Sameinumst! du du du du Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við forsetaembættinu fyrir 20 árum var hann ekki ósvipaður forverum sínum. Hann var virðulegur, kom vel fyrir í útlöndum og var ekki farinn að líkjast Turkmenbashi á neinn hátt. Reyndar fór hann í taugarnar á gömlum andstæðingum sínum í pólitík en það er víst erfitt að finna forseta sem allir geta verið sammála um. Eða hvað? Nú er Ólafur á förum og hafa nokkrir þegar verið orðaðir við embættið. Ég sé hins vegar engan í fljótu bragði sem talist gæti „óumdeildur“. Andri Snær er eldklár hugsjónamaður en hann fer í taugarnar á stóriðjusinnuðum hægrimönnum. Þorgrímur Þráinsson er fínn í fótbolta en hann fer í taugarnar á femínistum og reykingafólki. Aðrir tilheyra svo flokkunum „hafa ekki áhuga“ og „ná ekki einu prósenti“. Þar sem allir í heiminum eru pínu gallaðir spyr ég mig að því hvort við ættum kannski að slá þessu bara upp í kæruleysi og hafa tvo forseta. Tveir ófullkomnir einstaklingar geta nefnilega verið fantagott tvíeyki. Sem dæmi um það má nefna Lennon og McCartney, Thelmu og Louise, Halla og Ladda. Best væri auðvitað ef einstaklingarnir væru eins ólíkir og mögulegt er þannig að markhópurinn sé sem breiðastur. Ég nefni nokkur möguleg tvíeyki sem gætu sameinað ólíkar fylkingar: Davíð Oddsson og Björk, Páll Óskar og Gylfi Ægisson, Eiður Svanberg og Erpur Eyvindarson. Rósa Ingólfs og Barði í Bang Gang. Þið skiljið hvert ég er að fara. Ef þú fílar ekki annan þá fílarðu líklega hinn. Og ef okkur tekst að gera alla Íslendinga 50% ánægða erum við á grænni grein. Heimskulegt? Kannski. Dýrt? Alveg örugglega. Versta hugmynd Íslandssögunnar? Langt því frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við forsetaembættinu fyrir 20 árum var hann ekki ósvipaður forverum sínum. Hann var virðulegur, kom vel fyrir í útlöndum og var ekki farinn að líkjast Turkmenbashi á neinn hátt. Reyndar fór hann í taugarnar á gömlum andstæðingum sínum í pólitík en það er víst erfitt að finna forseta sem allir geta verið sammála um. Eða hvað? Nú er Ólafur á förum og hafa nokkrir þegar verið orðaðir við embættið. Ég sé hins vegar engan í fljótu bragði sem talist gæti „óumdeildur“. Andri Snær er eldklár hugsjónamaður en hann fer í taugarnar á stóriðjusinnuðum hægrimönnum. Þorgrímur Þráinsson er fínn í fótbolta en hann fer í taugarnar á femínistum og reykingafólki. Aðrir tilheyra svo flokkunum „hafa ekki áhuga“ og „ná ekki einu prósenti“. Þar sem allir í heiminum eru pínu gallaðir spyr ég mig að því hvort við ættum kannski að slá þessu bara upp í kæruleysi og hafa tvo forseta. Tveir ófullkomnir einstaklingar geta nefnilega verið fantagott tvíeyki. Sem dæmi um það má nefna Lennon og McCartney, Thelmu og Louise, Halla og Ladda. Best væri auðvitað ef einstaklingarnir væru eins ólíkir og mögulegt er þannig að markhópurinn sé sem breiðastur. Ég nefni nokkur möguleg tvíeyki sem gætu sameinað ólíkar fylkingar: Davíð Oddsson og Björk, Páll Óskar og Gylfi Ægisson, Eiður Svanberg og Erpur Eyvindarson. Rósa Ingólfs og Barði í Bang Gang. Þið skiljið hvert ég er að fara. Ef þú fílar ekki annan þá fílarðu líklega hinn. Og ef okkur tekst að gera alla Íslendinga 50% ánægða erum við á grænni grein. Heimskulegt? Kannski. Dýrt? Alveg örugglega. Versta hugmynd Íslandssögunnar? Langt því frá.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun