Fagnar tíu ára afmælinu með nýrri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2015 09:45 Retro Stefson vinnur að nýrri plötu sem kemur út á næstunni. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira