Lögin á plötunni samin fyrir fimm tríó Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2015 11:00 Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Mynd/Bent Marinós Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með röddinni einni saman. Hann semur laglínurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarnar. „Þetta er svolítið eins og popptónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft einfaldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helgason sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið margoft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guðrúnu Gunnars sem og með alþjóðlegu balkansveitinni sinni Skuggamyndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáfunni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkomandi. Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með röddinni einni saman. Hann semur laglínurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarnar. „Þetta er svolítið eins og popptónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft einfaldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helgason sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið margoft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guðrúnu Gunnars sem og með alþjóðlegu balkansveitinni sinni Skuggamyndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáfunni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira