Maðurinn á bak við helstu poppslagarana Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. febrúar 2015 10:30 Max Martin hefur unnið að vinnslu laga sem selst hafa í rúmlega 135 milljónum eintaka. Nordicphotos/Getty Nafnið Max Martin þekkja líklega ekki allir en flestir ættu þó að þekkja þau nöfn sem flutt hafa tónlist sem Max hefur samið eða útsett, eins og Backstreet Boys, Britney Spears, Taylor Swift og Katy Perry svo nokkur séu nefnd. Maðurinn hefur átt nítján lög sem náð hafa fyrsta sæti Billboard-vinsældalistans. Aðeins John Lennon og Paul McCartney, undir nafninu The Beatles eða sem sólólistamenn, hafa náð betri árangri en Max Martin á listanum sem lagahöfundar. Þá er George Martin, upptökustjóri The Beatles, eini upptökustjórinn sem skákar honum hvað varðar fjölda topplaga á vinsældalistum. Max Martin hefur einnig átt 54 lög sem komist hafa á topp 10 vinsældarlista, sem eru flest lög á topp 10 sem upptökustjóri og lagahöfundur hefur náð.Backstreet BoysÞrátt fyrir alla þessa ótrúlegu velgengni var Martin að vinna sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári, sem upptökustjóri ársins í dægurtónlist. Hann var tilnefndur fyrir upptökustjórn á eftirfarandi lögum, Shake It Off flutt af Taylor Swift, Problem og Break Free flutt af Ariana Grande, Dark Horse og Unconditionally flutt af Katy Perry og síðast en ekki síst lagið Bang Bang í flutningi Jessie J, Ariana Grande og Nicki Minaj. Með öðrum orðum, flest öll þau lög sem voru mest spiluð á poppútvarpsstöðvum heimsins síðasta árið. Ólíkt mönnum eins og Pharrell, sem setur nafn sitt og sína persónu við allt sem hann gerir þá hefur Martin aldrei notað sína persónu til þess að fá athygli. Hann hefur ávallt látið sköpunina tala sínu máli. Martin kemur til að mynda örsjaldan í viðtöl sem segir mikið um persónu hans.Britney SpearsHver er Max Martin? Max Martin heitir réttu nafni Karl Martin Sandberg og fæddist í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, þann 26. febrúar árið 1971. Sem barn nam hann almenna tónlistarfræði og á táningsaldri söng hann í ýmsum hljómsveitum. Hann gekk svo til liðs við glamúrmetalsveitina It’s Alive og var aðalsöngvari hennar. Hann hætti í framhaldsskóla til þess að elta tónlistardrauminn og sú ákvörðun átti eftir að borga sig. Hljómsveitin hans fékk samning við Cheiron Records og vann með upptökustjóranum Denniz PoP og eftir að hafa gefið út plötuna Earthquake Visions fór sveitin í tónleikaferð með hljómsveitinni Kingdom Come.'N SyncMax Martin fór svo að vinna með upptökustjóra hljómsveitarinnar sinnar, Denniz PoP, og varð hann mentor Martins eftir að PoP tók eftir hversu hæfileikaríkur Martin var, sérstaklega á sviði popptónsmíða. Hann var í kjölfarið ráðinn til starfa í Cheiron-hljóðverið í Svíþjóð. Hann vann þar náið með lærimeistara sínum Denniz PoP og eitt af hans fyrstu verkum var upptökustjórn á annarri plötu Ace of Base, The Bridge. Martin yfirgaf hljómsveitina sína It’s Alive árið 1995. Sama ár hóf Martin samstarf við bandaríska plötufyrirtækið Zomba sem var í eigu Sony, og er upphafið á ævintýrinu hans með Backstreet Boys en fyrsta lagið sem hann vann með strákasveitinni var lagið Quit Playing Games (With My Heart). Þá fóru slagarar á borð við As Long As You Love Me og Everybody (Backstreet‘s Back) að verða til og eru þessi lög og samstarf hans við Backstreet Boys upphafið á ótrúlegum ferli hans sem upptökustjóri og lagahöfundur.Katy Perry og Taylor Swift hafa flutt nokkra slagara eftir Max Martin.Nokkur af hans þekktustu verkum Max Martin hefur skapað tónlist sem selst hefur í rúmlega 135 milljónum eintaka smáskífulaga. Hér er listi yfir nokkur af vinsælustu lögunum sem hann hefur samið, útsett eða stjórnað upptökum á.Katy Perry: I Kissed a Girl, Teenage Dream, California Gurls, Roar, Dark Horse.Britney Spears: Oops!… I Did It Again, Stronger, …Baby One More Time, Till The World Ends.Backstreet Boys: Quit Playing Games With My Heart, I Want It That Way, Larger Than Life, As Long As You Love Me, Shape of My Heart.N’Sync: Tearin’ Up My Heart, It’s Gonna Be Me, I Want You Back.Kelly Clarkson: Since You’ve Been Gone, My Life Would Suck Without You.Taylor Swift: We Are Never Ever Getting Back Together, I Knew You Were Trouble, 22, Shake It Off, Blank Space, Style.Bon Jovi: It’s My Life.Maroon 5: One More Night. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nafnið Max Martin þekkja líklega ekki allir en flestir ættu þó að þekkja þau nöfn sem flutt hafa tónlist sem Max hefur samið eða útsett, eins og Backstreet Boys, Britney Spears, Taylor Swift og Katy Perry svo nokkur séu nefnd. Maðurinn hefur átt nítján lög sem náð hafa fyrsta sæti Billboard-vinsældalistans. Aðeins John Lennon og Paul McCartney, undir nafninu The Beatles eða sem sólólistamenn, hafa náð betri árangri en Max Martin á listanum sem lagahöfundar. Þá er George Martin, upptökustjóri The Beatles, eini upptökustjórinn sem skákar honum hvað varðar fjölda topplaga á vinsældalistum. Max Martin hefur einnig átt 54 lög sem komist hafa á topp 10 vinsældarlista, sem eru flest lög á topp 10 sem upptökustjóri og lagahöfundur hefur náð.Backstreet BoysÞrátt fyrir alla þessa ótrúlegu velgengni var Martin að vinna sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári, sem upptökustjóri ársins í dægurtónlist. Hann var tilnefndur fyrir upptökustjórn á eftirfarandi lögum, Shake It Off flutt af Taylor Swift, Problem og Break Free flutt af Ariana Grande, Dark Horse og Unconditionally flutt af Katy Perry og síðast en ekki síst lagið Bang Bang í flutningi Jessie J, Ariana Grande og Nicki Minaj. Með öðrum orðum, flest öll þau lög sem voru mest spiluð á poppútvarpsstöðvum heimsins síðasta árið. Ólíkt mönnum eins og Pharrell, sem setur nafn sitt og sína persónu við allt sem hann gerir þá hefur Martin aldrei notað sína persónu til þess að fá athygli. Hann hefur ávallt látið sköpunina tala sínu máli. Martin kemur til að mynda örsjaldan í viðtöl sem segir mikið um persónu hans.Britney SpearsHver er Max Martin? Max Martin heitir réttu nafni Karl Martin Sandberg og fæddist í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, þann 26. febrúar árið 1971. Sem barn nam hann almenna tónlistarfræði og á táningsaldri söng hann í ýmsum hljómsveitum. Hann gekk svo til liðs við glamúrmetalsveitina It’s Alive og var aðalsöngvari hennar. Hann hætti í framhaldsskóla til þess að elta tónlistardrauminn og sú ákvörðun átti eftir að borga sig. Hljómsveitin hans fékk samning við Cheiron Records og vann með upptökustjóranum Denniz PoP og eftir að hafa gefið út plötuna Earthquake Visions fór sveitin í tónleikaferð með hljómsveitinni Kingdom Come.'N SyncMax Martin fór svo að vinna með upptökustjóra hljómsveitarinnar sinnar, Denniz PoP, og varð hann mentor Martins eftir að PoP tók eftir hversu hæfileikaríkur Martin var, sérstaklega á sviði popptónsmíða. Hann var í kjölfarið ráðinn til starfa í Cheiron-hljóðverið í Svíþjóð. Hann vann þar náið með lærimeistara sínum Denniz PoP og eitt af hans fyrstu verkum var upptökustjórn á annarri plötu Ace of Base, The Bridge. Martin yfirgaf hljómsveitina sína It’s Alive árið 1995. Sama ár hóf Martin samstarf við bandaríska plötufyrirtækið Zomba sem var í eigu Sony, og er upphafið á ævintýrinu hans með Backstreet Boys en fyrsta lagið sem hann vann með strákasveitinni var lagið Quit Playing Games (With My Heart). Þá fóru slagarar á borð við As Long As You Love Me og Everybody (Backstreet‘s Back) að verða til og eru þessi lög og samstarf hans við Backstreet Boys upphafið á ótrúlegum ferli hans sem upptökustjóri og lagahöfundur.Katy Perry og Taylor Swift hafa flutt nokkra slagara eftir Max Martin.Nokkur af hans þekktustu verkum Max Martin hefur skapað tónlist sem selst hefur í rúmlega 135 milljónum eintaka smáskífulaga. Hér er listi yfir nokkur af vinsælustu lögunum sem hann hefur samið, útsett eða stjórnað upptökum á.Katy Perry: I Kissed a Girl, Teenage Dream, California Gurls, Roar, Dark Horse.Britney Spears: Oops!… I Did It Again, Stronger, …Baby One More Time, Till The World Ends.Backstreet Boys: Quit Playing Games With My Heart, I Want It That Way, Larger Than Life, As Long As You Love Me, Shape of My Heart.N’Sync: Tearin’ Up My Heart, It’s Gonna Be Me, I Want You Back.Kelly Clarkson: Since You’ve Been Gone, My Life Would Suck Without You.Taylor Swift: We Are Never Ever Getting Back Together, I Knew You Were Trouble, 22, Shake It Off, Blank Space, Style.Bon Jovi: It’s My Life.Maroon 5: One More Night.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira