Að taka tryllingskast Bergur Ebbi skrifar 27. júní 2015 07:00 Ég hef tvisvar á minni fullorðinsævi misst stjórn á skapi mínu á almannafæri. Í fyrra skiptið í Hans Petersen í Bankastræti í ágúst 2002 og í seinna skiptið í afgreiðslunni hjá bílaleigunni Sixt á Bornholmerstrasse í Berlín í júlí 2009. Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum skiptum af sæmilegri nákvæmni er vegna þess að ég skammaðist mín lengi eftir á og hugsaði mikið til afgreiðslufólksins sem ég öskraði á. Þau áttu það ekki skilið. Fyrir utan þessi tvö tilvik hef ég að sjálfsögðu oft lent í minniháttar útistöðum við dyraverði á skemmtistöðum, afgreiðslufólk í lúgum, fólk í biðröðum og skrifað það á hina almennu vanstillingu sem fylgir næturlífi. Ég er enginn sérstakur skaphundur en ég veit að ég er fjarri því að vera fullkominn þegar kemur að skapstillingu. Að sama skapi get ég varla gert kröfu um að allir aðrir í heiminum séu það. Nánast vikulega sé ég myndbönd á netinu af fólki sem missir stjórn á skapi sínu á almannafæri. Viðskiptavinir að öskra á afgreiðslufólk, frægt fólk að ráðast á ljósmyndara, foreldrar að öskra á börnin sín, fólk að hrækja, hrinda og hrúga sér hingað og þangað. Fólk er að tryllast úti um allan heim, allan daginn, alla daga. Svoleiðis er það bara. Sumir tryllast oftar en aðrir, sumir tryllast kannski bara einu sinni á ævinni. Stundum er það fyndið, oftast er það sorglegt, stundum er það (eða ætti að vera) lögreglumál en stundum er það bara ósköp hversdagslegt. Ég hvet engan til að missa stjórn á sér. Það er óeðlileg hegðun. En við höfum flest gert það og við erum líka flest jafn heppin og ég að það var enginn að taka mynd af því og setja á netið. Auk þess höfum við líka flest sagt eitthvað hræðilegt um annað fólk og komist upp með það vandræðalaust. Kannski ágætt að hafa það í huga í næstu hneykslunarbylgju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Ég hef tvisvar á minni fullorðinsævi misst stjórn á skapi mínu á almannafæri. Í fyrra skiptið í Hans Petersen í Bankastræti í ágúst 2002 og í seinna skiptið í afgreiðslunni hjá bílaleigunni Sixt á Bornholmerstrasse í Berlín í júlí 2009. Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum skiptum af sæmilegri nákvæmni er vegna þess að ég skammaðist mín lengi eftir á og hugsaði mikið til afgreiðslufólksins sem ég öskraði á. Þau áttu það ekki skilið. Fyrir utan þessi tvö tilvik hef ég að sjálfsögðu oft lent í minniháttar útistöðum við dyraverði á skemmtistöðum, afgreiðslufólk í lúgum, fólk í biðröðum og skrifað það á hina almennu vanstillingu sem fylgir næturlífi. Ég er enginn sérstakur skaphundur en ég veit að ég er fjarri því að vera fullkominn þegar kemur að skapstillingu. Að sama skapi get ég varla gert kröfu um að allir aðrir í heiminum séu það. Nánast vikulega sé ég myndbönd á netinu af fólki sem missir stjórn á skapi sínu á almannafæri. Viðskiptavinir að öskra á afgreiðslufólk, frægt fólk að ráðast á ljósmyndara, foreldrar að öskra á börnin sín, fólk að hrækja, hrinda og hrúga sér hingað og þangað. Fólk er að tryllast úti um allan heim, allan daginn, alla daga. Svoleiðis er það bara. Sumir tryllast oftar en aðrir, sumir tryllast kannski bara einu sinni á ævinni. Stundum er það fyndið, oftast er það sorglegt, stundum er það (eða ætti að vera) lögreglumál en stundum er það bara ósköp hversdagslegt. Ég hvet engan til að missa stjórn á sér. Það er óeðlileg hegðun. En við höfum flest gert það og við erum líka flest jafn heppin og ég að það var enginn að taka mynd af því og setja á netið. Auk þess höfum við líka flest sagt eitthvað hræðilegt um annað fólk og komist upp með það vandræðalaust. Kannski ágætt að hafa það í huga í næstu hneykslunarbylgju.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun