Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:30 Bjarnveig og Skúli í göngutúr í grennd við bæinn sinn Ytra-Áland, nánar tiltekið niðri á Kálfsnesi. Vísir/Mynd úr einkasafni Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“ Svalbarðshreppur Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“
Svalbarðshreppur Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira