Fær nýr jeppi Skoda nafnið Kodiak? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:15 Svona gæti nýi jeppi Skoda litið út. Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent
Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent