Sjúkrakassi fyrir sálina Rikka skrifar 20. júlí 2015 14:00 Geðræktarkassinn er frábær hugmynd sem Hrefna Magnúsdóttir, formaður Rauða krossins á Ísafirði, kynnti mig fyrir um daginn. Hugmyndin er upphaflega komin frá Elínu Ebbu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa í tengslum við Alþjóðlegan geðheilbrigðisdag fyrir tíu árum. Hugmyndina sótti Elín Ebba í hjartnæma reynslusögu móður, sem var uppi um aldamótin 1900, en hún þurfti að gefa frá sér átta af tíu börnum sínum eftir að hafa misst eiginmann sinn og föður barnanna. Hverju barni sem hún gaf frá sér færði hún skrín sem innihélt minningar um hvað þau áttu góðan tíma saman þegar þau voru fjölskylda. Hún vissi að erfiðir tímar voru fram undan fyrir börnin og mikill söknuður kæmi til með að láta á sér kræla. Hún bað þau þá um að líta í skrínið þegar þessir tímar og neikvæðar hugsanir sóttu að. Skrínið átti einnig að minna börnin á að hún myndi koma og sækja þau á ný, sem hún og gerði að lokum. Blessunarlega erum við að mestu laus við slíkar raunir að þurfa að gefa frá okkur þar sem okkur er dýrmætast, börnin okkar. Það þýðir þó ekki að okkur geti ekki liðið illa þegar á reynir. Við upplifum lífið á mismunandi hátt, eitt sem öðrum finnst erfitt finnst hinum léttvægt.Góðar minningar Hugmyndin um geðræktarkassann finnst mér alveg til fyrirmyndar og ætti að vera til á hverju heimili líkt og sjúkrakassi fyrir sálina. Allra best er þó ef hver og einn útbýr sinn persónulega kassa með hlutum eða myndum sem minna á góðan tíma, gömul ástarbréf frá maka, teikningar frá börnunum eða barnabörnum, eitthvað sem kemur þér til að hlæja eða rifja upp hlýjar tilfinningar. Slíkar jákvæðar tilfinningar efla og styrkja sálartetrið og hjálpa við að ná tökum á neikvæðum hugsunum. Geðræktarkassann er hægt að útfæra á ýmsa vegu. Það er hægt að setja í hann og útbúa til eigin nota, gefa öðrum sem þér þykir vænt um eða deila honum með öðrum eins og til dæmis fjölskyldunni. Ég hvet þig kæri lesandi til að prófa að búa til þinn eigin kassa, það er þó allavega ágætis skemmtun og útrás fyrir listræna hæfieika. Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið
Geðræktarkassinn er frábær hugmynd sem Hrefna Magnúsdóttir, formaður Rauða krossins á Ísafirði, kynnti mig fyrir um daginn. Hugmyndin er upphaflega komin frá Elínu Ebbu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa í tengslum við Alþjóðlegan geðheilbrigðisdag fyrir tíu árum. Hugmyndina sótti Elín Ebba í hjartnæma reynslusögu móður, sem var uppi um aldamótin 1900, en hún þurfti að gefa frá sér átta af tíu börnum sínum eftir að hafa misst eiginmann sinn og föður barnanna. Hverju barni sem hún gaf frá sér færði hún skrín sem innihélt minningar um hvað þau áttu góðan tíma saman þegar þau voru fjölskylda. Hún vissi að erfiðir tímar voru fram undan fyrir börnin og mikill söknuður kæmi til með að láta á sér kræla. Hún bað þau þá um að líta í skrínið þegar þessir tímar og neikvæðar hugsanir sóttu að. Skrínið átti einnig að minna börnin á að hún myndi koma og sækja þau á ný, sem hún og gerði að lokum. Blessunarlega erum við að mestu laus við slíkar raunir að þurfa að gefa frá okkur þar sem okkur er dýrmætast, börnin okkar. Það þýðir þó ekki að okkur geti ekki liðið illa þegar á reynir. Við upplifum lífið á mismunandi hátt, eitt sem öðrum finnst erfitt finnst hinum léttvægt.Góðar minningar Hugmyndin um geðræktarkassann finnst mér alveg til fyrirmyndar og ætti að vera til á hverju heimili líkt og sjúkrakassi fyrir sálina. Allra best er þó ef hver og einn útbýr sinn persónulega kassa með hlutum eða myndum sem minna á góðan tíma, gömul ástarbréf frá maka, teikningar frá börnunum eða barnabörnum, eitthvað sem kemur þér til að hlæja eða rifja upp hlýjar tilfinningar. Slíkar jákvæðar tilfinningar efla og styrkja sálartetrið og hjálpa við að ná tökum á neikvæðum hugsunum. Geðræktarkassann er hægt að útfæra á ýmsa vegu. Það er hægt að setja í hann og útbúa til eigin nota, gefa öðrum sem þér þykir vænt um eða deila honum með öðrum eins og til dæmis fjölskyldunni. Ég hvet þig kæri lesandi til að prófa að búa til þinn eigin kassa, það er þó allavega ágætis skemmtun og útrás fyrir listræna hæfieika.
Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið