Tónlist

Sömdu fyrir sinfóníu í Leipzig

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Múm
Hljómsveitin Múm mynd/hörður sveinsson
„Ég var í Leipzig með hljómsveitinni Múm þar sem MDR, útvarpssinfóníuhljómsveit Leipzig, undir stjórn Kristjans Jarvi frumflutti verkið Drowning sem Múm gerði í samstarfi með tónskáldinu og píanóleikaranum Hauschka,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Eldjárn.

Hljómsveitin Múm var beðin um að semja verk fyrir MDR, ásamt Hauschka. Örn sá um útsetningar á verkum Múm ásamt Eiríki Orra Ólafssyni.

Örn er þó ekki fastamaður í Múm en var fenginn til þess að aðstoða við útsetningar. „Ég var að aðstoða við að vera eins konar tungumál á milli popp og klassíkur og vera svona nótnagaurinn og sjá til þess að allt væri spilað rétt. Þetta var virkilega gaman,“ segir Örn spurður út í hlutverk sitt. 

Þau voru í Leipzig í fjóra daga við vinnslu verksins og var það tekið upp á hljóð og mynd. Frumflutningurinn var sýndur beint á streymissíðunni Boiler Room þar sem áhorfið náði allt að 50.000. Hægt er að sjá verkið á vefsíðu Boiler Room.

Tónlistarmaðurinn Örn Eldjárn aðstoðaði Múm í Leipzigmynd/þorsteinn surmeli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.