Mercedes-Benz aldrei selt fleiri bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 11:19 Mercedes Benz C-Class. Mercedes-Benz setti sölumet á árinu 2015 en þá seldust alls 1.871.511 bifreiðar þýska lúxusbílaframleiðandans á heimsvísu. Aldrei í sögu Mercedes-Benz hefur lúxusbílaframleiðandinn selt fleiri bíla á einu ári. Salan á síðasta ári var 13,4% hærri en árið 2014 sem þá var söluhæsta ár fyrirtækisins. Þetta var raunar fimmta árið í röð sem Mercedes-Benz sló eigið sölumet. Þá setti Mercedes-Benz auk þess sölumet í desember sl. en þá seldi lúxusbílaframleiðandinn 178.017 bifreiðar og var þetta söluhæsti desember mánuður í sögu fyrirtækisins. Mercedes-Benz fagnaði einnig þeim árangri að ná besta ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins frá september til desember en þá seldust alls 495.159 bifreiðar á heimsvísu. Hér á Íslandi hefur sala Mercedes-Benz einnig aukist og Bílaumboðið Askja, umboðsaðili þýska lúxusbílaframleiðandans, seldi alls 490 nýja Mercedes-Benz bifreiðar á árinu 2015, og þar af voru 330 skráðir Mercedes-Benz fólksbílar. Mercedes-Benz hefur undanfarin ár verið mest selda lúxusbílamerkið á Íslandi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent
Mercedes-Benz setti sölumet á árinu 2015 en þá seldust alls 1.871.511 bifreiðar þýska lúxusbílaframleiðandans á heimsvísu. Aldrei í sögu Mercedes-Benz hefur lúxusbílaframleiðandinn selt fleiri bíla á einu ári. Salan á síðasta ári var 13,4% hærri en árið 2014 sem þá var söluhæsta ár fyrirtækisins. Þetta var raunar fimmta árið í röð sem Mercedes-Benz sló eigið sölumet. Þá setti Mercedes-Benz auk þess sölumet í desember sl. en þá seldi lúxusbílaframleiðandinn 178.017 bifreiðar og var þetta söluhæsti desember mánuður í sögu fyrirtækisins. Mercedes-Benz fagnaði einnig þeim árangri að ná besta ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins frá september til desember en þá seldust alls 495.159 bifreiðar á heimsvísu. Hér á Íslandi hefur sala Mercedes-Benz einnig aukist og Bílaumboðið Askja, umboðsaðili þýska lúxusbílaframleiðandans, seldi alls 490 nýja Mercedes-Benz bifreiðar á árinu 2015, og þar af voru 330 skráðir Mercedes-Benz fólksbílar. Mercedes-Benz hefur undanfarin ár verið mest selda lúxusbílamerkið á Íslandi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent