Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2016 12:30 Úr sýningunni Njála í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Leikrit Njála Leikrit: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikhópur: Aðalheiður Halldórsdóttir, Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson Hljóðmynd: Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Njála, eitt þekktasta ritverk Íslands, liggur til grundvallar ofsafenginni sýningu Borgarleikhússins sem frumsýnd var á næstsíðasta degi síðasta árs. Sagan, eins og flestir þekkja, inniheldur sannkallaða epík: Tortímingu og upprisu, heiðni og kristni, hefnd og fyrirgefningu þar sem fjölskylda og fjendur berjast, elskast og hatast. Þorvaldur Örn Arnarsson og Mikael Torfason ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur hreinlega sprengja hann í loft upp. Þetta er alls ekki Njála eins og áhorfendur eiga að venjast heldur eitthvað allt annað. Sýningin byrjar á tómu sviði þar sem aðalpersónurnar eru kynntar til sögunnar. Hægt og rólega byrjar vísir að framvindunni að vaxa, síðan er hann brotinn aftur og beint í aðra átt. Eftir smellnar hópumræður á milli karlpenings sýningarinnar tekur Valur Freyr Einarsson að sér hlutverk hins mikilfenglega Gunnars Hámundarsonar og stendur sig eins og hetja. Hann hefur verið á miklu flugi nýlega og sýnir hér af hverju hann er einn mest spennandi leikari landsins um þessar mundir. Sú óhefðbundna leið er farin að kona leikur Njál en Brynhildur Guðjónsdóttir fær það stóra verkefni. Yfirhöfuð stendur hún sig með ágætum þrátt fyrir krefjandi gervi en persónusköpun hennar verður frekar flöt þegar líða tekur á sýninguna en Njáll virðist sjaldan skipta skapi. Tímasetning hennar er þó yndisleg. Svipaða sögu má segja um Unni Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Hallgerðar langbrókar. Hún er frábær í danssenunum og tryllingnum en tilfinningalegu tengslin við aðstæður og ákvarðanir Hallgerðar skortir. Hjörtur Jóhann Hjartarson á alveg þrumandi kvöldstund í Njálu og springur út í hlutverki Skarphéðins. Hann gefur sig af öllum mætti og kraftur hans verður ógnvænlega góður undir lok sýningar. Lítið sást til Sigrúnar Eddu Björnsdóttur á liðnu ári en hún minnir hér hressilega á sig. Hún þarf enga flugelda eða skraut, sviðsvera hennar er áberandi góð þó látlaus sé, sama hvort hún er að lesa upp úr bók eða byrgja inni harm Bergþóru. Frammistaða Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur staðfestir að hún er rísandi stjarna í íslensku leikhúsi. Hún spilar á allan tilfinningaskalann af mikilli hæfni; syngur, dansar og á bara eftir að verða betri. Eiginlegir sögumenn sýningarinnar eru Hilmar Guðjónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir en þau standa sig með prýði þó að samvinna þeirra eigi aðeins eftir að slípast til. Sjaldan hefur farið lítið fyrir Jóhanni Sigurðarsyni en fyrir utan eitt glimrandi söngatriði þá fær hann ekki mikið að gera í sýningunni, því miður. Björn Stefánsson hverfur einnig í fjöldann framan af en á firna fínt lokaatriði. Þorleifur Örn Arnarsson er mikill hæfileikamaður, á því leikur enginn vafi, og sýn hans á sviðsetningu er stórbrotin og athyglisverð en stundum lætur hann hugmyndaflæðið hlaupa með sig í gönur. Gott dæmi er innkoma Njáls, í öllu sínu stjarnfræðilega veldi, þar grefur húmorinn algjörlega undan mætti senunnar. Að auki er festivalið fyrir sýningu óþarft prjál, þó hitti myndatakan baksviðs í mark. En þeim Mikael Torfasyni tekst samt sem áður að finna þessari miklu epík fínan línulegan farveg en þeir eru ekki hræddir við að gera söguna að sinni, brjóta hana og beygja. Íslenski dansflokkurinn undir stjórn Ernu Ómarsdóttur spilar stórt hlutverk í sýningunni en hún hefur ekki stigið feilspor eftir að hafa tekið við flokknum. Kóreógrafían hennar er spennandi, orkumikil og þrungin dramatík. Kynning Hallgerðar og dauði Gunnars eru unaðslegt leikhús þar sem Helga Kress, Björk og Philip Glass koma öll við sögu. Ærandi ofsi, yndislegar endurtekningar og heiftug fegurð. Samvinna leikhópsins er almennt mjög góð og flæðandi en brjálaður dans vættanna eftir hlé sýnir mikilvægi slíks samstarfs. Lýsingin er í algjörum háklassa og á Björn Bergsteinn Guðmundsson mikið hrós skilið, þá sérstaklega fyrir lýsinguna í Njálsbrennu; ofurbjört, heit og nærri óþolandi. Heil herdeild er á bak við tónlist og hljóðmynd sem er gríðarlega flott en reglulega verður glundroðinn yfirþyrmandi þannig að orðaskil heyrast varla eða alls ekki. Tónlistarvalið er þó virkilega skemmtilegt og Árni Heiðar Karlsson lék á als oddi. Hvað búninga og gervi varðar er af miklu að taka en fagurfræði Sunnevu Ásu Weisshappel er spennandi, djörf og kómískt allt í senn. Svertan á tönnum leikaranna var þó óþarfi og hefur varla sést aftar en í fimmtu röð. Ilmur Stefánsdóttir sannar að hún er einn af okkar bestu leikmyndahönnuðum með þessari sýningu. Nýting hennar á stóra sviði Borgarleikhússins er sjón sem skylda er að sjá og fær það alltaf nýtt líf í hennar höndum. Öllu er tjaldað til í Njálu og flest helst uppi en hér víkur hið persónulega fyrir hinu epíska, einstakar sögur hverfa í blóðhafið og grínið trompar alvöruna. Þrátt fyrri gölluð augnablik og blússandi yfirkeyrslu er því ekki að neita að Njála er algjört konfekt fyrir augað og leikhús sem enginn má missa af. Niðurstaða: Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikrit Njála Leikrit: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikhópur: Aðalheiður Halldórsdóttir, Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson Hljóðmynd: Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Njála, eitt þekktasta ritverk Íslands, liggur til grundvallar ofsafenginni sýningu Borgarleikhússins sem frumsýnd var á næstsíðasta degi síðasta árs. Sagan, eins og flestir þekkja, inniheldur sannkallaða epík: Tortímingu og upprisu, heiðni og kristni, hefnd og fyrirgefningu þar sem fjölskylda og fjendur berjast, elskast og hatast. Þorvaldur Örn Arnarsson og Mikael Torfason ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur hreinlega sprengja hann í loft upp. Þetta er alls ekki Njála eins og áhorfendur eiga að venjast heldur eitthvað allt annað. Sýningin byrjar á tómu sviði þar sem aðalpersónurnar eru kynntar til sögunnar. Hægt og rólega byrjar vísir að framvindunni að vaxa, síðan er hann brotinn aftur og beint í aðra átt. Eftir smellnar hópumræður á milli karlpenings sýningarinnar tekur Valur Freyr Einarsson að sér hlutverk hins mikilfenglega Gunnars Hámundarsonar og stendur sig eins og hetja. Hann hefur verið á miklu flugi nýlega og sýnir hér af hverju hann er einn mest spennandi leikari landsins um þessar mundir. Sú óhefðbundna leið er farin að kona leikur Njál en Brynhildur Guðjónsdóttir fær það stóra verkefni. Yfirhöfuð stendur hún sig með ágætum þrátt fyrir krefjandi gervi en persónusköpun hennar verður frekar flöt þegar líða tekur á sýninguna en Njáll virðist sjaldan skipta skapi. Tímasetning hennar er þó yndisleg. Svipaða sögu má segja um Unni Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Hallgerðar langbrókar. Hún er frábær í danssenunum og tryllingnum en tilfinningalegu tengslin við aðstæður og ákvarðanir Hallgerðar skortir. Hjörtur Jóhann Hjartarson á alveg þrumandi kvöldstund í Njálu og springur út í hlutverki Skarphéðins. Hann gefur sig af öllum mætti og kraftur hans verður ógnvænlega góður undir lok sýningar. Lítið sást til Sigrúnar Eddu Björnsdóttur á liðnu ári en hún minnir hér hressilega á sig. Hún þarf enga flugelda eða skraut, sviðsvera hennar er áberandi góð þó látlaus sé, sama hvort hún er að lesa upp úr bók eða byrgja inni harm Bergþóru. Frammistaða Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur staðfestir að hún er rísandi stjarna í íslensku leikhúsi. Hún spilar á allan tilfinningaskalann af mikilli hæfni; syngur, dansar og á bara eftir að verða betri. Eiginlegir sögumenn sýningarinnar eru Hilmar Guðjónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir en þau standa sig með prýði þó að samvinna þeirra eigi aðeins eftir að slípast til. Sjaldan hefur farið lítið fyrir Jóhanni Sigurðarsyni en fyrir utan eitt glimrandi söngatriði þá fær hann ekki mikið að gera í sýningunni, því miður. Björn Stefánsson hverfur einnig í fjöldann framan af en á firna fínt lokaatriði. Þorleifur Örn Arnarsson er mikill hæfileikamaður, á því leikur enginn vafi, og sýn hans á sviðsetningu er stórbrotin og athyglisverð en stundum lætur hann hugmyndaflæðið hlaupa með sig í gönur. Gott dæmi er innkoma Njáls, í öllu sínu stjarnfræðilega veldi, þar grefur húmorinn algjörlega undan mætti senunnar. Að auki er festivalið fyrir sýningu óþarft prjál, þó hitti myndatakan baksviðs í mark. En þeim Mikael Torfasyni tekst samt sem áður að finna þessari miklu epík fínan línulegan farveg en þeir eru ekki hræddir við að gera söguna að sinni, brjóta hana og beygja. Íslenski dansflokkurinn undir stjórn Ernu Ómarsdóttur spilar stórt hlutverk í sýningunni en hún hefur ekki stigið feilspor eftir að hafa tekið við flokknum. Kóreógrafían hennar er spennandi, orkumikil og þrungin dramatík. Kynning Hallgerðar og dauði Gunnars eru unaðslegt leikhús þar sem Helga Kress, Björk og Philip Glass koma öll við sögu. Ærandi ofsi, yndislegar endurtekningar og heiftug fegurð. Samvinna leikhópsins er almennt mjög góð og flæðandi en brjálaður dans vættanna eftir hlé sýnir mikilvægi slíks samstarfs. Lýsingin er í algjörum háklassa og á Björn Bergsteinn Guðmundsson mikið hrós skilið, þá sérstaklega fyrir lýsinguna í Njálsbrennu; ofurbjört, heit og nærri óþolandi. Heil herdeild er á bak við tónlist og hljóðmynd sem er gríðarlega flott en reglulega verður glundroðinn yfirþyrmandi þannig að orðaskil heyrast varla eða alls ekki. Tónlistarvalið er þó virkilega skemmtilegt og Árni Heiðar Karlsson lék á als oddi. Hvað búninga og gervi varðar er af miklu að taka en fagurfræði Sunnevu Ásu Weisshappel er spennandi, djörf og kómískt allt í senn. Svertan á tönnum leikaranna var þó óþarfi og hefur varla sést aftar en í fimmtu röð. Ilmur Stefánsdóttir sannar að hún er einn af okkar bestu leikmyndahönnuðum með þessari sýningu. Nýting hennar á stóra sviði Borgarleikhússins er sjón sem skylda er að sjá og fær það alltaf nýtt líf í hennar höndum. Öllu er tjaldað til í Njálu og flest helst uppi en hér víkur hið persónulega fyrir hinu epíska, einstakar sögur hverfa í blóðhafið og grínið trompar alvöruna. Þrátt fyrri gölluð augnablik og blússandi yfirkeyrslu er því ekki að neita að Njála er algjört konfekt fyrir augað og leikhús sem enginn má missa af. Niðurstaða: Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki.
Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira