Ræðan varla rapp: „Vissulega var þetta þó einhvers konar talsöngur“ Elín Albertsdóttir skrifar 4. júlí 2015 11:00 „Ég hef aldrei rappað,“ segir Helgi Hrafn sem er þó með tónlistina í blóðinu. Hér er hann með unnustu sinni, Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur. Mynd/Andri Marinó Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður vakti mikla athygli með ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudagskvöld. Sérstaklega þegar hann rappaði texta í lok ræðunnar. „Hleypið mér út úr þessu partíi,“ rappaði Helgi Hrafn Pírati á Alþingi og vitnaði þar í texta úr lagi Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinnar. „Ég hef eingöngu fengið góð viðbrögð,“ svaraði Helgi Hrafn þegar hann var spurður hvort hann væri ekki sáttur við þá athygli sem ræðan fékk. „Tíminn er ansi naumur sem við höfum í þessum umræðum og ég talaði óþarflega hratt því maður flýtir sér sjálfkrafa ef hætta er á að maður skerði tíma samflokksmanna sinna, þótt ég hafi reyndar haft nægan tíma,“ segir hann.Sjá einnig: Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar á AlþingiHvað með rappið? „Ég veit ekki hvað hæstvirtur Jónas Sigurðsson segir um að kalla þetta rapp. Vissulega var þetta þó einhvers konar talsöngur. Ég hef aldrei rappað,“ segir Helgi Hrafn sem þó hefur bæði samið lög og texta frá barnsaldri. „Það hefur bara verið fyrir sjálfan mig, aðallega,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi haft hug á að fara út í tónlist á unglingsaldri en þá hafi tölvurnar tekið yfir. Helgi Hrafn spilar aðallega á píanó en einnig á gítar. Hann segist hafa fengið góðan stuðning hjá foreldrum sínum til að eignast hljóðfæri. „Það var mikilvægt fyrir mig.“ Faðir hans er vel þekktur hljóðmaður, Gunnar Smári Helgason, en hann hefur komið að mörgum helstu plötum og kvikmyndum landsins í gegnum árin.Sjá einnig: Sjáðu ræðu Helga Hrafns: „Hleypið mér út úr þessu partýi hér er allt í steik“Tónlistin og tölvur Helgi Hrafn segir að aðaláhugamálið hafi verið tónlist, tölvur og nú pólitík. „Ég stórefast um að ég eigi eftir að gefa tónlistina mína út,“ segir hann en svo einkennilega vill til að hann hefur aldrei samið tónlist á tölvu og því ekki blandað saman áhugamálunum. Þegar hann er spurður hvort hann gæti hugsað sér að setja tónlistina í hendurnar á einhverjum góðum tónlistarmanni, hugsar hann sig um og svarar: „Ég bara þori ekki að fara með það, en það gæti vel gerst.“ Það verður fátt um svör þegar spurningarnar beinast að helginni og hvað hann ætli að gera sér til ánægju. „Staðan á þinginu er þannig að það er ekki hægt að ákveða tíma sinn fram í tímann. Það er farið að sjá fyrir endann á þingstörfum en maður hefur lært að fríið kemur ekki fyrr en það er komið. Það er mjög líklegt að ég þurfi að vinna um helgina, ekki endilega í þingsal, heldur fara yfir mörg mál sem hafa safnast upp. Þegar þinginu lýkur ætla ég að reyna að slappa af í nokkra daga en síðan bíða mörg verkefni. Ef ég get hliðrað til reyni ég að gera eitthvað skemmtilegt.“Óvenjulegt bónorð Eins og mörgum er í fersku minni fékk Helgi Hrafn óvænt bónorð frá unnustu sinni, Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur í vetur. Bónorðið fór fram í bænum Rieneck í Þýskalandi með hjálp hóps fólks sem bjó til svokallað „flashmob“ eða hópdans við Eurovision-lag. Bónorðið kom flatt upp á Helga sem auðvitað svaraði játandi. Brúðkaupið er fyrirhugað á næsta ári. „Við eigum marga vini sem búa erlendis og þurftum því að skipuleggja giftinguna með góðan fyrirvara. Ég hefði reyndar verið til í giftingu sama dag og bónorðið kom upp en við ákváðum að hafa þetta svona,“ segir hann. „Ég vonast síðan til að við komumst í brúðkaupsferð,“ upplýsir hann en segist þó ekki vera tilbúinn til að ræða það frekar. „Ég vil helst ekki segja frá einhverju sem er ekki komið á hreint.“Fáir nördar Helgi Hrafn starfaði sem forritari áður en hann gerðist þingmaður. Hann segist forrita mikið í frístundum til að halda kunnáttunni við. „Forritun breytist mjög ört og það er nauðsynlegt að fylgjast vel með. Svo er alveg sérstaklega gaman að forrita þegar maður gerir það fyrir sjálfan sig,“ segir hann. Þá hefur Helgi forritað töluvert á Alþingi, til dæmis gerði hann síðuna ventill.is en þar getur almenningur skráð sig með eða á móti málum sem eru til umfjöllunar í þinginu. „Það mætti klárlega efla nútímatækni í störfum þingsins en það er ákveðið vandamál hversu frumstæð gögnin eru. Einfaldur hlutur eins og að fletta upp í frumvörpum er tæknilega flókinn, en þannig ætti það ekki að þurfa að vera. Það er mjög góð tölvudeild á Alþingi sem ég hef átt góð samskipti við. Ég get gefið henni og sérstaklega einum forritara hennar mín bestu meðmæli. Hins vegar er það formið sjálft sem er gamaldags, til dæmis að leggja fram frumvarp gefur ekki tækifæri til þess að nýta tæknina til fulls. Margt er þó að breytast hægt og sígandi í átt að nútímanum. Það eru fáir tölvunördar á þinginu og þess vegna átta ekki allir sig á möguleikum sem eru til staðar.“Sjá einnig: Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“Móðgast ekki Helgi Hrafn er í pólitík af lífi og sál. Þó finnst honum ekki alltaf skemmtilegt að vera í þessu starfi. Hann hefur engu að síður hug á að halda áfram eftir næstu kosningar eins og er. Flokkur hans er sá stærsti á landinu. „Mér finnst starfi Pírata á engan hátt lokið í sambandi við þingið. Ég er ósáttur við margt varðandi stjórnarskrá og þingsköp. Þetta er gallað kerfi eins og það er núna. Mér finnst til dæmis mikilvægt að ræða meira samskipti ríkisstjórnar og þingmanna í minnihluta,“ segir hann. Þess má geta að skráðir félagar Pírata eru nú tæpir tvö þúsund.Sjá einnig: Skilur yfirlýsingar Sigmundar um fylgi Pírata Þegar Helgi Hrafn er spurður hvort hann sé viðkvæmur fyrir gagnrýni, svarar hann því neitandi. „Nei, ég sé enga ástæðu til að vera viðkvæmur fyrir henni. Þegar maður býður sig fram á þing er það til að hafa áhrif. Þá tileinkar maður sér þetta starf að heilum hug. Ef umræðan er málefnaleg má læra af henni, en ef hún er ómálefnaleg er engin ástæða til að taka hana inn á sig. Það er engin ástæða til að móðgast. Ég hugsa að ég hafi harðan skráp, enda eineltisbarn. Ef maður kemst í gegnum mikla erfiðleika gera þeir mann sterkari. Það er eins og að lenda í alvarlegum veikindum en sleppa þó úr þeim þokkalega óskaddaður, í miklum erfiðleikum eru tækifæri til að læra hluti sem annars gefst aldrei færi á.“ Alþingi Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður vakti mikla athygli með ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudagskvöld. Sérstaklega þegar hann rappaði texta í lok ræðunnar. „Hleypið mér út úr þessu partíi,“ rappaði Helgi Hrafn Pírati á Alþingi og vitnaði þar í texta úr lagi Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinnar. „Ég hef eingöngu fengið góð viðbrögð,“ svaraði Helgi Hrafn þegar hann var spurður hvort hann væri ekki sáttur við þá athygli sem ræðan fékk. „Tíminn er ansi naumur sem við höfum í þessum umræðum og ég talaði óþarflega hratt því maður flýtir sér sjálfkrafa ef hætta er á að maður skerði tíma samflokksmanna sinna, þótt ég hafi reyndar haft nægan tíma,“ segir hann.Sjá einnig: Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar á AlþingiHvað með rappið? „Ég veit ekki hvað hæstvirtur Jónas Sigurðsson segir um að kalla þetta rapp. Vissulega var þetta þó einhvers konar talsöngur. Ég hef aldrei rappað,“ segir Helgi Hrafn sem þó hefur bæði samið lög og texta frá barnsaldri. „Það hefur bara verið fyrir sjálfan mig, aðallega,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi haft hug á að fara út í tónlist á unglingsaldri en þá hafi tölvurnar tekið yfir. Helgi Hrafn spilar aðallega á píanó en einnig á gítar. Hann segist hafa fengið góðan stuðning hjá foreldrum sínum til að eignast hljóðfæri. „Það var mikilvægt fyrir mig.“ Faðir hans er vel þekktur hljóðmaður, Gunnar Smári Helgason, en hann hefur komið að mörgum helstu plötum og kvikmyndum landsins í gegnum árin.Sjá einnig: Sjáðu ræðu Helga Hrafns: „Hleypið mér út úr þessu partýi hér er allt í steik“Tónlistin og tölvur Helgi Hrafn segir að aðaláhugamálið hafi verið tónlist, tölvur og nú pólitík. „Ég stórefast um að ég eigi eftir að gefa tónlistina mína út,“ segir hann en svo einkennilega vill til að hann hefur aldrei samið tónlist á tölvu og því ekki blandað saman áhugamálunum. Þegar hann er spurður hvort hann gæti hugsað sér að setja tónlistina í hendurnar á einhverjum góðum tónlistarmanni, hugsar hann sig um og svarar: „Ég bara þori ekki að fara með það, en það gæti vel gerst.“ Það verður fátt um svör þegar spurningarnar beinast að helginni og hvað hann ætli að gera sér til ánægju. „Staðan á þinginu er þannig að það er ekki hægt að ákveða tíma sinn fram í tímann. Það er farið að sjá fyrir endann á þingstörfum en maður hefur lært að fríið kemur ekki fyrr en það er komið. Það er mjög líklegt að ég þurfi að vinna um helgina, ekki endilega í þingsal, heldur fara yfir mörg mál sem hafa safnast upp. Þegar þinginu lýkur ætla ég að reyna að slappa af í nokkra daga en síðan bíða mörg verkefni. Ef ég get hliðrað til reyni ég að gera eitthvað skemmtilegt.“Óvenjulegt bónorð Eins og mörgum er í fersku minni fékk Helgi Hrafn óvænt bónorð frá unnustu sinni, Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur í vetur. Bónorðið fór fram í bænum Rieneck í Þýskalandi með hjálp hóps fólks sem bjó til svokallað „flashmob“ eða hópdans við Eurovision-lag. Bónorðið kom flatt upp á Helga sem auðvitað svaraði játandi. Brúðkaupið er fyrirhugað á næsta ári. „Við eigum marga vini sem búa erlendis og þurftum því að skipuleggja giftinguna með góðan fyrirvara. Ég hefði reyndar verið til í giftingu sama dag og bónorðið kom upp en við ákváðum að hafa þetta svona,“ segir hann. „Ég vonast síðan til að við komumst í brúðkaupsferð,“ upplýsir hann en segist þó ekki vera tilbúinn til að ræða það frekar. „Ég vil helst ekki segja frá einhverju sem er ekki komið á hreint.“Fáir nördar Helgi Hrafn starfaði sem forritari áður en hann gerðist þingmaður. Hann segist forrita mikið í frístundum til að halda kunnáttunni við. „Forritun breytist mjög ört og það er nauðsynlegt að fylgjast vel með. Svo er alveg sérstaklega gaman að forrita þegar maður gerir það fyrir sjálfan sig,“ segir hann. Þá hefur Helgi forritað töluvert á Alþingi, til dæmis gerði hann síðuna ventill.is en þar getur almenningur skráð sig með eða á móti málum sem eru til umfjöllunar í þinginu. „Það mætti klárlega efla nútímatækni í störfum þingsins en það er ákveðið vandamál hversu frumstæð gögnin eru. Einfaldur hlutur eins og að fletta upp í frumvörpum er tæknilega flókinn, en þannig ætti það ekki að þurfa að vera. Það er mjög góð tölvudeild á Alþingi sem ég hef átt góð samskipti við. Ég get gefið henni og sérstaklega einum forritara hennar mín bestu meðmæli. Hins vegar er það formið sjálft sem er gamaldags, til dæmis að leggja fram frumvarp gefur ekki tækifæri til þess að nýta tæknina til fulls. Margt er þó að breytast hægt og sígandi í átt að nútímanum. Það eru fáir tölvunördar á þinginu og þess vegna átta ekki allir sig á möguleikum sem eru til staðar.“Sjá einnig: Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“Móðgast ekki Helgi Hrafn er í pólitík af lífi og sál. Þó finnst honum ekki alltaf skemmtilegt að vera í þessu starfi. Hann hefur engu að síður hug á að halda áfram eftir næstu kosningar eins og er. Flokkur hans er sá stærsti á landinu. „Mér finnst starfi Pírata á engan hátt lokið í sambandi við þingið. Ég er ósáttur við margt varðandi stjórnarskrá og þingsköp. Þetta er gallað kerfi eins og það er núna. Mér finnst til dæmis mikilvægt að ræða meira samskipti ríkisstjórnar og þingmanna í minnihluta,“ segir hann. Þess má geta að skráðir félagar Pírata eru nú tæpir tvö þúsund.Sjá einnig: Skilur yfirlýsingar Sigmundar um fylgi Pírata Þegar Helgi Hrafn er spurður hvort hann sé viðkvæmur fyrir gagnrýni, svarar hann því neitandi. „Nei, ég sé enga ástæðu til að vera viðkvæmur fyrir henni. Þegar maður býður sig fram á þing er það til að hafa áhrif. Þá tileinkar maður sér þetta starf að heilum hug. Ef umræðan er málefnaleg má læra af henni, en ef hún er ómálefnaleg er engin ástæða til að taka hana inn á sig. Það er engin ástæða til að móðgast. Ég hugsa að ég hafi harðan skráp, enda eineltisbarn. Ef maður kemst í gegnum mikla erfiðleika gera þeir mann sterkari. Það er eins og að lenda í alvarlegum veikindum en sleppa þó úr þeim þokkalega óskaddaður, í miklum erfiðleikum eru tækifæri til að læra hluti sem annars gefst aldrei færi á.“
Alþingi Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira