RAV4 Hybrid á fyrstu sýningu ársins hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 09:00 Afturendi Toyota RAV4 Hybrid. Toyota Laugardaginn 9. janúar verður fyrsta bílasýning ársins hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Reykjanesbæ, Kauptúni, á Akureyri og Selfossi. Opið verður frá kl. 12:00 til 16:00. Stjarna sýningarinnar verður RAV4 sem nú verður í fyrsta sinn kynntur í Hybridútfærslu. Góð reynsla er komin á Hybridtæknina frá því Toyota kynnti hana fyrst með Prius árið 1997. Síðan þá hafa Auris og Yaris bæst í hópinn auk þess sem bílar frá Lexus hafa þennan búnað. Meira en 8 milljón Toyota- og Lexusbílar hafa verið seldir með Hybridbúnaði. Hybridtæknin nýtir orkuna sem annars fer til spillis þegar bremsað er og breytir henni í rafmagn sem síðan er notuð til að knýja bílinn. Bíllinn verður því sparneytnari með Hybridbúnaði. RAV4 Hybrid verður nú fáanlegur bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, fjórhjóladrifinn með venjulegri bensínvél og framhjóladrifinn með dísilvél. Verð RAV4 er frá 4.990.000 kr. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent
Laugardaginn 9. janúar verður fyrsta bílasýning ársins hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Reykjanesbæ, Kauptúni, á Akureyri og Selfossi. Opið verður frá kl. 12:00 til 16:00. Stjarna sýningarinnar verður RAV4 sem nú verður í fyrsta sinn kynntur í Hybridútfærslu. Góð reynsla er komin á Hybridtæknina frá því Toyota kynnti hana fyrst með Prius árið 1997. Síðan þá hafa Auris og Yaris bæst í hópinn auk þess sem bílar frá Lexus hafa þennan búnað. Meira en 8 milljón Toyota- og Lexusbílar hafa verið seldir með Hybridbúnaði. Hybridtæknin nýtir orkuna sem annars fer til spillis þegar bremsað er og breytir henni í rafmagn sem síðan er notuð til að knýja bílinn. Bíllinn verður því sparneytnari með Hybridbúnaði. RAV4 Hybrid verður nú fáanlegur bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, fjórhjóladrifinn með venjulegri bensínvél og framhjóladrifinn með dísilvél. Verð RAV4 er frá 4.990.000 kr.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent