Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2015 08:30 Rapparinn er með fjölbreyttasta orðaforða mest seldu listamanna allra tíma. Vísir/Getty Rannsókn hefur verið gerð á orðaforða tónlistarmanna sem eiga mest seldu lög allra tíma. Í ljós kom að flestir þeirra tónlistarmanna sem hafa fjölbreyttasta orðaforðann eru rapparar. Þeir sem eru með minnstan orðaforða eru tónlistarmenn á borð við Bítlana, Mariah Carey og The Who. Rannsóknin var framkvæmd þannig að tekin voru 100 mest seldu lög frá 93 mest seldu tónlistarmönnum allra tíma. Þá var orðafjöldi hvers lags borinn saman og tekið mið af hversu oft sömu orðin komu. Það ætti ekki að koma á óvart að hipphopptónlistarmenn hafi trónað á toppnum en sá sem að á langfjölbreyttasta orðaforðann er Eminem. Aðrir tónlistarmenn á toppi listans voru meðal annars Jay-Z, Tupac Shakur, Kanye West og Bob Dylan sem tekur einnig vinninginn fyrir að nota oftast ný orð, eða að meðaltali á níu orða fresti. Tónlistarsíðan Musixmatch sem sá um rannsóknina segir að fjölbreyttur orðaforði geri ekki endilega tónlistina betri en að áhugavert sé að sjá hipphopptónlistarmennina eiga toppinn á listanum. Michael Jackson, Katy Perry og Neil Diamond eru undir meðallagi í orðaforða en Celine Dion og Prince ná að halda sig ofarlega á listanum. Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rannsókn hefur verið gerð á orðaforða tónlistarmanna sem eiga mest seldu lög allra tíma. Í ljós kom að flestir þeirra tónlistarmanna sem hafa fjölbreyttasta orðaforðann eru rapparar. Þeir sem eru með minnstan orðaforða eru tónlistarmenn á borð við Bítlana, Mariah Carey og The Who. Rannsóknin var framkvæmd þannig að tekin voru 100 mest seldu lög frá 93 mest seldu tónlistarmönnum allra tíma. Þá var orðafjöldi hvers lags borinn saman og tekið mið af hversu oft sömu orðin komu. Það ætti ekki að koma á óvart að hipphopptónlistarmenn hafi trónað á toppnum en sá sem að á langfjölbreyttasta orðaforðann er Eminem. Aðrir tónlistarmenn á toppi listans voru meðal annars Jay-Z, Tupac Shakur, Kanye West og Bob Dylan sem tekur einnig vinninginn fyrir að nota oftast ný orð, eða að meðaltali á níu orða fresti. Tónlistarsíðan Musixmatch sem sá um rannsóknina segir að fjölbreyttur orðaforði geri ekki endilega tónlistina betri en að áhugavert sé að sjá hipphopptónlistarmennina eiga toppinn á listanum. Michael Jackson, Katy Perry og Neil Diamond eru undir meðallagi í orðaforða en Celine Dion og Prince ná að halda sig ofarlega á listanum.
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira