Minnisvarði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2016 07:00 Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku áætlun sína um ný lög vegna kaupa á skotvopnum. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðun á kaupendum skotvopna, en forsetinn hyggst fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram í þessum efnum. Kynning Obama á áætluninni var tilfinningaþrungin. Á undan honum ávarpaði faðir fórnarlambs skotárásar í grunnskóla viðstadda og þegar Obama ræddi ástæður þessarar nýju lagasetningar komst hann við. Þó það nú væri. Obama hefur áður sagt að árangursleysi í baráttunni fyrir breyttri löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum sé það sem hafi valdið honum mestum vonbrigðum í forsetatíð hans. Ástæða þess að Obama hyggst sneiða fram hjá þinginu er sú að hann telur Bandaríkjaþingi hafa mistekist að bregðast við byssuvandanum. Hann hefur sannarlega lög að mæla. Fréttir af dauðsföllum af völdum skotvopna í Bandaríkjunum eru daglegt brauð. Í seinni tíð hefur fréttum af fjöldamorðum á opinberum stöðum, til að mynda í skólum, þar sem skotvopn koma við sögu fjölgað gríðarlega. Árið 2012 voru 29,7 Bandaríkjamenn á hverja milljón íbúa skotnir til bana. Það er umtalsvert meira en í samanburðarlöndunum. Öll gögn benda til að árásum af þessu tagi sé að fjölga. Um er að ræða sérbandarískt fyrirbæri. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið þegar kemur að því að fækka tækifærum misbrjálaðra manna til að kaupa eða meðhöndla skotvopn. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfa að athuga bakgrunn á kaupenda. Þá verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi einstök ríki að veita upplýsingar um fólk sem á við ákveðin geðvandamál að stríða og þá sem hafa framið alvarleg afbrot. Þar að auki mun alríkislögreglan, FBI, ráða 230 manns til að sjá um þessar bakgrunnsathuganir. Ekki leið á löngu þar til hagsmunaaðilar vestanhafs risu upp á afturlappirnar og gagnrýndu aðgerðir forsetans. Forseti fulltrúadeildar þingsins, Paul Ryan, sagði sniðgöngu við þingið „grafa undan frelsi og lýðræði“ og að reynt verði á reglurnar fyrir dómstólum. Donald Trump forsetaframbjóðandi sagðist munu draga ákvörðunina til baka nái hann kjöri. Auk þeirra hafa stærstu baráttusamtökin fyrir byssueign Bandaríkjamanna, NRA, sagt að reglurnar muni engu breyta þegar kemur að fjöldamorðum í landinu. Sumt er eins víst og að sólin kemur upp. Eitt af því er harmakvein hagsmunasamtaka þegar að þeim er vegið. Aðilar, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, sem hafa beinan hag af því að eitthvað sé gert eða látið ógert munu ávallt beita áhrifum sínum þegar þeir eiga undir högg að sækja. Hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða hvar sem er. Mest ítök hafa þeir sem berjast fyrir fjárhagslegum hagsmunum. Einhvers staðar frá Columbine til Sandy Hook datt inn kornið sem fyllti mælinn hjá hinum almenna Bandaríkjamanni. Dæmin sýna að bann við ákveðnum tegundum vopna sem og harðar reglur um hver megi bera vopn virkar. Fari svo að hertar reglur um kaup á skotvopnum í Bandaríkjunum verði varanlegar er líklegt að það verði eitt af því sem standi upp úr í forsetatíð Obama. Hvað svo sem óskiljanlegum friðarverðlaunum líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Fanney Birna Jónsdóttir Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku áætlun sína um ný lög vegna kaupa á skotvopnum. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðun á kaupendum skotvopna, en forsetinn hyggst fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram í þessum efnum. Kynning Obama á áætluninni var tilfinningaþrungin. Á undan honum ávarpaði faðir fórnarlambs skotárásar í grunnskóla viðstadda og þegar Obama ræddi ástæður þessarar nýju lagasetningar komst hann við. Þó það nú væri. Obama hefur áður sagt að árangursleysi í baráttunni fyrir breyttri löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum sé það sem hafi valdið honum mestum vonbrigðum í forsetatíð hans. Ástæða þess að Obama hyggst sneiða fram hjá þinginu er sú að hann telur Bandaríkjaþingi hafa mistekist að bregðast við byssuvandanum. Hann hefur sannarlega lög að mæla. Fréttir af dauðsföllum af völdum skotvopna í Bandaríkjunum eru daglegt brauð. Í seinni tíð hefur fréttum af fjöldamorðum á opinberum stöðum, til að mynda í skólum, þar sem skotvopn koma við sögu fjölgað gríðarlega. Árið 2012 voru 29,7 Bandaríkjamenn á hverja milljón íbúa skotnir til bana. Það er umtalsvert meira en í samanburðarlöndunum. Öll gögn benda til að árásum af þessu tagi sé að fjölga. Um er að ræða sérbandarískt fyrirbæri. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið þegar kemur að því að fækka tækifærum misbrjálaðra manna til að kaupa eða meðhöndla skotvopn. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfa að athuga bakgrunn á kaupenda. Þá verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi einstök ríki að veita upplýsingar um fólk sem á við ákveðin geðvandamál að stríða og þá sem hafa framið alvarleg afbrot. Þar að auki mun alríkislögreglan, FBI, ráða 230 manns til að sjá um þessar bakgrunnsathuganir. Ekki leið á löngu þar til hagsmunaaðilar vestanhafs risu upp á afturlappirnar og gagnrýndu aðgerðir forsetans. Forseti fulltrúadeildar þingsins, Paul Ryan, sagði sniðgöngu við þingið „grafa undan frelsi og lýðræði“ og að reynt verði á reglurnar fyrir dómstólum. Donald Trump forsetaframbjóðandi sagðist munu draga ákvörðunina til baka nái hann kjöri. Auk þeirra hafa stærstu baráttusamtökin fyrir byssueign Bandaríkjamanna, NRA, sagt að reglurnar muni engu breyta þegar kemur að fjöldamorðum í landinu. Sumt er eins víst og að sólin kemur upp. Eitt af því er harmakvein hagsmunasamtaka þegar að þeim er vegið. Aðilar, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, sem hafa beinan hag af því að eitthvað sé gert eða látið ógert munu ávallt beita áhrifum sínum þegar þeir eiga undir högg að sækja. Hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða hvar sem er. Mest ítök hafa þeir sem berjast fyrir fjárhagslegum hagsmunum. Einhvers staðar frá Columbine til Sandy Hook datt inn kornið sem fyllti mælinn hjá hinum almenna Bandaríkjamanni. Dæmin sýna að bann við ákveðnum tegundum vopna sem og harðar reglur um hver megi bera vopn virkar. Fari svo að hertar reglur um kaup á skotvopnum í Bandaríkjunum verði varanlegar er líklegt að það verði eitt af því sem standi upp úr í forsetatíð Obama. Hvað svo sem óskiljanlegum friðarverðlaunum líður.