Réttlætisgangan Magnús Guðmundsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 Það geisaði mikil reiði í samfélaginu fyrstu misserin eftir fjármálahrunið á Íslandi. Reiði sem hefur vissulega dvínað en er þó efalítið ekki horfin með öllu. Starfsfólk í bönkum mátti þola að því var ógnað af ofsareiðum einstaklingum sem sáu fram á að missa allt sitt. Rándýrir jeppar voru rispaðir með lyklum og stundum var veist að karlmönnum í afskaplega fínum jakkafötum og svo mætti áfram telja. Einn af forsvarsmönnum föllnu bankanna sá sér meira að segja þann kost vænstan að finna aftur í sér sveitastrákinn og koma fram í sjónvarpsviðtali þar sem hann mokaði skít í gallabuxum, peysu og stígvélum. Magnaðir tímar og merkilegir. Það virtist þó aldrei hvarfla að yfirvöldum að það væri allt í lagi að beita fólk ofbeldi ef það var í fínum jakkafötum og keyrði um á flottum jeppa. Yfirvald og réttarfarskerfi sem sendi með einum eða öðrum hætti frá sér þau skilaboð að fólkið í fínu fötunum og á flottu jeppunum hefði nú eiginlega kallað það yfir sig sjálft að vera lamið úti á götu er eitthvað sem við sem þjóð myndum aldrei sætta okkur við. Eða er það ekki alveg öruggt? Það hefur kannski aldrei verið sama hvort er Jón eða séra Jón á Íslandi og hvað þá Jón eða Gunna. Það er víst ekki heldur sama hvort viðkomandi skreytir sig með Armani-jakkafötum eða stuttu pilsi og flegnum toppi. Það virðist að minnsta kosti skipta máli fyrir íslensku dómsvaldi sé litið til fjölmargra dóma í kynferðisbrotamálum. Þar virðist ítrekað vera talið til mildunar á refsingu ef kona var drukkin, þáði bílfar eða fylgd með ókunnugum og af einhverjum ástæðum virðist það hafa áhrif á sjálfræði hennar hvernig hún klæðir sig. Hvílík vitleysa! Ekkert af þessu er refsivert á Íslandi. Það er reyndar til lagaákvæði um að fólk eigi ekki að vera drukkið á almannafæri en það þarf ekki að koma nema einu sinni í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldi til þess að sjá að þeim lögum er ekki framfylgt. En fyrst það má ekki lemja einhvern fyrir að líta út eins og hann hafi sett banka á hausinn, hvers vegna mildar það refsinguna fyrir nauðgun ef kona hefur klætt sig með ákveðnum hætti eða fengið sér of mikið að drekka? Auðvitað er það ekki ásættanlegt. Aldrei. Og það er þess vegna sem tugþúsundir Íslendinga gengu í Druslugöngunni á laugardaginn. Vegna þess að þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi njóta ekki þess óyggjandi réttlætis sem þeir eiga að gera. Réttarins til þess að vera ekki séðir sem gerendur af kerfinu. Það kallar enginn yfir sig nauðgun! Það kallar enginn yfir sig kynferðisofbeldi! Í Druslugöngunni er gengið til réttlætis og betri tíma. Druslugangan er frelsun frá skömm sem átti aldrei heima hjá þolendum en alltaf hjá gerendum. Hún er fjöldaafl kvenna og karla á öllum aldri, þolenda, aðstandenda og allra þeirra sem sætta sig ekki við það óréttlæti sem þolendur kynferðisglæpa búa við á Íslandi. Druslugangan er afl í íslensku samfélagi sem verður ekki hunsað. Í göngunni felst ákall til allra sem koma að úrvinnslu þessara mála um að gera betur. Til þess þarf fjármagn, sérhæfingu og margfalt aukna áherslu á að gera betur í kynferðisbrotamálum. Það á ekki að vera erfitt að kæra – heldur þvert á móti hið eina rétta. Það á ekki að þurfa að bíða úrlausnar, heldur eiga kynferðisbrotamál að fá skjóta úrlausn. Það á að halda utan um fórnarlömbin en ekki saka þau um að hafa stuðlað að því að svona fór fyrir þeim. Druslugangan er bylting. Bylting sem er komin á fullt skrið og verður ekki stöðvuð fyrr en réttlæti er náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það geisaði mikil reiði í samfélaginu fyrstu misserin eftir fjármálahrunið á Íslandi. Reiði sem hefur vissulega dvínað en er þó efalítið ekki horfin með öllu. Starfsfólk í bönkum mátti þola að því var ógnað af ofsareiðum einstaklingum sem sáu fram á að missa allt sitt. Rándýrir jeppar voru rispaðir með lyklum og stundum var veist að karlmönnum í afskaplega fínum jakkafötum og svo mætti áfram telja. Einn af forsvarsmönnum föllnu bankanna sá sér meira að segja þann kost vænstan að finna aftur í sér sveitastrákinn og koma fram í sjónvarpsviðtali þar sem hann mokaði skít í gallabuxum, peysu og stígvélum. Magnaðir tímar og merkilegir. Það virtist þó aldrei hvarfla að yfirvöldum að það væri allt í lagi að beita fólk ofbeldi ef það var í fínum jakkafötum og keyrði um á flottum jeppa. Yfirvald og réttarfarskerfi sem sendi með einum eða öðrum hætti frá sér þau skilaboð að fólkið í fínu fötunum og á flottu jeppunum hefði nú eiginlega kallað það yfir sig sjálft að vera lamið úti á götu er eitthvað sem við sem þjóð myndum aldrei sætta okkur við. Eða er það ekki alveg öruggt? Það hefur kannski aldrei verið sama hvort er Jón eða séra Jón á Íslandi og hvað þá Jón eða Gunna. Það er víst ekki heldur sama hvort viðkomandi skreytir sig með Armani-jakkafötum eða stuttu pilsi og flegnum toppi. Það virðist að minnsta kosti skipta máli fyrir íslensku dómsvaldi sé litið til fjölmargra dóma í kynferðisbrotamálum. Þar virðist ítrekað vera talið til mildunar á refsingu ef kona var drukkin, þáði bílfar eða fylgd með ókunnugum og af einhverjum ástæðum virðist það hafa áhrif á sjálfræði hennar hvernig hún klæðir sig. Hvílík vitleysa! Ekkert af þessu er refsivert á Íslandi. Það er reyndar til lagaákvæði um að fólk eigi ekki að vera drukkið á almannafæri en það þarf ekki að koma nema einu sinni í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldi til þess að sjá að þeim lögum er ekki framfylgt. En fyrst það má ekki lemja einhvern fyrir að líta út eins og hann hafi sett banka á hausinn, hvers vegna mildar það refsinguna fyrir nauðgun ef kona hefur klætt sig með ákveðnum hætti eða fengið sér of mikið að drekka? Auðvitað er það ekki ásættanlegt. Aldrei. Og það er þess vegna sem tugþúsundir Íslendinga gengu í Druslugöngunni á laugardaginn. Vegna þess að þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi njóta ekki þess óyggjandi réttlætis sem þeir eiga að gera. Réttarins til þess að vera ekki séðir sem gerendur af kerfinu. Það kallar enginn yfir sig nauðgun! Það kallar enginn yfir sig kynferðisofbeldi! Í Druslugöngunni er gengið til réttlætis og betri tíma. Druslugangan er frelsun frá skömm sem átti aldrei heima hjá þolendum en alltaf hjá gerendum. Hún er fjöldaafl kvenna og karla á öllum aldri, þolenda, aðstandenda og allra þeirra sem sætta sig ekki við það óréttlæti sem þolendur kynferðisglæpa búa við á Íslandi. Druslugangan er afl í íslensku samfélagi sem verður ekki hunsað. Í göngunni felst ákall til allra sem koma að úrvinnslu þessara mála um að gera betur. Til þess þarf fjármagn, sérhæfingu og margfalt aukna áherslu á að gera betur í kynferðisbrotamálum. Það á ekki að vera erfitt að kæra – heldur þvert á móti hið eina rétta. Það á ekki að þurfa að bíða úrlausnar, heldur eiga kynferðisbrotamál að fá skjóta úrlausn. Það á að halda utan um fórnarlömbin en ekki saka þau um að hafa stuðlað að því að svona fór fyrir þeim. Druslugangan er bylting. Bylting sem er komin á fullt skrið og verður ekki stöðvuð fyrr en réttlæti er náð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun