Farvegur fyrir listræna útrás Rikka skrifar 31. júlí 2015 10:15 Auður Ögn Árnadóttir Vísir/Ernir og einkasafn Fjölmargir Íslendingar hafa sótt matreiðslunámskeið af ýmsu tagi í kennslueldhúsið Salt Eldhús en fyrirtækið er kærkomin viðbót við íslenska matarmenningu. Hugmyndina að eldhúsinu á Auður Ögn Árnadóttir en hún hefur frá barnæsku haft ástríðu fyrir matargerð. „Ég man eftir því að það opnaðist fyrir mér nýr heimur þegar ég var um níu til tíu ára en þá fékk ég í hendur Matreiðslubók Mikka og Mínu. Ég hafði litla þolinmæði haft fyrir alls kyns handverki þrátt fyrir að ekkert vantaði upp á hugmyndaflugið, en í matreiðslunni fann ég farveg fyrir listræna útrás sem í mér bjó,“ segir hún. Auður Ögn er alin upp á Selfossi og bjó þar til unglingsára. Hún var einungis fimm mánaða þegar faðir hennar lést af slysförum. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir móður mína að verða ekkja aðeins tuttugu og tveggja ára með þrjú ung börn. Þau voru svo til nýflutt frá Akureyri, þaðan sem þau voru bæði, til Selfoss þar sem pabbi fékk vinnu við Búrfellsvirkjun. Um tveimur árum síðar kynnist mamma svo stjúpföður mínum en hann gekk mér í föðurstað og hefur reynst mér rosalega vel. Það er foreldrum mínum að þakka að ég elti alltaf drauma mína, en þau, ásamt eiginmanninum, eru mínir dyggustu stuðningsmenn. Þau búa núna á sveitabæ með hænur og hesta rétt fyrir utan Selfoss.“ Auður Ögn er einstaklega hugmyndarík og frjó kona en sjálf segist hún ekki vera handlagin og að skaparinn hafi ekki gefið henni ögn af þolinmæði í vöggugjöf. „Í menntaskóla heillaðist ég af franskri menningu og fór sem au pair til Frakklands, eftir það hóf ég svo nám í frönsku í Háskólanum en hvarf frá því þar sem ég sá litla atvinnumöguleika eftir námið sem vöktu áhuga hjá mér. Ég sá fyrir mér að mín biði það að vera frönskukennari í menntaskóla og það var nokkuð sem hin óþolinmóða ég gat ekki hugsað mér.“Í Jane Austen leshring í BathVísir/EinkasafnPóstkortið sem breytti öllu Segja má að það hafi verið hrein tilviljun sem réð því að Auður Ögn Árnadóttir stofnaði kennslueldhúsið Salt Eldhús á sínum tíma „Það er svolítið skemmtileg saga að segja frá því hvernig þetta byrjaði allt saman. Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera í leshring í fimmtán ár og við sem erum í honum vorum búnar að ákveða að ferðast á söguslóðir þess verks sem við kæmum til með að lesa á tíu ára afmæli hópsins. Það vildi svo heppilega til að við rákumst á auglýsingu um að Jane Austen-hátíðin í Bath yrði tíu ára þetta saman ár. Við tók undirbúningur sem fólst í því að lesa allar bækur eftir og um höfundinn og við létum sauma á okkur búninga fyrir tilefnið, en það er hefð fyrir skrúðgöngu fólks í fullum skrúða á þessari hátíð,“ segir Auður Ögn. Svo virtist sem þessi ferð væri skrifuð í skýin en tímasetningin á hátíðinni var þó ekki eina tilviljunin sem Auður upplifði í Suður-Englandi. „Fyrir ferðina hafði ég verið, eins og svo oft áður, að skoða matreiðslubækur á Amazon. Ég pantaði mér nokkrar bækur sem mér leist vel á og fékk þær sendar heim stuttu síðar. Það var ein bók í bunkanum sem vakti áhuga minn en það var bók um brauðbakstur. Þegar ég fer að rýna í bókina þá dettur póstkort í fangið á mér sem hafði verið stungið inn í bókina frá höfundinum en þar var hann að vekja athygli á því að hann væri búinn að opna matreiðsluskóla í Bath.“ Auður Ögn fór að sjálfsögðu beint og skráði sig á eitt af námskeiðunum. Þegar þær stöllur komu til borgarinnar var systir Auðar búin að leigja fyrir þær íbúð á besta stað. „Ég hafði ekkert verið með puttana í því að leigja íbúðina en þegar leigubíllinn rennir upp að húsnæðinu þá segi ég við systur mína að þetta hljóti að vera rangt heimilisfang og að hér sé kokkaskólinn sem ég sé að fara í en ekki íbúðin. Stuttu síðar komumst við svo að því að skólinn er við sömu götu, meira að segja beint á móti íbúðinni,“ segir Auður Ögn og hlær. Það var sem Auður Ögn hefði verið leidd að næsta verkefni, því að stofna matreiðsluskóla á Íslandi, því hún heillaðist algjörlega af konseptinu eftir veruna í Bath. „Ég var lengi búin að vera að velta því fyrir mér af hverju enginn væri búinn að stofna svona skóla á Íslandi en fannst ég ekki geta verið sú sem gerði það þar sem ég er ekki menntaður kokkur. Ég sé það núna að það voru óþarfa áhyggjur og algjört vanmat á sjálfri mér. Ég fæ bara fagmenn með mér í lið til að kenna og hef verið mjög heppin með þá matreiðslumenn sem hafa verið að kenna hjá mér hingað til. En ég þurfti smá tíma til að telja í mig kjark.“ Vísir/EinkasafnMeð súpermódel í vinnu Á þessum tíma rak Auður Ögn lítið fyrirtæki sem hét Tilefni og tók að sér að stílisera heimili, fyrirtæki og brúðkaup svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að hanna og selja textíllínu fyrir heimilið sem aðallega samanstóð af dúkum, púðum og viskustykkjum. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og hentaði mér ákaflega vel með með þrjú lítil börn, en þegar yngsta barnið var komið í grunnskóla fannst mér tími til kominn að gera eitthvað meira krefjandi. Ég eignaðist börnin mín frekar seint en það fyrsta eignaðist ég þrjátíu og tveggja ára gömul. Fram að því hafði ég verið mikil „career“-kona og vann t.d. í innkaupum fyrir IKEA og Vífilfell þar sem ég var síðar starfsmannastjóri. En koma barnanna breytti viðhorfi mínu til starfsframans.“ Auður Ögn og Páll, eiginmaður hennar, tóku þá ákvörðun að nota spariféð sitt til þess að stofna skólann sem í fyrstu átti að vera gæluverkefni Auðar Agnar ásamt því að vera stílisti, en þar gat hún auðveldlega skipulagt tímann sinn sjálf. „Fljótlega sá ég að fyrirtækið hafði miklu meiri möguleika en mig grunaði í fyrstu og líka hvað fólk tók þessu vel. Á þessum tíma var ég líka svo heppin að vera með súpermódel í vinnu,“ segir Auður og hlær. Með þessu orðavali á hún að sjálfsögðu við hinar litríku, fallegu og bragðgóðu frönsku makrónur sem flestir matgæðingar þekkja. „Ég hafði sjálf farið á tvö makrónunámskeið erlendis og þegar ég var að setja saman námskeiðaskrá fyrir fyrsta árið datt mér í hug að athuga áhuga Íslendinga á þessum litlu sætindum. Síðan þá hef ég haldið tæplega sjötíu námskeið af þessu tagi á tveimur árum.“ Segja mætti að það hafi verið makrónurnar góðu sem komu Salt Eldhúsi á kortið en samfélagsmiðlarnir fylltust af myndum af þessu smágerða góðgæti og sífellt fleiri vildu fá að læra réttu tökin við að búa þær til. Síðan hefur námskeiðaframboðið margfaldast og blómstrar nú skólinn í nýju húsnæði við Þórunnartún. „Við erum nýflutt í þetta dásamlega rými sem áður hýsti mötuneyti í húsi sem var forveri Ráðhúss Reykjavíkur. Hér er fagurt útsýni til allra átta og við svo sannarlega komin á réttan stað.“Glaðir þátttakendur á námskeiði hjá Salt eldhúsVísir/EinkasafnKökusjoppa verður að veruleika Það verður seint sagt um Auði Ögn að hún sitji daglangt auðum höndum. Meðfram því að sinna kennslueldhúsinu er hún að undirbúa opnun kökusjoppunnar 17 Sortir úti á Granda núna með haustinu. „Nafnið 17 Sortir kemur beint úr bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli. Þaðan kemur þessi umræða í þjóðfélaginu um að þurfa að baka 17 sortir fyrir jólin af því að sögupersónunni Hnallþóru fannst ekki taka því að leggja á borð fyrir gesti með minna en sautján sortir,“ segir Auður Ögn. Hugmyndina að búðinni var Auður Ögn búin að ganga með í maganum um nokkra stund og þegar verslunarhúsnæði í grænu húsunum úti á Granda var auglýst til leigu sótti hún um án nokkurrar vonar um að fá húsnæðið, þar sem margir voru um hituna. „Ég var alveg viss um að við fengjum ekki húsnæðið og henti bara inn umsókn upp á gamanið. Ég hugsaði að það væri gaman að fara í þetta verkefni en ef ekki þá væri það líka í lagi. Það voru um fimmtíu fyrirtæki sem sóttu um.“ Að sögn Auðar verður búðin með frönsku og hlýlegu yfirbragði og úrvalið nægilega mikið til þess að fólk fái valkvíða en samt nógu lítið til þess að hægt sé að taka ákvörðun á endanum. „Við komum til með að selja hnallþórur, bollakökur, ostakökur og fleiri tegundir en mismunandi úrval frá degi til dags þannig að búðin verður aldrei eins, þú veist aldrei hvað er í boði fyrr en þú kemur á staðinn.“ Í eldhúsinu kemur hinn nýútskrifaði bakari Íris Björk til með að ríkja, en hún hefur unnið sér það til frægðar að bera sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. „Ég vildi fá manneskju sem er með opinn huga gagnvart verkefninu og væri ekki föst í einhverju ákveðnu normi.“ Það er víst óhætt að segja að sterkar líkur séu á að sælkerar bæjarins eigi eftir að þefa uppi kökuilminn sem kemur til með að leggjast yfir svæðið þegar sjoppan verður opnuð og næsta víst að þar verði lífleg veisla fyrir augu og bragðlauka.Auður Ögn Árnadóttir, stofnandi og eigandi Salt Eldhúss sem heldur fjölbreytt matreiðslunámskeið, bæði í tengslum við bakstur og matreiðslu framandi rétta. Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar hafa sótt matreiðslunámskeið af ýmsu tagi í kennslueldhúsið Salt Eldhús en fyrirtækið er kærkomin viðbót við íslenska matarmenningu. Hugmyndina að eldhúsinu á Auður Ögn Árnadóttir en hún hefur frá barnæsku haft ástríðu fyrir matargerð. „Ég man eftir því að það opnaðist fyrir mér nýr heimur þegar ég var um níu til tíu ára en þá fékk ég í hendur Matreiðslubók Mikka og Mínu. Ég hafði litla þolinmæði haft fyrir alls kyns handverki þrátt fyrir að ekkert vantaði upp á hugmyndaflugið, en í matreiðslunni fann ég farveg fyrir listræna útrás sem í mér bjó,“ segir hún. Auður Ögn er alin upp á Selfossi og bjó þar til unglingsára. Hún var einungis fimm mánaða þegar faðir hennar lést af slysförum. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir móður mína að verða ekkja aðeins tuttugu og tveggja ára með þrjú ung börn. Þau voru svo til nýflutt frá Akureyri, þaðan sem þau voru bæði, til Selfoss þar sem pabbi fékk vinnu við Búrfellsvirkjun. Um tveimur árum síðar kynnist mamma svo stjúpföður mínum en hann gekk mér í föðurstað og hefur reynst mér rosalega vel. Það er foreldrum mínum að þakka að ég elti alltaf drauma mína, en þau, ásamt eiginmanninum, eru mínir dyggustu stuðningsmenn. Þau búa núna á sveitabæ með hænur og hesta rétt fyrir utan Selfoss.“ Auður Ögn er einstaklega hugmyndarík og frjó kona en sjálf segist hún ekki vera handlagin og að skaparinn hafi ekki gefið henni ögn af þolinmæði í vöggugjöf. „Í menntaskóla heillaðist ég af franskri menningu og fór sem au pair til Frakklands, eftir það hóf ég svo nám í frönsku í Háskólanum en hvarf frá því þar sem ég sá litla atvinnumöguleika eftir námið sem vöktu áhuga hjá mér. Ég sá fyrir mér að mín biði það að vera frönskukennari í menntaskóla og það var nokkuð sem hin óþolinmóða ég gat ekki hugsað mér.“Í Jane Austen leshring í BathVísir/EinkasafnPóstkortið sem breytti öllu Segja má að það hafi verið hrein tilviljun sem réð því að Auður Ögn Árnadóttir stofnaði kennslueldhúsið Salt Eldhús á sínum tíma „Það er svolítið skemmtileg saga að segja frá því hvernig þetta byrjaði allt saman. Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera í leshring í fimmtán ár og við sem erum í honum vorum búnar að ákveða að ferðast á söguslóðir þess verks sem við kæmum til með að lesa á tíu ára afmæli hópsins. Það vildi svo heppilega til að við rákumst á auglýsingu um að Jane Austen-hátíðin í Bath yrði tíu ára þetta saman ár. Við tók undirbúningur sem fólst í því að lesa allar bækur eftir og um höfundinn og við létum sauma á okkur búninga fyrir tilefnið, en það er hefð fyrir skrúðgöngu fólks í fullum skrúða á þessari hátíð,“ segir Auður Ögn. Svo virtist sem þessi ferð væri skrifuð í skýin en tímasetningin á hátíðinni var þó ekki eina tilviljunin sem Auður upplifði í Suður-Englandi. „Fyrir ferðina hafði ég verið, eins og svo oft áður, að skoða matreiðslubækur á Amazon. Ég pantaði mér nokkrar bækur sem mér leist vel á og fékk þær sendar heim stuttu síðar. Það var ein bók í bunkanum sem vakti áhuga minn en það var bók um brauðbakstur. Þegar ég fer að rýna í bókina þá dettur póstkort í fangið á mér sem hafði verið stungið inn í bókina frá höfundinum en þar var hann að vekja athygli á því að hann væri búinn að opna matreiðsluskóla í Bath.“ Auður Ögn fór að sjálfsögðu beint og skráði sig á eitt af námskeiðunum. Þegar þær stöllur komu til borgarinnar var systir Auðar búin að leigja fyrir þær íbúð á besta stað. „Ég hafði ekkert verið með puttana í því að leigja íbúðina en þegar leigubíllinn rennir upp að húsnæðinu þá segi ég við systur mína að þetta hljóti að vera rangt heimilisfang og að hér sé kokkaskólinn sem ég sé að fara í en ekki íbúðin. Stuttu síðar komumst við svo að því að skólinn er við sömu götu, meira að segja beint á móti íbúðinni,“ segir Auður Ögn og hlær. Það var sem Auður Ögn hefði verið leidd að næsta verkefni, því að stofna matreiðsluskóla á Íslandi, því hún heillaðist algjörlega af konseptinu eftir veruna í Bath. „Ég var lengi búin að vera að velta því fyrir mér af hverju enginn væri búinn að stofna svona skóla á Íslandi en fannst ég ekki geta verið sú sem gerði það þar sem ég er ekki menntaður kokkur. Ég sé það núna að það voru óþarfa áhyggjur og algjört vanmat á sjálfri mér. Ég fæ bara fagmenn með mér í lið til að kenna og hef verið mjög heppin með þá matreiðslumenn sem hafa verið að kenna hjá mér hingað til. En ég þurfti smá tíma til að telja í mig kjark.“ Vísir/EinkasafnMeð súpermódel í vinnu Á þessum tíma rak Auður Ögn lítið fyrirtæki sem hét Tilefni og tók að sér að stílisera heimili, fyrirtæki og brúðkaup svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að hanna og selja textíllínu fyrir heimilið sem aðallega samanstóð af dúkum, púðum og viskustykkjum. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og hentaði mér ákaflega vel með með þrjú lítil börn, en þegar yngsta barnið var komið í grunnskóla fannst mér tími til kominn að gera eitthvað meira krefjandi. Ég eignaðist börnin mín frekar seint en það fyrsta eignaðist ég þrjátíu og tveggja ára gömul. Fram að því hafði ég verið mikil „career“-kona og vann t.d. í innkaupum fyrir IKEA og Vífilfell þar sem ég var síðar starfsmannastjóri. En koma barnanna breytti viðhorfi mínu til starfsframans.“ Auður Ögn og Páll, eiginmaður hennar, tóku þá ákvörðun að nota spariféð sitt til þess að stofna skólann sem í fyrstu átti að vera gæluverkefni Auðar Agnar ásamt því að vera stílisti, en þar gat hún auðveldlega skipulagt tímann sinn sjálf. „Fljótlega sá ég að fyrirtækið hafði miklu meiri möguleika en mig grunaði í fyrstu og líka hvað fólk tók þessu vel. Á þessum tíma var ég líka svo heppin að vera með súpermódel í vinnu,“ segir Auður og hlær. Með þessu orðavali á hún að sjálfsögðu við hinar litríku, fallegu og bragðgóðu frönsku makrónur sem flestir matgæðingar þekkja. „Ég hafði sjálf farið á tvö makrónunámskeið erlendis og þegar ég var að setja saman námskeiðaskrá fyrir fyrsta árið datt mér í hug að athuga áhuga Íslendinga á þessum litlu sætindum. Síðan þá hef ég haldið tæplega sjötíu námskeið af þessu tagi á tveimur árum.“ Segja mætti að það hafi verið makrónurnar góðu sem komu Salt Eldhúsi á kortið en samfélagsmiðlarnir fylltust af myndum af þessu smágerða góðgæti og sífellt fleiri vildu fá að læra réttu tökin við að búa þær til. Síðan hefur námskeiðaframboðið margfaldast og blómstrar nú skólinn í nýju húsnæði við Þórunnartún. „Við erum nýflutt í þetta dásamlega rými sem áður hýsti mötuneyti í húsi sem var forveri Ráðhúss Reykjavíkur. Hér er fagurt útsýni til allra átta og við svo sannarlega komin á réttan stað.“Glaðir þátttakendur á námskeiði hjá Salt eldhúsVísir/EinkasafnKökusjoppa verður að veruleika Það verður seint sagt um Auði Ögn að hún sitji daglangt auðum höndum. Meðfram því að sinna kennslueldhúsinu er hún að undirbúa opnun kökusjoppunnar 17 Sortir úti á Granda núna með haustinu. „Nafnið 17 Sortir kemur beint úr bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli. Þaðan kemur þessi umræða í þjóðfélaginu um að þurfa að baka 17 sortir fyrir jólin af því að sögupersónunni Hnallþóru fannst ekki taka því að leggja á borð fyrir gesti með minna en sautján sortir,“ segir Auður Ögn. Hugmyndina að búðinni var Auður Ögn búin að ganga með í maganum um nokkra stund og þegar verslunarhúsnæði í grænu húsunum úti á Granda var auglýst til leigu sótti hún um án nokkurrar vonar um að fá húsnæðið, þar sem margir voru um hituna. „Ég var alveg viss um að við fengjum ekki húsnæðið og henti bara inn umsókn upp á gamanið. Ég hugsaði að það væri gaman að fara í þetta verkefni en ef ekki þá væri það líka í lagi. Það voru um fimmtíu fyrirtæki sem sóttu um.“ Að sögn Auðar verður búðin með frönsku og hlýlegu yfirbragði og úrvalið nægilega mikið til þess að fólk fái valkvíða en samt nógu lítið til þess að hægt sé að taka ákvörðun á endanum. „Við komum til með að selja hnallþórur, bollakökur, ostakökur og fleiri tegundir en mismunandi úrval frá degi til dags þannig að búðin verður aldrei eins, þú veist aldrei hvað er í boði fyrr en þú kemur á staðinn.“ Í eldhúsinu kemur hinn nýútskrifaði bakari Íris Björk til með að ríkja, en hún hefur unnið sér það til frægðar að bera sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. „Ég vildi fá manneskju sem er með opinn huga gagnvart verkefninu og væri ekki föst í einhverju ákveðnu normi.“ Það er víst óhætt að segja að sterkar líkur séu á að sælkerar bæjarins eigi eftir að þefa uppi kökuilminn sem kemur til með að leggjast yfir svæðið þegar sjoppan verður opnuð og næsta víst að þar verði lífleg veisla fyrir augu og bragðlauka.Auður Ögn Árnadóttir, stofnandi og eigandi Salt Eldhúss sem heldur fjölbreytt matreiðslunámskeið, bæði í tengslum við bakstur og matreiðslu framandi rétta.
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira