir,“ segir hann og hlær. „Þegar ég lít til baka eru það einmitt skemmtilegir viðskiptavinir sem setja svip á daginn með fjörugum samræðum og hnyttnum orðatiltækjum sem standa upp úr.“ Stefán telur líklegt að fólk sem líti við á Litlu kaffistofunni sæki, auk veitinganna, í þennan félagsskap. „Það eru auðvitað ekki nema átján til nítján kílómetrar hingað úr Árbænum en menn sem á annað borð byrja að venja komur sínar hingað koma aftur og aftur.“ Aðspurður segir Stefán þetta aðallega vera hinar vinnandi stéttir en líka fólkið á götunni sem er að fara í sumarbústað og annað í þeim dúr. „Hin síðari ár höfum við auk þess notið góðs af hinum mikla fjölda erlendra ferðamanna sem sækir landið heim.“ Stefán lítur björtum augum fram á veginn. „Það er helst að ég hafi áhyggjur af knattspyrnuúrklippunum sem eru hér uppi um alla veggi,“ segir Stefán en hann hefur klippt út knappspyrnuumfjallanir í dagblöðum í sextíu ár og spanna þær stóran hluta knattspyrnusögunnar á Íslandi. „Ég vona að þær fái að hanga uppi eða fái í það minnsta góðan samastað því ég ætla ekki að taka þær með mér í gröfina.“ Stefán er sjálfur gallharður ÍA-maður þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Vík í Mýrdal. „Ég heillaðist svo af búningum Skagamanna sem lítill pjakkur og hef haldið með þeim síðan,“ segir Stefán sem missir helst aldrei af ÍA-leik. Hann og fjölskyldan hafa líka verið seig að mæta í vinnuna. „Það kemur yfir mann smávegis karlagrobb með aldrinum og ég hef gaman af því að segja frá því að í öll þessi 24 ár höfum við alltaf haft opið þá daga sem á að vera opið. Við lokum 2-3 frídaga á ári en aðra daga höfum við opnað óháð veðri og vindum. Stundum höfum við verið fjóra tíma á leiðinni og fjóra tíma til baka en alltaf höfum við opnað.“Stefán hefur safnað knattspyrnuúrklippum í sextíu ár og eru þær upp um alla veggi. Hann vonar að þær fái að hanga uppi um ókomin ár..
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent