Magnaðir tónleikar Jónas Sen skrifar 27. júní 2015 14:00 Hluti þeirra snjöllu tónlistarmanna sem komu fram á Reykjavík Midsummer Music hátíðinni í ár. Visir/GVA Tónlist Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 21. júní. Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music hófust á svonefndri Passacagliu eftir Händel í útsetningu Johans Halvorsen. Passacaglia er dansform sem á rætur sínar að rekja til Spánar á 17. öld. Anna-Liisa Bezrodny lék á fiðlu en Jan-Erik Gustafsson á selló. Spilamennskan var sérlega flott, allar hendingar voru nákvæmar, lifandi og áleitnar. Ekki síðri var Vorsónatan, þ.e. sónata nr. 5 eftir Beethoven. Hún var flutt af Sayaka Shoji á fiðlu og Víkingi Heiðari Ólafssyni á píanó. Sónatan er kölluð þessu nafni vegna þess hve björt hún er. Stemningin er vongóð og afslöppuð. Leikurinn nú var eftir því draumfagur og þrunginn skáldskap. Þetta var einhver fallegasta túlkun á Vorsónötunni sem ég hef heyrt – og ég hef heyrt þær margar! Eftir hlé var fyrstur á dagskránni strengjakvartett nr. 2 eftir Philip Glass. Kvartettinn var upphaflega saminn fyrir leikgerð á Félagsskap Samuels Becket. Þar segir frá gömlum manni sem rifjar upp atburði og persónur úr lífi sínu í næturmyrkrinu þegar hann getur ekki sofið. Hann er einmana, en minningarnar veita honum félagsskap. Tónlist Glass er hrífandi, þótt hún sé afstrakt þá er hún full af merkingu sem samt er ekki hægt að skilgreina með orðum. Hér var hún leikin af Sigrúnu Eðvaldsdóttur á fiðlu og Pauline Sachse á víólu, auk þeirra Bezrodny og Gustafsson sem fyrr voru nefnd. Spilamennskan var í fremstu röð, fínleg áferð tónmálsins var nostursamlega útfærð og blæbrigðarík. Síðasta tónsmíðin á efnisskránni var píanókvintettinn eftir Schumann, sem var leikinn af Shoji, Bezrodny, Sachse, Gustafsson og Víkingi. Þetta er eitt besta verk Schumanns, atburðaríkt og kraftmikið, með líflegri framvindu sem fimmmenningarnir skiluðu til áheyrenda af öryggi og dirfsku. Samspilið var akkúrat, nánast eins og fólkið væri búið að spila saman um árabil. Þetta var frábær endir á afar skemmtilegri tónlistarhátíð.Niðurstaða: Magnaður lokahnykkur á Reykjavik Midsummer Music. Spilamennskan var svo gott sem fullkomin, verkefnavalið fjölbreytt og spennandi. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 21. júní. Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music hófust á svonefndri Passacagliu eftir Händel í útsetningu Johans Halvorsen. Passacaglia er dansform sem á rætur sínar að rekja til Spánar á 17. öld. Anna-Liisa Bezrodny lék á fiðlu en Jan-Erik Gustafsson á selló. Spilamennskan var sérlega flott, allar hendingar voru nákvæmar, lifandi og áleitnar. Ekki síðri var Vorsónatan, þ.e. sónata nr. 5 eftir Beethoven. Hún var flutt af Sayaka Shoji á fiðlu og Víkingi Heiðari Ólafssyni á píanó. Sónatan er kölluð þessu nafni vegna þess hve björt hún er. Stemningin er vongóð og afslöppuð. Leikurinn nú var eftir því draumfagur og þrunginn skáldskap. Þetta var einhver fallegasta túlkun á Vorsónötunni sem ég hef heyrt – og ég hef heyrt þær margar! Eftir hlé var fyrstur á dagskránni strengjakvartett nr. 2 eftir Philip Glass. Kvartettinn var upphaflega saminn fyrir leikgerð á Félagsskap Samuels Becket. Þar segir frá gömlum manni sem rifjar upp atburði og persónur úr lífi sínu í næturmyrkrinu þegar hann getur ekki sofið. Hann er einmana, en minningarnar veita honum félagsskap. Tónlist Glass er hrífandi, þótt hún sé afstrakt þá er hún full af merkingu sem samt er ekki hægt að skilgreina með orðum. Hér var hún leikin af Sigrúnu Eðvaldsdóttur á fiðlu og Pauline Sachse á víólu, auk þeirra Bezrodny og Gustafsson sem fyrr voru nefnd. Spilamennskan var í fremstu röð, fínleg áferð tónmálsins var nostursamlega útfærð og blæbrigðarík. Síðasta tónsmíðin á efnisskránni var píanókvintettinn eftir Schumann, sem var leikinn af Shoji, Bezrodny, Sachse, Gustafsson og Víkingi. Þetta er eitt besta verk Schumanns, atburðaríkt og kraftmikið, með líflegri framvindu sem fimmmenningarnir skiluðu til áheyrenda af öryggi og dirfsku. Samspilið var akkúrat, nánast eins og fólkið væri búið að spila saman um árabil. Þetta var frábær endir á afar skemmtilegri tónlistarhátíð.Niðurstaða: Magnaður lokahnykkur á Reykjavik Midsummer Music. Spilamennskan var svo gott sem fullkomin, verkefnavalið fjölbreytt og spennandi.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira