Barátta við öfgar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 15:00 Norðmenn minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá ódæðisverkum Anders Behring Breivik í Ósló og Útey. Falleg minningarstund um þau sem létust í árásunum var haldin og pólitískir forráðamenn héldu hjartnæmar ræður. Erna Solberg forsætisráðherra sagði að frá árásunum hefðu Norðmenn sýnt hvað það er sem geri þá að einni þjóð. „Við berjumst fyrir þeim gildum sem eru mikilvægust fyrir okkur, lýðræði, opnu samfélagi og gagnkvæmri virðingu,“ sagði Solberg. Bæði forsætisráðherrann og Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna í Noregi, minntust í ræðum sínum á öfgahreyfingar. Þau voru sammála um nauðsyn þess að berjast gegn uppgangi þeirra með samstilltu átaki og rökræðu. „Öfgahreyfingar er að finna víða um Evrópu og árásarmaðurinn þann 22. júlí 2011 var ekki einn um skoðanir sínar. Við verðum að taka hættuna sem stafar af slíkum hópum alvarlega. Það er hættulegt að stilla þjóðfélagshópum upp á móti hverjum öðrum. Slíkri hatursfullri orðræðu er beitt af mönnum sem vilja ekki fjölbreytt samfélag,“ sagði Hussaini. Uppgangur öfgahreyfinga er eftir sem áður vandamál víðs vegar í Evrópu. Á nokkrum stöðum eiga stjórnmálaflokkar sem teljast til slíkra aðild að ríkisstjórnum eða styðja þær, víða annars staðar njóta þeir merkilega mikils fylgis og taka mikið pláss. Þeir ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á fjölmenningarsamfélagi. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar sem hafa andúð á útlendingum beinlínis á stefnuskrám sínum hafi ekki náð fótfestu hér á landi hefur borið hrollvekjandi mikið á slíkum málflutningi á undanförnum árum. Meðal annars í málflutningi einstaka þing- og sveitarstjórnarmanna, svo ekki sé talað um kommentakerfi vefmiðla, blogg, útvarp og aðra staði. Viðbrögðin við nýlegum fréttum af komu fimmtíu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum hingað til lands vekja til að mynda ugg. Norðmenn sýndu heiminum sínar allra bestu hliðar í kjölfar árásanna í Útey. Árásirnar, þvert á tilgang þeirra, náðu að leysa úr læðingi meiri samstöðu en áður þekktist, án tillits til þjóðernislegs uppruna og trúarbragða. „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, getum við aðeins reynt að ímynda okkur hve mikinn kærleik við, sem samfélag, getum sýnt,“ sagði Stine Renate Haheim, ein þeirra sem lifðu árásirnar af, daginn eftir. Og það var nákvæmlega það sem Norðmenn gerðu. Um þessar mundir er verið að opna miðstöð þar sem munir sem notaðir voru af Breivik við árásirnar í Noregi eru til sýnis. Þar verður meðal annars hægt að sjá flak bílaleigubifreiðar sem hann sprengdi í loft upp í Ósló, myndir, upptökur og aðra muni. Þeim verður stillt upp eins og gert var við réttarhöldin yfir morðingjanum. Í frétt Ekstrabladet um miðstöðina segir Hussaini að hún muni sýna grimmdina í verknaðinum. „Það er mikilvægt að taka skýrt fram að hryðjuverkaárásin átti sér pólitískar rætur, til þess að við getum komið í veg fyrir að við verðum ekki aftur fyrir slíkri árás.“ Enn halda Norðmenn áfram að stíga rétt og nauðsynleg skref í átt að bættu samfélagi eftir árásirnar. Vegna þess að leiðin til að losna við skoðanir og pólitískar hugsjónir sem einkennast af mannhatri er hvorki að banna þær né þagga þær niður. Leiðin er einmitt að sýna þær, berskjaldaðar, og afhjúpa þær fyrir það sem þær eru; fordómar og fáfræði. Þeim þarf að mæta með festu með upplýsingu og rökræðu. Og því má ekki gleyma að liðsmenn öfgahreyfinga sem þarf að hræðast, hvar sem er í Evrópu, eru ekki síður heimamenn en utanaðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Hryðjuverk í Útey Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Norðmenn minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá ódæðisverkum Anders Behring Breivik í Ósló og Útey. Falleg minningarstund um þau sem létust í árásunum var haldin og pólitískir forráðamenn héldu hjartnæmar ræður. Erna Solberg forsætisráðherra sagði að frá árásunum hefðu Norðmenn sýnt hvað það er sem geri þá að einni þjóð. „Við berjumst fyrir þeim gildum sem eru mikilvægust fyrir okkur, lýðræði, opnu samfélagi og gagnkvæmri virðingu,“ sagði Solberg. Bæði forsætisráðherrann og Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna í Noregi, minntust í ræðum sínum á öfgahreyfingar. Þau voru sammála um nauðsyn þess að berjast gegn uppgangi þeirra með samstilltu átaki og rökræðu. „Öfgahreyfingar er að finna víða um Evrópu og árásarmaðurinn þann 22. júlí 2011 var ekki einn um skoðanir sínar. Við verðum að taka hættuna sem stafar af slíkum hópum alvarlega. Það er hættulegt að stilla þjóðfélagshópum upp á móti hverjum öðrum. Slíkri hatursfullri orðræðu er beitt af mönnum sem vilja ekki fjölbreytt samfélag,“ sagði Hussaini. Uppgangur öfgahreyfinga er eftir sem áður vandamál víðs vegar í Evrópu. Á nokkrum stöðum eiga stjórnmálaflokkar sem teljast til slíkra aðild að ríkisstjórnum eða styðja þær, víða annars staðar njóta þeir merkilega mikils fylgis og taka mikið pláss. Þeir ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á fjölmenningarsamfélagi. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar sem hafa andúð á útlendingum beinlínis á stefnuskrám sínum hafi ekki náð fótfestu hér á landi hefur borið hrollvekjandi mikið á slíkum málflutningi á undanförnum árum. Meðal annars í málflutningi einstaka þing- og sveitarstjórnarmanna, svo ekki sé talað um kommentakerfi vefmiðla, blogg, útvarp og aðra staði. Viðbrögðin við nýlegum fréttum af komu fimmtíu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum hingað til lands vekja til að mynda ugg. Norðmenn sýndu heiminum sínar allra bestu hliðar í kjölfar árásanna í Útey. Árásirnar, þvert á tilgang þeirra, náðu að leysa úr læðingi meiri samstöðu en áður þekktist, án tillits til þjóðernislegs uppruna og trúarbragða. „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, getum við aðeins reynt að ímynda okkur hve mikinn kærleik við, sem samfélag, getum sýnt,“ sagði Stine Renate Haheim, ein þeirra sem lifðu árásirnar af, daginn eftir. Og það var nákvæmlega það sem Norðmenn gerðu. Um þessar mundir er verið að opna miðstöð þar sem munir sem notaðir voru af Breivik við árásirnar í Noregi eru til sýnis. Þar verður meðal annars hægt að sjá flak bílaleigubifreiðar sem hann sprengdi í loft upp í Ósló, myndir, upptökur og aðra muni. Þeim verður stillt upp eins og gert var við réttarhöldin yfir morðingjanum. Í frétt Ekstrabladet um miðstöðina segir Hussaini að hún muni sýna grimmdina í verknaðinum. „Það er mikilvægt að taka skýrt fram að hryðjuverkaárásin átti sér pólitískar rætur, til þess að við getum komið í veg fyrir að við verðum ekki aftur fyrir slíkri árás.“ Enn halda Norðmenn áfram að stíga rétt og nauðsynleg skref í átt að bættu samfélagi eftir árásirnar. Vegna þess að leiðin til að losna við skoðanir og pólitískar hugsjónir sem einkennast af mannhatri er hvorki að banna þær né þagga þær niður. Leiðin er einmitt að sýna þær, berskjaldaðar, og afhjúpa þær fyrir það sem þær eru; fordómar og fáfræði. Þeim þarf að mæta með festu með upplýsingu og rökræðu. Og því má ekki gleyma að liðsmenn öfgahreyfinga sem þarf að hræðast, hvar sem er í Evrópu, eru ekki síður heimamenn en utanaðkomandi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun