Þjóðin borgar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2015 07:00 Landsbankinn hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Byggingin mun hýsa alla miðlæga starfsemi bankans og gera áætlanir ráð fyrir að rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna. Þá gerir Landsbankinn ráð fyrir að fjárfestingin muni borga sig á um tíu árum. Nýbyggingin verður tæplega 15 þúsund fermetrar að stærð auk þess sem þar verður um tvö þúsund fermetra kjallari fyrir tæknirými og annað, auk bílakjallara undir húsinu. Landsbankinn hefur lengi kvartað yfir lélegri aðstöðu en starfsemi hans er nú hýst í 16 mismunandi byggingum sem fæstar voru reistar með nútímabankastarfsemi í huga. Ekki er lengra en ár síðan forsætisráðherrann og skipulagsáhugamaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnum um nýbygginguna á Alþingi að honum þætti óneitanlega mjög sérkennilegt ef menn væru farnir að velta því fyrir sér einungis fimm árum eftir að bankinn fór í þrot að byggja nýjar höfuðstöðvar, enda hefði bankinn skroppið mikið saman í framhaldi af hruninu. „Ég tala nú ekki um ef það yrði risastór glerhöll á dýrasta stað borgarinnar, og þar með landsins,“ sagði Sigmundur. Ári áður sagði ráðherrann að hann teldi útilokað að ríkisbankinn myndi byggja nýjar höfuðstöðvar á næstunni og að það væri afleitt ef miðbærinn yrði alveg lokaður frá hafinu og útsýninu að Esjunni með stórbyggingum sem væru alveg úr takt við gamla miðbæinn. Sigmundur, sjálfum sér samkvæmur, bætti því við að frekar ætti að líta til þess hvernig byggðin var áður en hún vék fyrir áformum um stórbyggingar og bílastæðum. Þjóðin hefur, rétt eins og þegar Harpan var byggð, mismunandi skoðanir á þeirri staðsetningu sem fyrir valinu hefur orðið eins og sjá má í tilsvörum forsætisráðherra. Þá hefur verið deilt á forsvarsmenn Landsbankans fyrir íburðinn sem í ráðahagnum felst. Brýnna sé að bjóða landsmönnum upp á betri lánakjör en að eyða þeim fjármunum í nýjar glæsihöfuðstöðvar. Á síðasta aðalfundi Bankasýslunnar kom fram að arðsemi Landsbankans er of lág, þegar litið er fram hjá svokölluðum einskiptisliðum. Bankasýslan hefur lagt á það áherslu að bæta þurfi reglubundinn rekstur bankans með lækkun kostnaðar og aukningu þjónustutekna. Landsbankinn er að nánast öllu leyti í eigu íslenska ríkisins. Íslenskur bankamarkaður einkennist af fákeppni, þar sem stóru bankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, ráða yfir um 90 prósentum af markaðnum. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og hagfræðingur, sagði í grein í Fréttablaðinu að á slíkum fákeppnismarkaði væri hætt við að samkeppni yrði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar auki arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku eða gera líkt og Bankasýslan hefur beðið um – lækka kostnað. Hætt er við að allt þetta verði gert á kostnað almennings – ofan á átta milljarða nýbygginguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Landsbankinn hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Byggingin mun hýsa alla miðlæga starfsemi bankans og gera áætlanir ráð fyrir að rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna. Þá gerir Landsbankinn ráð fyrir að fjárfestingin muni borga sig á um tíu árum. Nýbyggingin verður tæplega 15 þúsund fermetrar að stærð auk þess sem þar verður um tvö þúsund fermetra kjallari fyrir tæknirými og annað, auk bílakjallara undir húsinu. Landsbankinn hefur lengi kvartað yfir lélegri aðstöðu en starfsemi hans er nú hýst í 16 mismunandi byggingum sem fæstar voru reistar með nútímabankastarfsemi í huga. Ekki er lengra en ár síðan forsætisráðherrann og skipulagsáhugamaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnum um nýbygginguna á Alþingi að honum þætti óneitanlega mjög sérkennilegt ef menn væru farnir að velta því fyrir sér einungis fimm árum eftir að bankinn fór í þrot að byggja nýjar höfuðstöðvar, enda hefði bankinn skroppið mikið saman í framhaldi af hruninu. „Ég tala nú ekki um ef það yrði risastór glerhöll á dýrasta stað borgarinnar, og þar með landsins,“ sagði Sigmundur. Ári áður sagði ráðherrann að hann teldi útilokað að ríkisbankinn myndi byggja nýjar höfuðstöðvar á næstunni og að það væri afleitt ef miðbærinn yrði alveg lokaður frá hafinu og útsýninu að Esjunni með stórbyggingum sem væru alveg úr takt við gamla miðbæinn. Sigmundur, sjálfum sér samkvæmur, bætti því við að frekar ætti að líta til þess hvernig byggðin var áður en hún vék fyrir áformum um stórbyggingar og bílastæðum. Þjóðin hefur, rétt eins og þegar Harpan var byggð, mismunandi skoðanir á þeirri staðsetningu sem fyrir valinu hefur orðið eins og sjá má í tilsvörum forsætisráðherra. Þá hefur verið deilt á forsvarsmenn Landsbankans fyrir íburðinn sem í ráðahagnum felst. Brýnna sé að bjóða landsmönnum upp á betri lánakjör en að eyða þeim fjármunum í nýjar glæsihöfuðstöðvar. Á síðasta aðalfundi Bankasýslunnar kom fram að arðsemi Landsbankans er of lág, þegar litið er fram hjá svokölluðum einskiptisliðum. Bankasýslan hefur lagt á það áherslu að bæta þurfi reglubundinn rekstur bankans með lækkun kostnaðar og aukningu þjónustutekna. Landsbankinn er að nánast öllu leyti í eigu íslenska ríkisins. Íslenskur bankamarkaður einkennist af fákeppni, þar sem stóru bankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, ráða yfir um 90 prósentum af markaðnum. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og hagfræðingur, sagði í grein í Fréttablaðinu að á slíkum fákeppnismarkaði væri hætt við að samkeppni yrði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar auki arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku eða gera líkt og Bankasýslan hefur beðið um – lækka kostnað. Hætt er við að allt þetta verði gert á kostnað almennings – ofan á átta milljarða nýbygginguna.