Börn eiga rétt á vernd og umönnun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2015 09:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins var að finna áhrifaríkt viðtal við ungan mann, Einar Hildarson, sem slapp hættulega slasaður frá móður sinni fyrir ellefu árum. Systir Einars lést í sömu árás en móðirin er haldin geðklofa og var í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Einar lýsir erfiðum aðstæðum í uppvexti sínum þar sem hann og systir hans þurftu að lifa með sjúkdómi móður sinnar án þess að kerfið gripi nokkurn tímann inn í. Móðurforeldrar hans sem og frænkur höfðu margoft reynt að gera barnaverndaryfirvöldum ljóst hver staðan væri og hún hafði sjálf reynt að fremja sjálfsmorð, allt án árangurs og athygli kerfisins. „Það sýnir kannski hvað þetta er heimskulegt kerfi að eftir að mamma reynir að drepa mig fær hún enn að hafa forræðið yfir mér,“ segir Einar í viðtalinu, en afi hans og amma þurftu að berjast hatrammlega fyrir forræðinu yfir honum. Einar lýsir viðbrögðum kerfisins eftir að atburðirnir áttu sér stað einnig vel. Hann segir réttilega að ekki sé til nein handbók um hvað eigi að gera þegar móðir reynir að drepa barnið sitt og lýsir erfiðum árum sem í kjölfarið fylgdu. „Það er bara reynt að spila þetta eftir hendinni en undir miklu stressi.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að málið hafi hreyft við Barnavernd. „Í kjölfar þessa máls lagði ég til að það yrði komið á viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd,“ segir Bragi en tillagan náði ekki fram að ganga. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í blaðinu í dag að skólar standi sig betur nú í tilkynningum til nefndarinnar en fyrir tíu árum. Hún segir meiri meðvitund um tilkynningaskylduna og að hún hafi vaxið á undanförnum árum. Börn eiga samkvæmt lögum rétt á vernd og umönnun. Löggjafinn leitaðist með setningu barnaverndarlaga við að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður nauðsynlega aðstoð. Það er óbærilegt til þess að hugsa hvernig endirinn á fyrrgreindri atburðarás hefði getað verið öðruvísi hefði verið stigið fyrr inn í. Hvorki Bragi né Halldóra gefa skýringar á því hvers vegna ekki var gripið fyrr inn í aðstæður sambærilegar þeim og uppi voru á heimili Einars, né heldur hvers vegna móðir heldur forræði eftir að hafa reynt að ráða barni sínu bana. Blessunarlega hefur þó ýmislegt breyst frá því þetta skelfilega mál kom upp líkt og Halldóra lýsir og frekari þekking á félags- og uppeldisfræði sem og geðlækningum hjálpar til við að vernda fólk í þessum aðstæðum. Þó er aldrei hægt að búa svo um hnútana að slíkt gerist aldrei aftur. Það er því sorglegt að sjá að ekki hafi verið lært betur af reynslunni en svo að tillaga um viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd, líkt og Barnaverndarstofa lagði til, hafi ekki við sett á laggirnar. Það eina góða sem svona atburðir geta haft í för með sér er lærdómur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í helgarblaði Fréttablaðsins var að finna áhrifaríkt viðtal við ungan mann, Einar Hildarson, sem slapp hættulega slasaður frá móður sinni fyrir ellefu árum. Systir Einars lést í sömu árás en móðirin er haldin geðklofa og var í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Einar lýsir erfiðum aðstæðum í uppvexti sínum þar sem hann og systir hans þurftu að lifa með sjúkdómi móður sinnar án þess að kerfið gripi nokkurn tímann inn í. Móðurforeldrar hans sem og frænkur höfðu margoft reynt að gera barnaverndaryfirvöldum ljóst hver staðan væri og hún hafði sjálf reynt að fremja sjálfsmorð, allt án árangurs og athygli kerfisins. „Það sýnir kannski hvað þetta er heimskulegt kerfi að eftir að mamma reynir að drepa mig fær hún enn að hafa forræðið yfir mér,“ segir Einar í viðtalinu, en afi hans og amma þurftu að berjast hatrammlega fyrir forræðinu yfir honum. Einar lýsir viðbrögðum kerfisins eftir að atburðirnir áttu sér stað einnig vel. Hann segir réttilega að ekki sé til nein handbók um hvað eigi að gera þegar móðir reynir að drepa barnið sitt og lýsir erfiðum árum sem í kjölfarið fylgdu. „Það er bara reynt að spila þetta eftir hendinni en undir miklu stressi.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að málið hafi hreyft við Barnavernd. „Í kjölfar þessa máls lagði ég til að það yrði komið á viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd,“ segir Bragi en tillagan náði ekki fram að ganga. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í blaðinu í dag að skólar standi sig betur nú í tilkynningum til nefndarinnar en fyrir tíu árum. Hún segir meiri meðvitund um tilkynningaskylduna og að hún hafi vaxið á undanförnum árum. Börn eiga samkvæmt lögum rétt á vernd og umönnun. Löggjafinn leitaðist með setningu barnaverndarlaga við að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður nauðsynlega aðstoð. Það er óbærilegt til þess að hugsa hvernig endirinn á fyrrgreindri atburðarás hefði getað verið öðruvísi hefði verið stigið fyrr inn í. Hvorki Bragi né Halldóra gefa skýringar á því hvers vegna ekki var gripið fyrr inn í aðstæður sambærilegar þeim og uppi voru á heimili Einars, né heldur hvers vegna móðir heldur forræði eftir að hafa reynt að ráða barni sínu bana. Blessunarlega hefur þó ýmislegt breyst frá því þetta skelfilega mál kom upp líkt og Halldóra lýsir og frekari þekking á félags- og uppeldisfræði sem og geðlækningum hjálpar til við að vernda fólk í þessum aðstæðum. Þó er aldrei hægt að búa svo um hnútana að slíkt gerist aldrei aftur. Það er því sorglegt að sjá að ekki hafi verið lært betur af reynslunni en svo að tillaga um viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd, líkt og Barnaverndarstofa lagði til, hafi ekki við sett á laggirnar. Það eina góða sem svona atburðir geta haft í för með sér er lærdómur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun