Allt frá barnahjali yfir í náttúruupptökur Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. ágúst 2015 08:00 Kammerhópurinn Nordic Affect sendi frá sér plötu sem hefur strax vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Platan fer í dreifingu hér á landi í dag. mynd/David Oldfield Bandarískir miðlar hafa lofsamað nýjustu plötu íslenska kammerhópsins Nordic Affect en hún ber nafnið Clockworking. Hún var til að mynda plata vikunnar á Q2 Music útvarpsstöðinni í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Platan kom út á heimsvísu fyrir helgi en fer í dreifingu hér á landi í dag. „Við erum ótrúlega ánægðar með þessi ofur jákvæðu viðbrögð. Það er greinilega mikill áhugi fyrir Clockworking og í raun bárust ótrúlega sterk viðbrögð úr hinum ýmsu áttum löngu áður en hún fór í almenna dreifingu,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi kammerhópsins Nordic Affect.Frábær gagnrýni „Þetta er þriðja platan okkar þó að við höfum í raun spilað inn á sex plötur alls. Síðasta var gefin út í Hollandi og um var að ræða plötu með barokktónlist sem heyrist sjaldan eða nánast aldrei í heiminum. Clockworking er hins vegar stútfull af magnaðri tónlist eftir kventónskáld sem samin hefur verið sérstaklega fyrir okkur og því í okkar huga afurð frjós samstarfs. Öll verkin má segja að eigi það sameiginlegt að vera skrifuð á ótrúlega næmum skala og í nokkrum verkum fléttast inn í hana rafhljóð á borð við náttúruupptökur og eitt fallegasta hljóð í heimi; barnahjal.“ Bandaríska tónlistarsíðan NPR Music valdi titillag plötunnar inn í seríuna „Songs We Love“. Önnur bandarísk tónlistarvefsíða, Second Inversion, gagnrýndi plötuna á dögunum og endaði gagnrýnin á því að segja að hver einasta mínúta af þessari 45 mínútna löngu plötu ætti skilið óskipta athygli hlustandans. „Það er auðvitað mikill heiður að komast á þennan spilalista hjá NPR, við vitum að það er ekkert grín að komast þangað inn og í raun magnað að sjá tónlist, sem er samkvæmt einhverjum mælistikum merkt sem nútímatónlist, vera stefnt á lista með indie og poppi. Í raun undirstrikar þetta að tónlist er að breytast og landamæri að færast til og jafnvel mást út; á endanum verður þetta bara kannski þannig að við hlustum hreinlega á lög sem við elskum svona til að vísa í NPR-hugmyndina. Þar fyrir utan er auðvitað ólýsanleg tilfinning að sjá að tónlist sem maður ann og hefur þróast með allt frá frumflutningi til upptöku er að hreyfa við fólki og virðist um leið vera innlegg sem þeir ,sem hafa spáð í íslenska tónlist, eru mjög spenntir fyrir.“Halla Steinunn Stefánsdóttir.mynd/David OldfieldBjörk og Sigur Rós mikil hjálp Halla Steinunn segir að velgengni annarra íslenskra tónlistarmanna erlendis hafi auðvitað haft sitt að segja hvað varðar hin jákvæðu viðbrögð sem nýja platan fær. „Auðvitað er maður þakklátur aðilum á borð við Björk og Sigur Rós sem hafa stimplað íslenska tónlist heldur betur inn á alheimskortið. Um leið held ég að ekki margir viti hér heima hvað tónskáld á borð við Önnu Þorvaldsdóttur og Daníel Bjarnason eru að gera frábæra hluti fyrir íslenska tónlist utan landsteinanna og opna þar með ýmsar dyr og kveikja í áhuga fólks.“ Meðlimir hópsins eru, auk Höllu Steinunnar, Georgia Browne, Guðrún Hrund Harðardóttir, Hanna Loftsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir og einkennist starf hópsins af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali. Hann var valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra og tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Bandaríska fyrirtækið Sono Luminus gefur plötuna út en á henni er að finna verk eftir fimm íslensk tónskáld, þær Önnu Þorvaldsdóttur, Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur og Þuríði Jónsdóttur. Platan var tekin upp af Georg Magnússyni og um hljóðblöndun og eftirvinnslu sá Valgeir Sigurðsson í Gróðurhúsinu. Halla segir hópinn þegar vera í samningaviðræðum við Bandaríkin um upptökur á næstu plötu haustið 2016. Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bandarískir miðlar hafa lofsamað nýjustu plötu íslenska kammerhópsins Nordic Affect en hún ber nafnið Clockworking. Hún var til að mynda plata vikunnar á Q2 Music útvarpsstöðinni í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Platan kom út á heimsvísu fyrir helgi en fer í dreifingu hér á landi í dag. „Við erum ótrúlega ánægðar með þessi ofur jákvæðu viðbrögð. Það er greinilega mikill áhugi fyrir Clockworking og í raun bárust ótrúlega sterk viðbrögð úr hinum ýmsu áttum löngu áður en hún fór í almenna dreifingu,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi kammerhópsins Nordic Affect.Frábær gagnrýni „Þetta er þriðja platan okkar þó að við höfum í raun spilað inn á sex plötur alls. Síðasta var gefin út í Hollandi og um var að ræða plötu með barokktónlist sem heyrist sjaldan eða nánast aldrei í heiminum. Clockworking er hins vegar stútfull af magnaðri tónlist eftir kventónskáld sem samin hefur verið sérstaklega fyrir okkur og því í okkar huga afurð frjós samstarfs. Öll verkin má segja að eigi það sameiginlegt að vera skrifuð á ótrúlega næmum skala og í nokkrum verkum fléttast inn í hana rafhljóð á borð við náttúruupptökur og eitt fallegasta hljóð í heimi; barnahjal.“ Bandaríska tónlistarsíðan NPR Music valdi titillag plötunnar inn í seríuna „Songs We Love“. Önnur bandarísk tónlistarvefsíða, Second Inversion, gagnrýndi plötuna á dögunum og endaði gagnrýnin á því að segja að hver einasta mínúta af þessari 45 mínútna löngu plötu ætti skilið óskipta athygli hlustandans. „Það er auðvitað mikill heiður að komast á þennan spilalista hjá NPR, við vitum að það er ekkert grín að komast þangað inn og í raun magnað að sjá tónlist, sem er samkvæmt einhverjum mælistikum merkt sem nútímatónlist, vera stefnt á lista með indie og poppi. Í raun undirstrikar þetta að tónlist er að breytast og landamæri að færast til og jafnvel mást út; á endanum verður þetta bara kannski þannig að við hlustum hreinlega á lög sem við elskum svona til að vísa í NPR-hugmyndina. Þar fyrir utan er auðvitað ólýsanleg tilfinning að sjá að tónlist sem maður ann og hefur þróast með allt frá frumflutningi til upptöku er að hreyfa við fólki og virðist um leið vera innlegg sem þeir ,sem hafa spáð í íslenska tónlist, eru mjög spenntir fyrir.“Halla Steinunn Stefánsdóttir.mynd/David OldfieldBjörk og Sigur Rós mikil hjálp Halla Steinunn segir að velgengni annarra íslenskra tónlistarmanna erlendis hafi auðvitað haft sitt að segja hvað varðar hin jákvæðu viðbrögð sem nýja platan fær. „Auðvitað er maður þakklátur aðilum á borð við Björk og Sigur Rós sem hafa stimplað íslenska tónlist heldur betur inn á alheimskortið. Um leið held ég að ekki margir viti hér heima hvað tónskáld á borð við Önnu Þorvaldsdóttur og Daníel Bjarnason eru að gera frábæra hluti fyrir íslenska tónlist utan landsteinanna og opna þar með ýmsar dyr og kveikja í áhuga fólks.“ Meðlimir hópsins eru, auk Höllu Steinunnar, Georgia Browne, Guðrún Hrund Harðardóttir, Hanna Loftsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir og einkennist starf hópsins af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali. Hann var valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra og tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Bandaríska fyrirtækið Sono Luminus gefur plötuna út en á henni er að finna verk eftir fimm íslensk tónskáld, þær Önnu Þorvaldsdóttur, Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur og Þuríði Jónsdóttur. Platan var tekin upp af Georg Magnússyni og um hljóðblöndun og eftirvinnslu sá Valgeir Sigurðsson í Gróðurhúsinu. Halla segir hópinn þegar vera í samningaviðræðum við Bandaríkin um upptökur á næstu plötu haustið 2016.
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira