Sebastian Loeb tekur forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 11:47 Sebastian Loeb á fullri ferð í keppninni í gær. Nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Sebastian Loeb byrjar vel í sinni fyrstu keppni í Dakar þolaksturskeppninni því hann vann fyrstu dagleiðina í gær og er nú með 2 mínútna og 23 sekúndna forskot á næsta mann. Loeb var fyrstur í hverri einustu tímatöku keppninnar í gær, en hún spannaði alls 386 kílómetra. Næstur á eftir Loeb er annar liðsmaður Loeb, Stephane Peterhansel, en þeir aka báðir Peugeot bílum. Peterhansel hefur unnið Dakar rallið nokkrum sinnum. Sebastian Loeb var sjálfur steinhissa á því að hann hafi unnið dagleiðina þar sem hann var einn af þeim sem sat fastur um tíma í drullusvaði sem myndast hafði eftir miklar rigningar í Argentínu. Loeb sat fastur í um 2 mínútur, sem sýnir hversu hratt hann hefur ekið er hann ekki sat fastur. Þriðji liðsmaður Peugeot, Carlos Sainz lenti hinvegar í miklum vandræðum og tapaði 10 mínútum á vélarbilun og er þess vegna ekki á meðal 10 fyrstu manna. Nani Roma, sem vann keppnina árið 2014 lenti einnig í vandræðum á Mini bíl sínum í drullunni og tapaði 45 mínútum fastur í henni. Sigurvegarinn í fyrra, Nasser Al-Attiyah er 4 mínútum á eftir Loeb og í 8. sæti en það sprakk á bíl hans í gær. Á þessari niðurstöðu í gær má sjá að Peugeot er mjög sigurstranglegt í keppninni að þessu sinni, en bílar þess eru í fyrst, öðru og sjöunda sæti. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Sebastian Loeb byrjar vel í sinni fyrstu keppni í Dakar þolaksturskeppninni því hann vann fyrstu dagleiðina í gær og er nú með 2 mínútna og 23 sekúndna forskot á næsta mann. Loeb var fyrstur í hverri einustu tímatöku keppninnar í gær, en hún spannaði alls 386 kílómetra. Næstur á eftir Loeb er annar liðsmaður Loeb, Stephane Peterhansel, en þeir aka báðir Peugeot bílum. Peterhansel hefur unnið Dakar rallið nokkrum sinnum. Sebastian Loeb var sjálfur steinhissa á því að hann hafi unnið dagleiðina þar sem hann var einn af þeim sem sat fastur um tíma í drullusvaði sem myndast hafði eftir miklar rigningar í Argentínu. Loeb sat fastur í um 2 mínútur, sem sýnir hversu hratt hann hefur ekið er hann ekki sat fastur. Þriðji liðsmaður Peugeot, Carlos Sainz lenti hinvegar í miklum vandræðum og tapaði 10 mínútum á vélarbilun og er þess vegna ekki á meðal 10 fyrstu manna. Nani Roma, sem vann keppnina árið 2014 lenti einnig í vandræðum á Mini bíl sínum í drullunni og tapaði 45 mínútum fastur í henni. Sigurvegarinn í fyrra, Nasser Al-Attiyah er 4 mínútum á eftir Loeb og í 8. sæti en það sprakk á bíl hans í gær. Á þessari niðurstöðu í gær má sjá að Peugeot er mjög sigurstranglegt í keppninni að þessu sinni, en bílar þess eru í fyrst, öðru og sjöunda sæti.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent