Þú ert svo heppin með maka! sigga dögg skrifar 31. júlí 2015 11:00 Vísir/Getty Ég las frábæran pistil nýverið þar sem eldri kona átti ekki til orð yfir það hversu heppin dóttir hennar væri í makavali. Það að karlmaður skipti um bleyju og passi börnin og jafnvel vaski upp! Svona voru mennirnir ekki í hennar tíð og hún skyldi sko þakka sínum lukkustjörnum fyrir að hafa nælt í svona nútímamann. Það hefur sumsé orðið einhver stökkbreyting í karlmönnum tuttugustuogfyrstu aldarinnar og geta þeir nú hluti sem menn gátu ekki gert áður. Ég fæ oft að heyra þetta. Ég á góðan mann sem stendur mér jafnfætis í lífinu en samt fæ ég að heyra hvað ég sé heppin að hafa nælt mér í hann, ekki öfugt. Fólk liggur við signir sig yfir því að hann sjái um endurvinnsluna, kúkableyjurnar og sæki á leikskólann. „Sigga mín, þú mátt ekki vera of hörð við hann, leyfirðu honum ekki örugglega að fara út með strákunum?“ Það að hann sýni sambandinu okkar, og börnunum, þá tillitssemi að kanna hvort það henti að fara út ákveðið kvöld og er að biðja mig um leyfi. Og ef ég segi að það henti illa þá er ég gribban sem bannar honum að hitta vini sína. Svo ég tali nú ekki um ef maður spyr hvenær von sé á viðkomandi heim. Hvaða rugl er þetta?!Fara kröfur saman við makaleit? Ein frábær vinkona mín hefur vandað valið í makaleitinni. Hún er reglulega minnt á að fjölgunarklukkan sé farin að tifa ansi hátt og fólk veltir því fyrir sér hvort hún sé ekki alltof kröfuhörð þegar kemur að maka. Svo hlýtur líka eitthvað að vera að henni að vera á lausu svona lengi. Ég meina, er virkilega enginn nógu góður fyrir hana? Getur hún ekki aðeins slakað á kröfunum, enginn er nú einu sinni fullkominn. Það er út af svona röfli sem ég hringdi nýlega í hana og hrósaði henni fyrir að standa með sér og ekki slá af kröfunum. Þú átt ekki að veita afslátt af lífshamingju bara af því að öðrum þykir óþægilegt að þú sért ein. Önnur vinkona mín sagði einmitt að hún vildi ekki fara í samband nema viðkomandi myndi bæta líf hennar en ekki vera dragbítur á það. Ég man að orð hennar sátu í mér því þau meika sens. Betra er autt rúm en illa skipað.Makaleit með lista Eitt skipti sat ég á kaffihúsi með dagbókina mína, og eins og svo oft áður, hripaði ég niður hugrenningar nema í þetta skipti voru það ekki málefni líðandi stundar sem ég velti fyrir mér heldur var það makaleitin. Eftir að hafa rekist á nokkur mislukkuð eintök af einstaklingum þá fæddist listinn yfir hinn fullkomna maka. Sko, minn fullkomna maka. Á listanum voru furðulegir hlutir eins og að hann ætti að eiga ákveðna tegund af peysu eða vera til í að vera í þannig peysu og svo að fara í langa göngutúra, vera til í að ferðast um hnöttinn, kunna að koma mér á óvart og yrði að vera glaðlyndur. Þegar loksins kom að því að renna yfir hinn ágæta lista (sem var löngu grafinn ofan í kassa en hafði greypst vandlega í hugann) þá kom það mér skemmtilega á óvart hvað þetta var áreynslulaust og skemmtilegt. Það að segja hvað skiptir þig máli í sambandi er góð æfing og slípar fólk saman. Ef þið hafið ekki sömu grunngildin þá getur það verið stór hindrun í sambandinu. Skítt með peysuna en að vera náttúrulega neikvæður? Nei takk!Engin aukakíló takk Þú þarft ekki að nenna lengur að sitja uppi með einhverja meðvirka drullusokka sem drekka frá sér vit og rænu, kunna ekki að litaskipta í þvottavél og væla yfir hvað matseldin hennar mömmu sé best í heimi. Maki á að bæta við líf manns en ekki vera eins og auka hundrað kílóa hnúður á bakinu, við getum alveg séð sjálf um að bæta á okkur aukakílóum. Stattu með þér í makaleit og leyfðu þér að hafa kröfur því þú veist best hvað hentar þér og sá eða sú sem ekki getur tekið því má bara halda áfram að sötra bjór á barnum með félögunum. Heilsa Tengdar fréttir Kremjum óléttutabúin Þungun er að drukkna í tabúum en nú verður sagt stopp. 24. júlí 2015 11:00 Bankalán og blæðingar Af hverju eru blæðingar tabú umræðuefni? Þú getur tekið þátt í því að brjóta tabúið 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég las frábæran pistil nýverið þar sem eldri kona átti ekki til orð yfir það hversu heppin dóttir hennar væri í makavali. Það að karlmaður skipti um bleyju og passi börnin og jafnvel vaski upp! Svona voru mennirnir ekki í hennar tíð og hún skyldi sko þakka sínum lukkustjörnum fyrir að hafa nælt í svona nútímamann. Það hefur sumsé orðið einhver stökkbreyting í karlmönnum tuttugustuogfyrstu aldarinnar og geta þeir nú hluti sem menn gátu ekki gert áður. Ég fæ oft að heyra þetta. Ég á góðan mann sem stendur mér jafnfætis í lífinu en samt fæ ég að heyra hvað ég sé heppin að hafa nælt mér í hann, ekki öfugt. Fólk liggur við signir sig yfir því að hann sjái um endurvinnsluna, kúkableyjurnar og sæki á leikskólann. „Sigga mín, þú mátt ekki vera of hörð við hann, leyfirðu honum ekki örugglega að fara út með strákunum?“ Það að hann sýni sambandinu okkar, og börnunum, þá tillitssemi að kanna hvort það henti að fara út ákveðið kvöld og er að biðja mig um leyfi. Og ef ég segi að það henti illa þá er ég gribban sem bannar honum að hitta vini sína. Svo ég tali nú ekki um ef maður spyr hvenær von sé á viðkomandi heim. Hvaða rugl er þetta?!Fara kröfur saman við makaleit? Ein frábær vinkona mín hefur vandað valið í makaleitinni. Hún er reglulega minnt á að fjölgunarklukkan sé farin að tifa ansi hátt og fólk veltir því fyrir sér hvort hún sé ekki alltof kröfuhörð þegar kemur að maka. Svo hlýtur líka eitthvað að vera að henni að vera á lausu svona lengi. Ég meina, er virkilega enginn nógu góður fyrir hana? Getur hún ekki aðeins slakað á kröfunum, enginn er nú einu sinni fullkominn. Það er út af svona röfli sem ég hringdi nýlega í hana og hrósaði henni fyrir að standa með sér og ekki slá af kröfunum. Þú átt ekki að veita afslátt af lífshamingju bara af því að öðrum þykir óþægilegt að þú sért ein. Önnur vinkona mín sagði einmitt að hún vildi ekki fara í samband nema viðkomandi myndi bæta líf hennar en ekki vera dragbítur á það. Ég man að orð hennar sátu í mér því þau meika sens. Betra er autt rúm en illa skipað.Makaleit með lista Eitt skipti sat ég á kaffihúsi með dagbókina mína, og eins og svo oft áður, hripaði ég niður hugrenningar nema í þetta skipti voru það ekki málefni líðandi stundar sem ég velti fyrir mér heldur var það makaleitin. Eftir að hafa rekist á nokkur mislukkuð eintök af einstaklingum þá fæddist listinn yfir hinn fullkomna maka. Sko, minn fullkomna maka. Á listanum voru furðulegir hlutir eins og að hann ætti að eiga ákveðna tegund af peysu eða vera til í að vera í þannig peysu og svo að fara í langa göngutúra, vera til í að ferðast um hnöttinn, kunna að koma mér á óvart og yrði að vera glaðlyndur. Þegar loksins kom að því að renna yfir hinn ágæta lista (sem var löngu grafinn ofan í kassa en hafði greypst vandlega í hugann) þá kom það mér skemmtilega á óvart hvað þetta var áreynslulaust og skemmtilegt. Það að segja hvað skiptir þig máli í sambandi er góð æfing og slípar fólk saman. Ef þið hafið ekki sömu grunngildin þá getur það verið stór hindrun í sambandinu. Skítt með peysuna en að vera náttúrulega neikvæður? Nei takk!Engin aukakíló takk Þú þarft ekki að nenna lengur að sitja uppi með einhverja meðvirka drullusokka sem drekka frá sér vit og rænu, kunna ekki að litaskipta í þvottavél og væla yfir hvað matseldin hennar mömmu sé best í heimi. Maki á að bæta við líf manns en ekki vera eins og auka hundrað kílóa hnúður á bakinu, við getum alveg séð sjálf um að bæta á okkur aukakílóum. Stattu með þér í makaleit og leyfðu þér að hafa kröfur því þú veist best hvað hentar þér og sá eða sú sem ekki getur tekið því má bara halda áfram að sötra bjór á barnum með félögunum.
Heilsa Tengdar fréttir Kremjum óléttutabúin Þungun er að drukkna í tabúum en nú verður sagt stopp. 24. júlí 2015 11:00 Bankalán og blæðingar Af hverju eru blæðingar tabú umræðuefni? Þú getur tekið þátt í því að brjóta tabúið 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Bankalán og blæðingar Af hverju eru blæðingar tabú umræðuefni? Þú getur tekið þátt í því að brjóta tabúið 15. júní 2015 11:00