Typpi í öllum sínum stærðum og gerðum sigga dögg skrifar 29. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Menn pæla í typpum, það er staðreynd. Kannski réttara að segja að þeir pæla mest í sínu eigin typpi og bera það svo saman við typpin í nærumhverfinu. Oftar en ekki eru það ekki strákarnir í sturtu sem eru í samanburðarhlutverki heldur karlarnir á skjánum. (Kannski rétt að bæta því við að eini raunhæfi samanburður lima er í fullri reisn og svo segir mér hugur um að það sé óvinsælt meðal gagnkynhneigðra karla að mönnum rísi hold í almenningssturtuklefum.) Mennirnir á skjánum eru þessir með þennan risastóra. Meðallengd lims er um 13 sentímetrar á meðalmanni en typpastærð klámleikara er 24 sentímetrar. Smá stærðarmunur. Það er einmitt þetta með stærðina sem veldur einstaklingum hugarangri. Sérstaklega ef hann er talinn of lítill. Þá komum við að því, hvað er lítið? Ef samanburðurinn er óraunhæfur, hver er þá mælistikan? Svo eru konur spurðar hvort ekki sé betra að hafa meira frekar en minna. Þá vandast málið því líkamsímynd, sjálfstraust og kynferðisleg frammistaða hangir á sömu spýtunni. Ef þú ert með minnimáttarkennd yfir litlum lim þá hefur það áhrif á líkamsímynd þína sem svo hefur neikvæð áhrif á frammistöðu í bólinu. Það er eiginlega ekki hægt að vinna. Stór limur er talinn merki um karlmennsku, einhvers konar úberman, þar sem samasemmerki er á milli þess að hafa langt typpi og að vera mikill karlmaður. Raunin er sú að það er flókið að vera með stóran lim. Því stærri sem hann er, því meira af honum stendur fyrir utan aðalpartíið því hann einfaldlega kemst ekki allur fyrir. Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um typpi, frammistöðu og kynlíf. Það er ekki til skapalón yfir hinn fullkomna lim. Fólk er alls konar og flestir bólfélagar beita bæði munni og höndum í kynlífi en treysta ekki eingöngu á hverfulan lim. Sem betur fer. Kynlíf fellur ekki og stendur með typpinu. Ef fólk festist í þeirri hugsanagildru þá getur kynlífið ekki verið upp á marga fiska. Kynferðisleg frammistaða byggist á tengslum á milli bólfélaga, afslöppun, vellíðan, sjálfstrausti og einlægni. Gott kynlíf er ekki mælt út frá reglustiku heldur ykkur sem stundið það. Heilsa Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Bogið typpi Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur? 2. desember 2014 11:00 Umskorið typpi Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið? 19. mars 2015 11:00 Hugsar þú vel um typpið þitt? Það er að mörgu að huga í umhirðu limsins og hér gefur sérfræðingur ráð um hvernig sé best að hugsa sem best um litla vininn 24. júní 2015 11:15 Forhúðin Forhúðin ver kónginn (fremsta hluta typpisins) og getur verið þröng, víð, mikil, lítil og jafnvel ekki til staðar. 3. desember 2014 11:00 Getur typpið minnkað? Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið? 26. nóvember 2014 11:00 Saga tveggja typpis manns Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína. 16. apríl 2015 14:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Menn pæla í typpum, það er staðreynd. Kannski réttara að segja að þeir pæla mest í sínu eigin typpi og bera það svo saman við typpin í nærumhverfinu. Oftar en ekki eru það ekki strákarnir í sturtu sem eru í samanburðarhlutverki heldur karlarnir á skjánum. (Kannski rétt að bæta því við að eini raunhæfi samanburður lima er í fullri reisn og svo segir mér hugur um að það sé óvinsælt meðal gagnkynhneigðra karla að mönnum rísi hold í almenningssturtuklefum.) Mennirnir á skjánum eru þessir með þennan risastóra. Meðallengd lims er um 13 sentímetrar á meðalmanni en typpastærð klámleikara er 24 sentímetrar. Smá stærðarmunur. Það er einmitt þetta með stærðina sem veldur einstaklingum hugarangri. Sérstaklega ef hann er talinn of lítill. Þá komum við að því, hvað er lítið? Ef samanburðurinn er óraunhæfur, hver er þá mælistikan? Svo eru konur spurðar hvort ekki sé betra að hafa meira frekar en minna. Þá vandast málið því líkamsímynd, sjálfstraust og kynferðisleg frammistaða hangir á sömu spýtunni. Ef þú ert með minnimáttarkennd yfir litlum lim þá hefur það áhrif á líkamsímynd þína sem svo hefur neikvæð áhrif á frammistöðu í bólinu. Það er eiginlega ekki hægt að vinna. Stór limur er talinn merki um karlmennsku, einhvers konar úberman, þar sem samasemmerki er á milli þess að hafa langt typpi og að vera mikill karlmaður. Raunin er sú að það er flókið að vera með stóran lim. Því stærri sem hann er, því meira af honum stendur fyrir utan aðalpartíið því hann einfaldlega kemst ekki allur fyrir. Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um typpi, frammistöðu og kynlíf. Það er ekki til skapalón yfir hinn fullkomna lim. Fólk er alls konar og flestir bólfélagar beita bæði munni og höndum í kynlífi en treysta ekki eingöngu á hverfulan lim. Sem betur fer. Kynlíf fellur ekki og stendur með typpinu. Ef fólk festist í þeirri hugsanagildru þá getur kynlífið ekki verið upp á marga fiska. Kynferðisleg frammistaða byggist á tengslum á milli bólfélaga, afslöppun, vellíðan, sjálfstrausti og einlægni. Gott kynlíf er ekki mælt út frá reglustiku heldur ykkur sem stundið það.
Heilsa Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Bogið typpi Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur? 2. desember 2014 11:00 Umskorið typpi Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið? 19. mars 2015 11:00 Hugsar þú vel um typpið þitt? Það er að mörgu að huga í umhirðu limsins og hér gefur sérfræðingur ráð um hvernig sé best að hugsa sem best um litla vininn 24. júní 2015 11:15 Forhúðin Forhúðin ver kónginn (fremsta hluta typpisins) og getur verið þröng, víð, mikil, lítil og jafnvel ekki til staðar. 3. desember 2014 11:00 Getur typpið minnkað? Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið? 26. nóvember 2014 11:00 Saga tveggja typpis manns Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína. 16. apríl 2015 14:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00
Bogið typpi Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur? 2. desember 2014 11:00
Umskorið typpi Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið? 19. mars 2015 11:00
Hugsar þú vel um typpið þitt? Það er að mörgu að huga í umhirðu limsins og hér gefur sérfræðingur ráð um hvernig sé best að hugsa sem best um litla vininn 24. júní 2015 11:15
Forhúðin Forhúðin ver kónginn (fremsta hluta typpisins) og getur verið þröng, víð, mikil, lítil og jafnvel ekki til staðar. 3. desember 2014 11:00
Getur typpið minnkað? Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið? 26. nóvember 2014 11:00
Saga tveggja typpis manns Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína. 16. apríl 2015 14:00