Villandi val Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2016 14:00 Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014 fyrir starf sitt að umhverfismálum og framleiðslu sjálfbærrar orku. Á loftslagsráðstefnunni í París sem lauk fyrir áramót gaf borgin það út að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% fyrir árið 2020 og um 73% árið 2050. Þetta verður gert með því að breyta ferðavenjum, með þéttingu byggðar, plöntun trjáa til mótvægis og með bættri meðhöndlun úrgangs. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að ákveðið hafi verið að hirða sorp á fjórtán daga fresti í stað tíu daga og að sorphirðugjöld verði hækkuð um allt að 38%. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir um að ræða skerðingu á þjónustu við íbúa á sama tíma og gjöld séu hækkuð. Þó hann fagni fleiri flokkunarmöguleikum og kostum segir hann ýmis vandamál óleyst, eins og yfirfullar sorpgeymslur fjölbýlishúsa, fjúkandi rusl í vondum veðrum og fleira. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá í kjölfarið ástæðu til þess að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Það er verið að auka val, auka flokkun og endurvinnslu, og auka fjölbreytni í þjónustunni í sorphirðunni í Reykjavík,“ sagði Dagur sem sagði þessa breytingu í takt við umhverfissjónarmið og breytta tíma. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru stærsta verkefni mannkyns til næstu áratuga. Sú staðreynd ætti að vera flestum ljós. Hins vegar hefur afneitun vandans tafið eða komið í veg fyrir aðgerðir. Gríðarlegt framfaraskref var tekið í París þegar skrifað var undir tímamótaloftslagssamkomulag til þess að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Ísland gerði enga fyrirvara við sitt framlag og þátttöku í samkomulaginu. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80% orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Þátttaka og átak í þessum málum hjá Reykjavíkurborg og öðrum borgum heims verður því augljóslega að vera veruleg eigi markmið Parísarsamkomulagsins að nást. Breytt sorphirða, með tilkomu nýrrar tunnu sem tekur á móti plasti, er liður í því að framfylgja stefnu borgarinnar samkvæmt samkomulaginu. Flokkunin verður því meiri og úrgangur ætti að minnka og þannig ef til vill, hægt að hirða sjaldnar. Það er ef allt gengur upp. Málflutningur borgarstjóra um að verið sé að auka val er hins vegar villandi. Augljóslega er verið að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er til lítils að setja það í einhvern valfrelsisbúning til að villa um fyrir fólki. Líkast til eru þeir margir sem eru hundleiðir á að flokka og hafa engan áhuga á því. Val þeirra er ekkert. Fyrir þá er þetta fyrirhöfn. Og það er rétt hjá Júlíusi að benda á að á sumum stöðum getur útfærslan orðið bagaleg og líklegt að í einhvern tíma verði hnökrar á framkvæmdinni með tilheyrandi fjúkandi rusli og yfirfullum tunnum. En það verður tímabundið. Það sem er hins vegar kristaltært er að þessi aðgerð er nauðsynleg. Ísland hefur skuldbundið sig á alþjóðlegum vettvangi til að gera eitthvað í loftslagsmálunum og meðhöndlun úrgangs er skref í þá átt að uppfylla þær skuldbindingar. Flokkunin er fyrirhafnarinnar virði – alveg sama þó einhverjir verði hundfúlir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014 fyrir starf sitt að umhverfismálum og framleiðslu sjálfbærrar orku. Á loftslagsráðstefnunni í París sem lauk fyrir áramót gaf borgin það út að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% fyrir árið 2020 og um 73% árið 2050. Þetta verður gert með því að breyta ferðavenjum, með þéttingu byggðar, plöntun trjáa til mótvægis og með bættri meðhöndlun úrgangs. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að ákveðið hafi verið að hirða sorp á fjórtán daga fresti í stað tíu daga og að sorphirðugjöld verði hækkuð um allt að 38%. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir um að ræða skerðingu á þjónustu við íbúa á sama tíma og gjöld séu hækkuð. Þó hann fagni fleiri flokkunarmöguleikum og kostum segir hann ýmis vandamál óleyst, eins og yfirfullar sorpgeymslur fjölbýlishúsa, fjúkandi rusl í vondum veðrum og fleira. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá í kjölfarið ástæðu til þess að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Það er verið að auka val, auka flokkun og endurvinnslu, og auka fjölbreytni í þjónustunni í sorphirðunni í Reykjavík,“ sagði Dagur sem sagði þessa breytingu í takt við umhverfissjónarmið og breytta tíma. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru stærsta verkefni mannkyns til næstu áratuga. Sú staðreynd ætti að vera flestum ljós. Hins vegar hefur afneitun vandans tafið eða komið í veg fyrir aðgerðir. Gríðarlegt framfaraskref var tekið í París þegar skrifað var undir tímamótaloftslagssamkomulag til þess að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Ísland gerði enga fyrirvara við sitt framlag og þátttöku í samkomulaginu. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80% orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Þátttaka og átak í þessum málum hjá Reykjavíkurborg og öðrum borgum heims verður því augljóslega að vera veruleg eigi markmið Parísarsamkomulagsins að nást. Breytt sorphirða, með tilkomu nýrrar tunnu sem tekur á móti plasti, er liður í því að framfylgja stefnu borgarinnar samkvæmt samkomulaginu. Flokkunin verður því meiri og úrgangur ætti að minnka og þannig ef til vill, hægt að hirða sjaldnar. Það er ef allt gengur upp. Málflutningur borgarstjóra um að verið sé að auka val er hins vegar villandi. Augljóslega er verið að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er til lítils að setja það í einhvern valfrelsisbúning til að villa um fyrir fólki. Líkast til eru þeir margir sem eru hundleiðir á að flokka og hafa engan áhuga á því. Val þeirra er ekkert. Fyrir þá er þetta fyrirhöfn. Og það er rétt hjá Júlíusi að benda á að á sumum stöðum getur útfærslan orðið bagaleg og líklegt að í einhvern tíma verði hnökrar á framkvæmdinni með tilheyrandi fjúkandi rusli og yfirfullum tunnum. En það verður tímabundið. Það sem er hins vegar kristaltært er að þessi aðgerð er nauðsynleg. Ísland hefur skuldbundið sig á alþjóðlegum vettvangi til að gera eitthvað í loftslagsmálunum og meðhöndlun úrgangs er skref í þá átt að uppfylla þær skuldbindingar. Flokkunin er fyrirhafnarinnar virði – alveg sama þó einhverjir verði hundfúlir.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun