Stærsta Eistnaflugið hingað til Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2015 10:00 Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu, sem rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri. Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. mynd/Guðný Lára Thorarensen „Þetta er algjörlega nýtt Eistnaflug, við erum búnir að setja saman flottasta Eistnaflugið hingað til, það er alveg klárt,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug. Hátíðin hefst í dag í Neskaupstað og stendur til 11. júlí. Eistnaflug hefur hingað til farið fram í félagsheimili kaupstaðarins, Egilsbúð, en í ár fer hún fram í íþróttahúsi kaupstaðarins. „Þetta verður allt miklu stærra og flottara. Það er um tvö til þrjú hundruð manna aukning á milli ára hjá okkur. Nú þegar hafa yfir 500 útlendingar meldað sig, sem er um 40 prósenta aukning á útlendingum á milli ára,“ segir Stefán. Íþróttahúsið rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri, en Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. Það vakti athygli að hátíðin fékk ekki styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og var Stefán augljóslega ekki sáttur við það. „Ég er búinn að velta þessu fyrir mér í nokkra daga og reyna að skilja þessa ákvörðun. Er það þessi straumur af fólki sem kemur austur þegar Eistnaflug er sem veldur þessu, en við reiknum með að minnsta kosti 2.000 manns á Eistnafluginu í sumar? Nú þegar eru um 500 erlendir gestir búnir að bóka sig og eru þeir að koma austur að skoða allt sem er í boði. Ég er að fá um 60 ljósmyndara og blaðamenn á Eistnaflug sem fjalla um Austfirði, land og þjóð og jú Eistnaflug. Eistnaflug eykur sölu í verslunum um milljón prósent þessa fimm daga í Fjarðabyggð og það ætti að skipta máli þegar við skoðum hversu margir fá vinnu út af Eistnaflugi. Öll hótel eru uppbókuð og ekki bara í Neskaupstað heldur eru gestir Eistnaflugs farnir að bóka sig á Eskifjörð og Reyðarfjörð líka. Það sem ég er að benda á hér er það að það er enginn menningarviðburður á Austurlandi sem hefur önnur eins áhrif á Austurland og Eistnaflug,“ skrifaði Stefán á Facebook-síðu sína þegar hann fékk þessar fregnir.Stefán Magnússon Forsprakki Eistnaflugs.vísir/daníelAlcoa Fjarðaál veitti þó skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vorúthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls eða eina milljón króna. „Ég reikna aldrei með neinum styrkjum og sæki bara um. Þetta snýst bara um að hátíðin gangi vel og allir fari af henni brosandi. Við viljum lenda hátíðinni réttu megin við núllið og því skiptir það máli að fá styrki. Undanfarin ár höfum við komið út réttum megin við núllið, málið snýst um það. Það eru sjálfboðaliðar sem vinna að hátíðinni í heilt ár. Fólk sér bara Neskaupstað fullan af fólki en það er rosalegur kostnaður og vinna að baki svona hátíð sem fólk áttar sig stundum ekki á.“ Fjöldi þekktra hljómsveita kemur fram í ár. Skálmöld, Sólstafir, Ham, Agent Fresco og Brain Police eru á meðal þeirra sveita sem fram koma.Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, hlaut Grjótið.vísir/gvaKiddi rokk fékk heiðursviðurkenninguna í ár Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, fékk á dögunum afhenta heiðursviðurkenningu Eistnaflugs sem kallast Grjótið. „Ég er ferlega stoltur af þessu, sérstaklega því maður fær þetta frá fólkinu í bransanum. Það er gaman að fá klapp á bakið frá bransafólkinu,“ segir Kiddi alsæll með viðurkenninguna. Hann hefur verið í bransanum í um 25 ár og lengst af starfað fyrir Smekkleysu. Honum var komið á óvart þegar hann var boðaður í viðtal á Rás 2. „Ég var kallaður í viðtal til að ræða tónlistarmarkaðinn. Í miðju viðtali segja þeir að þeir hafi ekki verið að biðja mig um að koma í viðtal heldur vildu þeir bara koma mér á óvart,“ segir Kiddi léttur í lundu. „Kiddi er bara algjör perla, þessi einlægni og áhugi hjá honum að bera orðspor rokktónlistar á borð fyrir alla er svo fallegt. Það er alveg sama hvernig staðan er með rokk og ról, hann heldur alltaf áfram,“ segir Stefán um Kidda. Sex manna nefnd skipuð fólki úr bransanum velur heiðursverðlaunahafann. Í fyrra fékk Sigvaldi Jónsson, betur þekktur sem Valli Dordingull, viðurkenninguna. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er algjörlega nýtt Eistnaflug, við erum búnir að setja saman flottasta Eistnaflugið hingað til, það er alveg klárt,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug. Hátíðin hefst í dag í Neskaupstað og stendur til 11. júlí. Eistnaflug hefur hingað til farið fram í félagsheimili kaupstaðarins, Egilsbúð, en í ár fer hún fram í íþróttahúsi kaupstaðarins. „Þetta verður allt miklu stærra og flottara. Það er um tvö til þrjú hundruð manna aukning á milli ára hjá okkur. Nú þegar hafa yfir 500 útlendingar meldað sig, sem er um 40 prósenta aukning á útlendingum á milli ára,“ segir Stefán. Íþróttahúsið rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri, en Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. Það vakti athygli að hátíðin fékk ekki styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og var Stefán augljóslega ekki sáttur við það. „Ég er búinn að velta þessu fyrir mér í nokkra daga og reyna að skilja þessa ákvörðun. Er það þessi straumur af fólki sem kemur austur þegar Eistnaflug er sem veldur þessu, en við reiknum með að minnsta kosti 2.000 manns á Eistnafluginu í sumar? Nú þegar eru um 500 erlendir gestir búnir að bóka sig og eru þeir að koma austur að skoða allt sem er í boði. Ég er að fá um 60 ljósmyndara og blaðamenn á Eistnaflug sem fjalla um Austfirði, land og þjóð og jú Eistnaflug. Eistnaflug eykur sölu í verslunum um milljón prósent þessa fimm daga í Fjarðabyggð og það ætti að skipta máli þegar við skoðum hversu margir fá vinnu út af Eistnaflugi. Öll hótel eru uppbókuð og ekki bara í Neskaupstað heldur eru gestir Eistnaflugs farnir að bóka sig á Eskifjörð og Reyðarfjörð líka. Það sem ég er að benda á hér er það að það er enginn menningarviðburður á Austurlandi sem hefur önnur eins áhrif á Austurland og Eistnaflug,“ skrifaði Stefán á Facebook-síðu sína þegar hann fékk þessar fregnir.Stefán Magnússon Forsprakki Eistnaflugs.vísir/daníelAlcoa Fjarðaál veitti þó skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vorúthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls eða eina milljón króna. „Ég reikna aldrei með neinum styrkjum og sæki bara um. Þetta snýst bara um að hátíðin gangi vel og allir fari af henni brosandi. Við viljum lenda hátíðinni réttu megin við núllið og því skiptir það máli að fá styrki. Undanfarin ár höfum við komið út réttum megin við núllið, málið snýst um það. Það eru sjálfboðaliðar sem vinna að hátíðinni í heilt ár. Fólk sér bara Neskaupstað fullan af fólki en það er rosalegur kostnaður og vinna að baki svona hátíð sem fólk áttar sig stundum ekki á.“ Fjöldi þekktra hljómsveita kemur fram í ár. Skálmöld, Sólstafir, Ham, Agent Fresco og Brain Police eru á meðal þeirra sveita sem fram koma.Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, hlaut Grjótið.vísir/gvaKiddi rokk fékk heiðursviðurkenninguna í ár Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, fékk á dögunum afhenta heiðursviðurkenningu Eistnaflugs sem kallast Grjótið. „Ég er ferlega stoltur af þessu, sérstaklega því maður fær þetta frá fólkinu í bransanum. Það er gaman að fá klapp á bakið frá bransafólkinu,“ segir Kiddi alsæll með viðurkenninguna. Hann hefur verið í bransanum í um 25 ár og lengst af starfað fyrir Smekkleysu. Honum var komið á óvart þegar hann var boðaður í viðtal á Rás 2. „Ég var kallaður í viðtal til að ræða tónlistarmarkaðinn. Í miðju viðtali segja þeir að þeir hafi ekki verið að biðja mig um að koma í viðtal heldur vildu þeir bara koma mér á óvart,“ segir Kiddi léttur í lundu. „Kiddi er bara algjör perla, þessi einlægni og áhugi hjá honum að bera orðspor rokktónlistar á borð fyrir alla er svo fallegt. Það er alveg sama hvernig staðan er með rokk og ról, hann heldur alltaf áfram,“ segir Stefán um Kidda. Sex manna nefnd skipuð fólki úr bransanum velur heiðursverðlaunahafann. Í fyrra fékk Sigvaldi Jónsson, betur þekktur sem Valli Dordingull, viðurkenninguna.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira